Fótbolti

Fimmtándi sigur Celtic í röð kom í Old Firm grannaslagnum

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Celtic stefnir hraðbyri að sjötta skoska meistaratitlinum í röð en þeir náðu nítján stiga forskoti á toppi deildarinnar í dag með 2-1 sigri á erkifjendunum í Rangers.

Er þetta annar leikur liðanna á þessu tímabili en Rangers er nýkomið aftur í skosku úrvalsdeildina.

Celtic flengdi Rangers í fyrri leik liðanna 5-1 á heimavelli á Celtic Park en heimamenn í Rangers komust yfir snemma leiks í dag á Ibrox.

Var þar að verki gamli refurinn Kenny Miller en stuttu síðar jafnaði ungstirnið Moussa Dembele metin.

Celtic var sterkari aðilinn allan leikinn og komst yfir tuttugu mínútum fyrir leikslok með marki frá Scott Sinclair.

Reyndist það vera sigurmark leiksins en Celtic er því komið með nítján stiga forskot á Rangers ásamt því að eiga leik til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×