Innlent

Wellington nautalund áramótasteikin í ár

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar

Gamlársdagur er einn annasamasti dagur ársins í kjötbúðum. Síðustu ár hefur þó færst í aukana að fólk skipuleggi sig vel og panti steikina með nokkurra daga fyrirvara til að tryggja að það fái bestu bitana.

En hvað er vinsælast í ár?

„Á gamlárskvöld leyfir fólk sér að fara í ýmsar áttir og er ekki eins fast í hefðunum eins og fyrir jólin. Það er mikið í nautakjöti, það er algjört æði fyrir Wellington nautalundum, og villibráð, lamb og fleira,” segir Jón Örn Stefánsson, eigandi Kjötkompaní og segist búast við stríðum straumi fólks í dag. 

„Það verður mikið fjör hérna. Við erum með opið í fjóra tíma og þurfum að afgreiða þrjú til fjögur hundruð pantanir. En svo eru alltaf einhverjir sem mæta fimm mínútum fyrir lokun og eru að spá í hvað þeir eigi að hafa í matinn.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×