Þórdís ræddi börnin og barnabörnin við forstjóra Samherja Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. desember 2019 14:01 Hópurinn Jæja á Facebook birti myndina á síðu sinni í gær. Hefur myndin vakið nokkra athygli. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, atvinnu- og nýsköpunarráðherra, segir aðeins tilviljun hafa ráðið því að hún sat við sama borð og Björgólfur Jóhannsson í flugstöðinni á Akureyrarflugvelli fyrir helgi. Jæja-hópurinn hefur dreift myndinni á Facebook undir yfirskriftinni „Samstaða flokksins með Samherja“. Þar stóð að Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði að leggja allt undir til að verja Samherja og spillinguna, en Þórdís er ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Að neðan má sjá færslu Jæja-hópsins en samkvæmt upplýsingum Vísis var Ólafur Teitur Guðnason, aðstoðarmaður Þórdísar, ekki staddur á flugvellinum ólíkt því sem fram kemur í póstinum. DV gerði sér mat úr myndinni og birti frétt með fyrirsögninni „Þórdís og Samherji gómuð saman“. Vökull borgari hefði tekið myndina en aðdragandi hennar væri óljós. Þórdís Kolbrún segir í samtali við Fréttablaðið að myndin sé á engan hátt óheppileg og ekki hafi verið um neins konar fund að ræða. Hún hafi fengið sér sæti við borð og Björgólfur sest þar við hliðina. Málefni Samherja hafi að sjálfsögðu ekki borið á góma. Þau Björgólfur þekkist enda hafi þau unnið saman í Stjórnstöð ferðamála undanfarin þrjú ár. „Ég var að bíða eftir fluginu mínu. Ég fékk mér sæti í flugstöð og las tölvupóstana mína. Ég veit ekki hvað annað er um það að að segja,“ segir Þórdís. „Við ræddum meðal annars jólafrí og barnabörnin hans og börnin mín.“ Þórdís var á ferð um Norðurlandið með ráðherrum á föstudaginn þar sem hús var meðal annars tekið á Dalvíkingum. Samherji er til rannsóknar hjá héraðssaksóknara vegna ásakana um mútugreiðslur til að komast yfir kvóta í Namibíu og Angóla. Þorsteinn Már Baldvinsson hefur stigið til hliðar sem forstjóri á meðan málið er til skoðunar og er Björgólfur Jóhannsson settur forstjóri. Ráðherrar hafa verið settir af í Namibíu vegna málsins og verið handteknir ásamt fleiri háttsettum aðilum. Alþingi Óveður 10. og 11. desember 2019 Samherjaskjölin Tengdar fréttir Stjórnarmaður í Sósíalistaflokknum sagður stýra nafnlausum áróðri Jæja-hópurinn hefur undanfarið verið virkur í að dreifa áróðri á Facebook-síðu. Enginn hefur viljað gangast við því að vera í forsvari fyrir hópinn. 15. október 2019 17:30 Kynningarstjóri gengst við Facebook-áróðri Jæja-hópurinn, sem hefur dreift pólitískum áróðri á Facebook, sendi frá sér yfirlýsingu til að færa rök fyrir nafnleysi í vikunni. Kynningarstjóri hjá HÍ og stjórnarmaður í Sósíalistaflokknum eru á meðal þeirra sem standa að síðunni. 18. október 2019 09:00 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, atvinnu- og nýsköpunarráðherra, segir aðeins tilviljun hafa ráðið því að hún sat við sama borð og Björgólfur Jóhannsson í flugstöðinni á Akureyrarflugvelli fyrir helgi. Jæja-hópurinn hefur dreift myndinni á Facebook undir yfirskriftinni „Samstaða flokksins með Samherja“. Þar stóð að Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði að leggja allt undir til að verja Samherja og spillinguna, en Þórdís er ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Að neðan má sjá færslu Jæja-hópsins en samkvæmt upplýsingum Vísis var Ólafur Teitur Guðnason, aðstoðarmaður Þórdísar, ekki staddur á flugvellinum ólíkt því sem fram kemur í póstinum. DV gerði sér mat úr myndinni og birti frétt með fyrirsögninni „Þórdís og Samherji gómuð saman“. Vökull borgari hefði tekið myndina en aðdragandi hennar væri óljós. Þórdís Kolbrún segir í samtali við Fréttablaðið að myndin sé á engan hátt óheppileg og ekki hafi verið um neins konar fund að ræða. Hún hafi fengið sér sæti við borð og Björgólfur sest þar við hliðina. Málefni Samherja hafi að sjálfsögðu ekki borið á góma. Þau Björgólfur þekkist enda hafi þau unnið saman í Stjórnstöð ferðamála undanfarin þrjú ár. „Ég var að bíða eftir fluginu mínu. Ég fékk mér sæti í flugstöð og las tölvupóstana mína. Ég veit ekki hvað annað er um það að að segja,“ segir Þórdís. „Við ræddum meðal annars jólafrí og barnabörnin hans og börnin mín.“ Þórdís var á ferð um Norðurlandið með ráðherrum á föstudaginn þar sem hús var meðal annars tekið á Dalvíkingum. Samherji er til rannsóknar hjá héraðssaksóknara vegna ásakana um mútugreiðslur til að komast yfir kvóta í Namibíu og Angóla. Þorsteinn Már Baldvinsson hefur stigið til hliðar sem forstjóri á meðan málið er til skoðunar og er Björgólfur Jóhannsson settur forstjóri. Ráðherrar hafa verið settir af í Namibíu vegna málsins og verið handteknir ásamt fleiri háttsettum aðilum.
Alþingi Óveður 10. og 11. desember 2019 Samherjaskjölin Tengdar fréttir Stjórnarmaður í Sósíalistaflokknum sagður stýra nafnlausum áróðri Jæja-hópurinn hefur undanfarið verið virkur í að dreifa áróðri á Facebook-síðu. Enginn hefur viljað gangast við því að vera í forsvari fyrir hópinn. 15. október 2019 17:30 Kynningarstjóri gengst við Facebook-áróðri Jæja-hópurinn, sem hefur dreift pólitískum áróðri á Facebook, sendi frá sér yfirlýsingu til að færa rök fyrir nafnleysi í vikunni. Kynningarstjóri hjá HÍ og stjórnarmaður í Sósíalistaflokknum eru á meðal þeirra sem standa að síðunni. 18. október 2019 09:00 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira
Stjórnarmaður í Sósíalistaflokknum sagður stýra nafnlausum áróðri Jæja-hópurinn hefur undanfarið verið virkur í að dreifa áróðri á Facebook-síðu. Enginn hefur viljað gangast við því að vera í forsvari fyrir hópinn. 15. október 2019 17:30
Kynningarstjóri gengst við Facebook-áróðri Jæja-hópurinn, sem hefur dreift pólitískum áróðri á Facebook, sendi frá sér yfirlýsingu til að færa rök fyrir nafnleysi í vikunni. Kynningarstjóri hjá HÍ og stjórnarmaður í Sósíalistaflokknum eru á meðal þeirra sem standa að síðunni. 18. október 2019 09:00