Innlent

Síðasti ríkisráðsfundurinn

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Ráðherrar núverandi ríkisstjórnar komu saman til síðasta ríkisráðsfundar ársins á Bessastöðum klukkan tíu í morgun. Þetta verður líklega síðasti hefðbundni fundur ríkisstjórnarinnar áður en ný stjórn tekur við.

Ný ríkisstjórn verður mynduð eftir áramót og gera má ráð fyrir að hún verði skipuð Sjálfstæðisflokki, Viðreisn og Bjartri framtíð. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fékk í gær formlegt umboð til stjórnarmyndunar en hann hefur átt í viðræðum við formenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar undanfarna daga.

Formenn flokkanna ætla að funda strax eftir áramót, eða 2. janúar næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×