Arsenal gæti þurft að endurgreiða aðdáendum sínum yfir 4 milljónir punda Ísak Hallmundarson skrifar 29. febrúar 2020 10:45 Mikel Arteta þjálfari Arsenal vísir/getty Slæmt gengi Arsenal í bikarkeppnum gæti haft áhrif á budduna hjá félaginu. Liðið gæti þurft að endurgreiða aðdáendum sínum miða ef það tapar í FA-bikarnum á mánudaginn. Þeir sem keyptu ársmiða á heimaleiki Arsenal borguðu fyrir að fá að horfa á sjö bikarleiki á Emirates-vellinum á leiktíðinni. Eins og staðan er núna hefur Arsenal einungis spilað fimm heimaleiki í bikarkeppnum, en liðið féll úr leik í Evrópudeildinni í vikunni. Fari svo að Arsenal tapi gegn Portsmouth á útivelli í FA-bikarnum næsta mánudag, þarf félagið að bjóða aðdáendum sínum endurgreiðslu fyrir tvo heimaleiki. Það myndi einnig gerast ef liðið kemst áfram á mánudaginn en er síðan dregið aftur á útivöll í næstu umferð og fellur þá úr leik. Upphæðin sem ársmiðahafar fá er breytileg eftir því hvar þeir eru með sæti á vellinum en Arsenal má búast við að þurfa að borga að meðaltali um 50 pund til hvers ársmiðahafa fyrir hvern heimaleik sem liðið spilar ekki. Reiknað er með að það verði yfir 4,5 milljónir punda allt í allt. Aðdáendurnir geta síðan valið hvort þeir fái peninginn lagðan inn á sig eða afslátt af ársmiðum næsta tímabils. Til að bæta gráu ofan á svart þýðir það að Arsenal féll úr leik í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar eftir tap gegn Olympiakos í gær að félagið fær aðeins 15 milljónir punda fyrir þátttöku sína í Evrópudeildinni á þessari leiktíð. Til samanburðar fékk félagið 40 milljónir punda fyrir að fara í úrslitin á síðasta ári. Liðið er einnig í slæmri stöðu í ensku úrvalsdeildinni, fjórum stigum frá öruggu sæti í Evrópudeildinni á næstu leiktíð, en það hefur ekki gerst síðan árið 1995 að Arsenal taki ekki þátt í Evrópukeppni. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Sjáðu hvernig Aubameyang fór úr hetju í skúrk á mettíma | Myndband Pierre-Emerick Aubameyang skoraði eitt mark en hefði átt að skora tvö er Arsenal mætti Olympiakos í Evrópudeildinni í gærkvöldi. Arsenal er úr leik eftir framlengdan leik. 28. febrúar 2020 12:00 Martin Keown hakkaði Arsenal í sig: „Þetta er hrikalegt“ Arsenal datt út úr Evrópudeildinni í gærkvöldi er liðið tapaði 2-1 á heimavelli gegn Olympiakos í síðari leik liðanna. Framlengja þurfti leikinn og kom sigurmarkið í uppbótartíma. 28. febrúar 2020 15:00 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Fleiri fréttir Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Sjá meira
Slæmt gengi Arsenal í bikarkeppnum gæti haft áhrif á budduna hjá félaginu. Liðið gæti þurft að endurgreiða aðdáendum sínum miða ef það tapar í FA-bikarnum á mánudaginn. Þeir sem keyptu ársmiða á heimaleiki Arsenal borguðu fyrir að fá að horfa á sjö bikarleiki á Emirates-vellinum á leiktíðinni. Eins og staðan er núna hefur Arsenal einungis spilað fimm heimaleiki í bikarkeppnum, en liðið féll úr leik í Evrópudeildinni í vikunni. Fari svo að Arsenal tapi gegn Portsmouth á útivelli í FA-bikarnum næsta mánudag, þarf félagið að bjóða aðdáendum sínum endurgreiðslu fyrir tvo heimaleiki. Það myndi einnig gerast ef liðið kemst áfram á mánudaginn en er síðan dregið aftur á útivöll í næstu umferð og fellur þá úr leik. Upphæðin sem ársmiðahafar fá er breytileg eftir því hvar þeir eru með sæti á vellinum en Arsenal má búast við að þurfa að borga að meðaltali um 50 pund til hvers ársmiðahafa fyrir hvern heimaleik sem liðið spilar ekki. Reiknað er með að það verði yfir 4,5 milljónir punda allt í allt. Aðdáendurnir geta síðan valið hvort þeir fái peninginn lagðan inn á sig eða afslátt af ársmiðum næsta tímabils. Til að bæta gráu ofan á svart þýðir það að Arsenal féll úr leik í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar eftir tap gegn Olympiakos í gær að félagið fær aðeins 15 milljónir punda fyrir þátttöku sína í Evrópudeildinni á þessari leiktíð. Til samanburðar fékk félagið 40 milljónir punda fyrir að fara í úrslitin á síðasta ári. Liðið er einnig í slæmri stöðu í ensku úrvalsdeildinni, fjórum stigum frá öruggu sæti í Evrópudeildinni á næstu leiktíð, en það hefur ekki gerst síðan árið 1995 að Arsenal taki ekki þátt í Evrópukeppni.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Sjáðu hvernig Aubameyang fór úr hetju í skúrk á mettíma | Myndband Pierre-Emerick Aubameyang skoraði eitt mark en hefði átt að skora tvö er Arsenal mætti Olympiakos í Evrópudeildinni í gærkvöldi. Arsenal er úr leik eftir framlengdan leik. 28. febrúar 2020 12:00 Martin Keown hakkaði Arsenal í sig: „Þetta er hrikalegt“ Arsenal datt út úr Evrópudeildinni í gærkvöldi er liðið tapaði 2-1 á heimavelli gegn Olympiakos í síðari leik liðanna. Framlengja þurfti leikinn og kom sigurmarkið í uppbótartíma. 28. febrúar 2020 15:00 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Fleiri fréttir Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Sjá meira
Sjáðu hvernig Aubameyang fór úr hetju í skúrk á mettíma | Myndband Pierre-Emerick Aubameyang skoraði eitt mark en hefði átt að skora tvö er Arsenal mætti Olympiakos í Evrópudeildinni í gærkvöldi. Arsenal er úr leik eftir framlengdan leik. 28. febrúar 2020 12:00
Martin Keown hakkaði Arsenal í sig: „Þetta er hrikalegt“ Arsenal datt út úr Evrópudeildinni í gærkvöldi er liðið tapaði 2-1 á heimavelli gegn Olympiakos í síðari leik liðanna. Framlengja þurfti leikinn og kom sigurmarkið í uppbótartíma. 28. febrúar 2020 15:00