Flateyringar enn innlyksa Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. janúar 2020 06:36 Frá Flateyri á þriðjudagskvöld. Flateyrarvegur er enn lokaður eftir snjóflóðin sem þar féllu á þriðjudag og íbúar Flateyrar því enn innlyksa. Að öðru leyti er færðin að komast í samt horf á Vestfjörðum eftir ófærð og lokanir síðustu daga.Að sögn Vegagerðarinnar er búið að moka í gegnum snjóflóðin sem fallið höfðu í Skötufirði „og þar með er síðasta haftið farið af leiðinni.“ Að sama skapi er orðið fært til Suðureyrar og búið að opna Gemlufallsheiði. Vegirnir um Þröskulda og Steingrímsfjarðarheiði eru jafnframt opnir. Veðrið á norðanverðum Vestfjörðum er prýðilegt þessa stundina, að sögn Gylfa Þórs Gíslasonar hjá lögreglunni á Ísafirði. Engin ofankoma og hægur vindur. Nóttin var „virkilega róleg,“ engin útköll tengd hamförum þriðjudagsins. Hættustigi vegna snjóflóða sem lýst var yfir í fyrradag á norðanverðum Vestfjörðum var aflýst í gærkvöld. Þá var rýmingum á svæðinu einnig aflétt og allir sem þurftu að yfirgefa hús sín mega því snúa heim til sín. Á það jafnt við um íbúa Seljalandshverfis á Ísafirði og Flateyringa. Þeir síðarnefndu þurftu að fá „inni á Eyrinni“ að sögn Gylfa enda hefur Flateyrarvegur verið lokaður og íbúar sveitarfélagsins því innlyksa. Af þeim sökum hefur þyrla Landhelgisgæslunnar sinnti ýmis konar flutningum fyrir Flateyringa og aðra Vestfirðinga síðastliðinn sólarhring. Ekki aðeins flutti hún óþreytt björgunarsveitarfólk vestur á ellefta tímanum í gærkvöldi heldur hafði hún áður verið nýtt til að ferja rafhlöður á Suðureyri, 100 kíló af matvælum fyrir Flateyri auk annarra vista og búnaðar. Ísafjarðarbær Samgöngur Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Tengdar fréttir Fljúga til vonar og vara með björgunarsveitarfólk vestur Ákveðið hefur verið að flytja fulla þyrlu af björgunarsveitarfólki frá höfuðborgarsvæðinu til Vestfjarða í kvöld. Þetta staðfestir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi hjá Landsbjörg. 15. janúar 2020 16:42 Þyrlan enn á ný send á Vestfirði vegna snjóflóðanna Þyrla Landhelgisgæslunnar lagði af stað frá Reykjavík til Vestfjarða um tíuleytið í kvöld með óþreytt björgunarsveitarfólk. 15. janúar 2020 23:34 Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út í sjúkraflug á Vestfirði Á þriðja tímanum í dag var áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar kölluð út til þess að fara í sjúkraflug vestur á Flateyri og Ísafjörð. 15. janúar 2020 15:32 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira
Flateyrarvegur er enn lokaður eftir snjóflóðin sem þar féllu á þriðjudag og íbúar Flateyrar því enn innlyksa. Að öðru leyti er færðin að komast í samt horf á Vestfjörðum eftir ófærð og lokanir síðustu daga.Að sögn Vegagerðarinnar er búið að moka í gegnum snjóflóðin sem fallið höfðu í Skötufirði „og þar með er síðasta haftið farið af leiðinni.“ Að sama skapi er orðið fært til Suðureyrar og búið að opna Gemlufallsheiði. Vegirnir um Þröskulda og Steingrímsfjarðarheiði eru jafnframt opnir. Veðrið á norðanverðum Vestfjörðum er prýðilegt þessa stundina, að sögn Gylfa Þórs Gíslasonar hjá lögreglunni á Ísafirði. Engin ofankoma og hægur vindur. Nóttin var „virkilega róleg,“ engin útköll tengd hamförum þriðjudagsins. Hættustigi vegna snjóflóða sem lýst var yfir í fyrradag á norðanverðum Vestfjörðum var aflýst í gærkvöld. Þá var rýmingum á svæðinu einnig aflétt og allir sem þurftu að yfirgefa hús sín mega því snúa heim til sín. Á það jafnt við um íbúa Seljalandshverfis á Ísafirði og Flateyringa. Þeir síðarnefndu þurftu að fá „inni á Eyrinni“ að sögn Gylfa enda hefur Flateyrarvegur verið lokaður og íbúar sveitarfélagsins því innlyksa. Af þeim sökum hefur þyrla Landhelgisgæslunnar sinnti ýmis konar flutningum fyrir Flateyringa og aðra Vestfirðinga síðastliðinn sólarhring. Ekki aðeins flutti hún óþreytt björgunarsveitarfólk vestur á ellefta tímanum í gærkvöldi heldur hafði hún áður verið nýtt til að ferja rafhlöður á Suðureyri, 100 kíló af matvælum fyrir Flateyri auk annarra vista og búnaðar.
Ísafjarðarbær Samgöngur Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Tengdar fréttir Fljúga til vonar og vara með björgunarsveitarfólk vestur Ákveðið hefur verið að flytja fulla þyrlu af björgunarsveitarfólki frá höfuðborgarsvæðinu til Vestfjarða í kvöld. Þetta staðfestir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi hjá Landsbjörg. 15. janúar 2020 16:42 Þyrlan enn á ný send á Vestfirði vegna snjóflóðanna Þyrla Landhelgisgæslunnar lagði af stað frá Reykjavík til Vestfjarða um tíuleytið í kvöld með óþreytt björgunarsveitarfólk. 15. janúar 2020 23:34 Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út í sjúkraflug á Vestfirði Á þriðja tímanum í dag var áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar kölluð út til þess að fara í sjúkraflug vestur á Flateyri og Ísafjörð. 15. janúar 2020 15:32 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira
Fljúga til vonar og vara með björgunarsveitarfólk vestur Ákveðið hefur verið að flytja fulla þyrlu af björgunarsveitarfólki frá höfuðborgarsvæðinu til Vestfjarða í kvöld. Þetta staðfestir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi hjá Landsbjörg. 15. janúar 2020 16:42
Þyrlan enn á ný send á Vestfirði vegna snjóflóðanna Þyrla Landhelgisgæslunnar lagði af stað frá Reykjavík til Vestfjarða um tíuleytið í kvöld með óþreytt björgunarsveitarfólk. 15. janúar 2020 23:34
Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út í sjúkraflug á Vestfirði Á þriðja tímanum í dag var áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar kölluð út til þess að fara í sjúkraflug vestur á Flateyri og Ísafjörð. 15. janúar 2020 15:32