Erlent

Fimm ár frá skjálftanum á Haíti

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Mótmæli hafa verið í Haítí reglulega síðustu daga og vikur.
Mótmæli hafa verið í Haítí reglulega síðustu daga og vikur. vísir/ap
Íbúar Haítí komu saman víða um landið í dag til að minnast þess að fimm ár eru liðin frá því að jarðskjálfti, sjö að stærð, reið yfir landið. Upptök skjálftans voru aðeins 25 kílómetra fyrir utan höfuðborgina Port-au Prince en borgin, og svæðin í kring, lögðust nánast í rúst eftir skjálftann.

Skjálftinn átti sér stað skömmu fyrir klukkan fimm síðdegis þann 12. janúar 2015. Stjórnvöld á Haítí gáfu út að yfir 300.000 manns hafi látist í hamförunum en sú tala hefur verið dregin í efa og er talið að hún sé nokkuð ýkt. Engin formleg talning fór fram á því hve margir týndu lífinu.

Mannfjöldi kom saman í messu í nýlegri kirkju sem var reist skammt frá þeim stað þar sem gamla þjóðardómkirkjan stóð áður. Sú kirkja hrundi í skjálftanum.

Haítí er eitt fátækasta ríki heimsins og hafði skjálftinn einnig þær afleiðingar að forseti landsins, René Préval, tapaði kosningum árið 2011. Michel Martelly, sem áður var þekktur tónlistarmaður í landinu undir nafninu Sweet Micky, hefur verið forseti síðan þá.

Spilling er töluverð í landinu og hafa óeirðir brotist út á undanförnum mánuðum til að mótmæla ástandinu í landinu. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum hefur landið fengið um tíu milljarða bandaríkjadollara í aðstoð frá hörmungunum. Aðstoðin hefur bæði verið í formi neyðarvista og peninga.

Þrátt fyrir það er það mat alþjóðastofnana að ríflega helmingur þjóðarinnar lifi undir fátæktarmörkum. Ástandið virðist ekki ætla að skána í bráð en pattstaða ríkir á milli Martelly og þingsins og ófyrirséð hvenær úr henni leysist.


Tengdar fréttir

Biðja um 490 milljarða fyrir Haítí

Sameinuðu þjóðirnar munu í þessari viku biðja þjóðir heims um að veita næstum 490 milljarða íslenskra króna til að fjármagna enduruppbyggingu í Haítí eftir jarðskjálftann í janúar.

Hópnauðganir á Haiti

Vopnuð gengi glæpamanna fara um flóttamannabúðir á Haiti og hópnauðga konum án þess að nokkuð sé að gert, að sögn Amnesty International.

Haítí vantar lækna, lyf og búnað strax

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hvatti þjóðir álfunnar í gær til að senda Haítí­búum neyðaraðstoð til að auðvelda baráttu gegn kólerufaraldri á eyjunni.

Haíti: Hjálparstarfið hefur safnað 21 milljón

12,3 milljónir króna hafa safnast í páskasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar fyrir Haíti en stofnunin hefur þá samanlagt safnað tæplega 21 milljón króna til uppbyggingar á Haítí en landið fór illa út úr jarðskjálftanum í lok janúar.

Rapparinn fær ekki að bjóða sig fram

Rapparinn Wyclef Jean sem kom öllum í opna skjöldu fyrir nokkrum vikum og sagðist ætla að bjóða sig fram til forsetaembættis Haíti má ekki bjóða sig fram samkvæmt yfirkjörstjórn landsins. Frá þessu var greint í gær og verður listi yfir frambjóðendur birtur í heild sinni í dag.

Þrjú ár að hreinsa til á Haítí

Forseti Haítís segir að það muni taka þrjú ár að fjarlægja húsarústir úr höfuðborginni Port au Prince og fyrr verði ekki hægt að hefja endurreisn af fullum krafti.

Ísland hefur staðið við framlög til Haítí

Íslensk stjórnvöld hafa veitt 96,1 milljón króna í hjálpar- og uppbyggingarstarf á Haítí frá því að jarðskjálfti reið þar yfir fyrir rúmu hálfu ári. Þau hafa því nú þegar staðið við öll þau framlög sem lofað hafði verið, að sögn Auðuns Atlasonar, deildarstjóra í utanríkisráðuneytinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×