"Þetta kom eins og þruma úr heiðskíru lofti“ Hersir Aron Ólafsson skrifar 20. júlí 2018 20:00 Sérfræðingur segir allt benda til þess að rækjuiðnaðurinn á Íslandi muni hreinlega hverfa á næstu árum. Bæjarstjóri Grundarfjarðar segir lokun rækjuvinnslu FISK Seafood vera afar þungt högg fyrir bæinn. Líkt og fram kom í gær mun 21 starfsmaður rækjuvinnslunnar í Grundarfirði missa vinnuna vegna lokunarinnar, þar af nítján um næstu mánaðamót.Frétt Vísis: Rækjuvinnslu lokað í Grundarfirði og 21 missir vinnuna„Þetta kom eins og þruma úr heiðskíru lofti í rauninni í gær. Við höfðum ekki vitað neitt af þessu fyrr en fréttamenn hringdu í okkur, það fannst okkur svolítið erfitt,“ segir bæjarstjórinn Þorsteinn Steinsson. Íbúar Grundarfjarðar á Snæfellsnesi eru 843 samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þorsteinn kveðst hafa skilning á aðstæðum fyrirtækisins, en ákvörðunin sé þungt högg fyrir bæinn allan. „Þarna er náttúrulega starfsfólk, liðlega 20 manns, sem eru að missa störfin sín. Það er náttúrulega mjög þungt fyrir þessa einstaklinga. Að hverju eiga þeir að hverfa? Og samfélagið í heild finnur náttúrulega verulega fyrir þessu,“ segir Þorsteinn.Veiðarnar brot af því sem áður var Í samtali við Vísi sagði Friðbjörn Ásbjörnsson, aðstoðarframkvæmdastjóri FISK Seafood, stöðuna erfiða og rækjuveiðar séu orðnar innan við 10% af því sem var þegar best lét. Guðmundur Þórðarson, sviðsstjóri botnsjávarlífríkissviðs hjá Hafrannsóknarstofnun, segir þessa greiningu ekki fjarri lagi. „Nánast síðan um aldamót hefur ekki verið veidd rækja fyrir norðan land. Einu innfjarðarsvæðin sem eftir eru eru Ísafjörður og Arnarfjörður, reyndar hafa ekki verið veiðar í Arnarfirði á yfirstandandi vertíð. Snæfellsrækjan var mjög lítil miðað við það sem verið hefur og Eldeyjarrækjan var t.a.m. ekki í fyrra þannig að Vesturlandið er líka mjög slæmt. Það sem helst hangir inni er kannski úthafsrækjan og þá í Ísafjarðardjúpi,“ segir Guðmundur.Þorskurinn étur rækjuna Þannig hafi rækjustofnar minnkað mikið undanfarin ár. Ástæðurnar séu stækkandi þorskstofn og umhverfisbreytingar, en nokkur hlýnun hafi t.a.m. mælst í fjörðum við Norðurland. En má þá búast við því að veiði og vinnsla rækju leggist alfarið af hér á landi? „Það bendir allt til þess. Þorskstofninn hefur verið að stækka, það var tekin stefna af stjórnvöldum að byggja upp þorskstofninn. Þorskurinn nærist á rækju, þannig að það er ekki sjáanlegt að rækja muni vaxa í miklum mæli á næstu árum,“ segir Guðmundur. Grundarfjörður Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Sérfræðingur segir allt benda til þess að rækjuiðnaðurinn á Íslandi muni hreinlega hverfa á næstu árum. Bæjarstjóri Grundarfjarðar segir lokun rækjuvinnslu FISK Seafood vera afar þungt högg fyrir bæinn. Líkt og fram kom í gær mun 21 starfsmaður rækjuvinnslunnar í Grundarfirði missa vinnuna vegna lokunarinnar, þar af nítján um næstu mánaðamót.Frétt Vísis: Rækjuvinnslu lokað í Grundarfirði og 21 missir vinnuna„Þetta kom eins og þruma úr heiðskíru lofti í rauninni í gær. Við höfðum ekki vitað neitt af þessu fyrr en fréttamenn hringdu í okkur, það fannst okkur svolítið erfitt,“ segir bæjarstjórinn Þorsteinn Steinsson. Íbúar Grundarfjarðar á Snæfellsnesi eru 843 samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þorsteinn kveðst hafa skilning á aðstæðum fyrirtækisins, en ákvörðunin sé þungt högg fyrir bæinn allan. „Þarna er náttúrulega starfsfólk, liðlega 20 manns, sem eru að missa störfin sín. Það er náttúrulega mjög þungt fyrir þessa einstaklinga. Að hverju eiga þeir að hverfa? Og samfélagið í heild finnur náttúrulega verulega fyrir þessu,“ segir Þorsteinn.Veiðarnar brot af því sem áður var Í samtali við Vísi sagði Friðbjörn Ásbjörnsson, aðstoðarframkvæmdastjóri FISK Seafood, stöðuna erfiða og rækjuveiðar séu orðnar innan við 10% af því sem var þegar best lét. Guðmundur Þórðarson, sviðsstjóri botnsjávarlífríkissviðs hjá Hafrannsóknarstofnun, segir þessa greiningu ekki fjarri lagi. „Nánast síðan um aldamót hefur ekki verið veidd rækja fyrir norðan land. Einu innfjarðarsvæðin sem eftir eru eru Ísafjörður og Arnarfjörður, reyndar hafa ekki verið veiðar í Arnarfirði á yfirstandandi vertíð. Snæfellsrækjan var mjög lítil miðað við það sem verið hefur og Eldeyjarrækjan var t.a.m. ekki í fyrra þannig að Vesturlandið er líka mjög slæmt. Það sem helst hangir inni er kannski úthafsrækjan og þá í Ísafjarðardjúpi,“ segir Guðmundur.Þorskurinn étur rækjuna Þannig hafi rækjustofnar minnkað mikið undanfarin ár. Ástæðurnar séu stækkandi þorskstofn og umhverfisbreytingar, en nokkur hlýnun hafi t.a.m. mælst í fjörðum við Norðurland. En má þá búast við því að veiði og vinnsla rækju leggist alfarið af hér á landi? „Það bendir allt til þess. Þorskstofninn hefur verið að stækka, það var tekin stefna af stjórnvöldum að byggja upp þorskstofninn. Þorskurinn nærist á rækju, þannig að það er ekki sjáanlegt að rækja muni vaxa í miklum mæli á næstu árum,“ segir Guðmundur.
Grundarfjörður Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira