Kristín Ingólfsdóttir til starfa hjá MIT Stefán Árni Pálsson skrifar 12. janúar 2015 10:59 Kristín Ingólfsdóttir hættur störfum hjá HÍ þann 30. júní næstkomandi. VISIR/Birgir ísleifur Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands og prófessor við Lyfjafræðideild, hefur þegið boð um að verða gestaprófessor við Massachusetts Institute of Technology (MIT) eftir að hún lýkur störfum sem rektor HÍ síðar á þessu ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Háskóla Íslands. Kristín mun starfa í tengslum við tvær stofnanir innan MIT. Annars vegar er um að ræða Stofnun í stafrænni kennslu (digital learning) og edX, sem er samstarfsnet MIT og yfir 40 annarra háskóla og stofnana víðs vegar um heim. EdX býður ókeypis opin námskeið á háskólastigi á netinu, svokölluð massive open online courses (MOOCs). Í tilkynningunni segir að Kristín hafi haft mikinn áhuga á þróun þessara og annars konar nýrra kennsluhátta og á áhrifum opinnar þekkingarmiðlunar á starfsemi háskóla. Háskólaráð HÍ skipaði starfshóp fljótlega eftir að háskólar í Bandaríkjunum opnuðu aðgang að námsefni sínu gegnum edX og Coursera fyrir þremur árum. Starfshópurinn kortlagði kosti, galla og tækifæri af þessari þróun fyrir HÍ, en mikil gróska hefur verið í þróun nýrra kennsluhátta innan skólans. Þá hefur Kristín sem stjórnarmaður í Samtökum evrópskra háskóla (European University Association; EUA) leitt nefnd sem fylgist með þróun stafrænna kennsluhátta og miðlar til 850 háskóla sem eru í samtökunum. Kristín hefur skrifað greinar um þessa þróun, nú nýlega grein sem birtist í bandaríska verkfræðitímaritinu Proceedings of the Institute of Electrical and Electronics Engineers (IEEE). Kristín mun einnig tengjast MIT Media Lab sem er nýsköpunarsetur skólans. Þar fara fram rannsóknir og útfærsla nýstárlegra hugmynda þvert á hefðbundna skilgreiningu og skipulag fræðigreina. Verkefnin snúa meðal annars að tæknilausnum við meðhöndlun sjúkdóma og leiðum til að bæta líf sjónskertra, fatlaðra og fólks sem misst hefur útlimi. Mikið er lagt upp úr tengslum líf- og læknisfræði við verkfræði sem og tengslum sálfræði, félagsfræði og tæknigreina vegna þróunar samfélagsmiðla, nýrra aðferða við kennslu og nám og annarra tæknilausna í daglegu lífi okkar. „Ég er mjög spennt að fá tækifæri til að tengja mína fræðigrein, lyfjafræði, við þróun í upplýsingatækni og lífverkfræði til að bæta greiningu og meðhöndlun sjúkdóma og tengsl við sjúklinga. Ég vonast til að þessi vinna geti nýst sem efniviður inn í þverfræðilegt starf við Háskóla Íslands, en við höfum lagt áherslu á að auka það markvisst undanfarin ár.“ Kristín verður áfram stjórnarmaður í háskólaráði Háskólans í Lúxemborg eftir að hún lætur af störfum sem rektor Háskóla Íslands 30. júní nk. og þá mun hún einnig starfa áfram að verkefnum fyrir Samtök evrópskra háskóla (EUA). Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira
Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands og prófessor við Lyfjafræðideild, hefur þegið boð um að verða gestaprófessor við Massachusetts Institute of Technology (MIT) eftir að hún lýkur störfum sem rektor HÍ síðar á þessu ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Háskóla Íslands. Kristín mun starfa í tengslum við tvær stofnanir innan MIT. Annars vegar er um að ræða Stofnun í stafrænni kennslu (digital learning) og edX, sem er samstarfsnet MIT og yfir 40 annarra háskóla og stofnana víðs vegar um heim. EdX býður ókeypis opin námskeið á háskólastigi á netinu, svokölluð massive open online courses (MOOCs). Í tilkynningunni segir að Kristín hafi haft mikinn áhuga á þróun þessara og annars konar nýrra kennsluhátta og á áhrifum opinnar þekkingarmiðlunar á starfsemi háskóla. Háskólaráð HÍ skipaði starfshóp fljótlega eftir að háskólar í Bandaríkjunum opnuðu aðgang að námsefni sínu gegnum edX og Coursera fyrir þremur árum. Starfshópurinn kortlagði kosti, galla og tækifæri af þessari þróun fyrir HÍ, en mikil gróska hefur verið í þróun nýrra kennsluhátta innan skólans. Þá hefur Kristín sem stjórnarmaður í Samtökum evrópskra háskóla (European University Association; EUA) leitt nefnd sem fylgist með þróun stafrænna kennsluhátta og miðlar til 850 háskóla sem eru í samtökunum. Kristín hefur skrifað greinar um þessa þróun, nú nýlega grein sem birtist í bandaríska verkfræðitímaritinu Proceedings of the Institute of Electrical and Electronics Engineers (IEEE). Kristín mun einnig tengjast MIT Media Lab sem er nýsköpunarsetur skólans. Þar fara fram rannsóknir og útfærsla nýstárlegra hugmynda þvert á hefðbundna skilgreiningu og skipulag fræðigreina. Verkefnin snúa meðal annars að tæknilausnum við meðhöndlun sjúkdóma og leiðum til að bæta líf sjónskertra, fatlaðra og fólks sem misst hefur útlimi. Mikið er lagt upp úr tengslum líf- og læknisfræði við verkfræði sem og tengslum sálfræði, félagsfræði og tæknigreina vegna þróunar samfélagsmiðla, nýrra aðferða við kennslu og nám og annarra tæknilausna í daglegu lífi okkar. „Ég er mjög spennt að fá tækifæri til að tengja mína fræðigrein, lyfjafræði, við þróun í upplýsingatækni og lífverkfræði til að bæta greiningu og meðhöndlun sjúkdóma og tengsl við sjúklinga. Ég vonast til að þessi vinna geti nýst sem efniviður inn í þverfræðilegt starf við Háskóla Íslands, en við höfum lagt áherslu á að auka það markvisst undanfarin ár.“ Kristín verður áfram stjórnarmaður í háskólaráði Háskólans í Lúxemborg eftir að hún lætur af störfum sem rektor Háskóla Íslands 30. júní nk. og þá mun hún einnig starfa áfram að verkefnum fyrir Samtök evrópskra háskóla (EUA).
Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira