Tónlistargeirinn í sárum vegna fráfalls Geira Sæm Jakob Bjarnar skrifar 17. desember 2019 11:26 Geiri Sæm féll frá á sunnudaginn eftir baráttu við krabbamein. Hér má sjá hann árið 2016 í Bylgjustúdíóinu. Íslenski tónlistargeirinn grætur nú Ásgeir Magnús Sæmundsson sem betur var þekktur sem Geiri Sæm. Hann greindist með krabbamein í vor og tapaði því stríði á sunnudaginn. Hann lést að heimili sínu umvafinn fjölskyldu. Eftirlifandi eiginkona Geira er Anna Sigrún Auðunsdóttir og dætur þeirra eru Sonja og Ásgerður. Fjöldinn allur af tónlistar- og fjölmiðlafólki minnist Geira á Facebook eftir að fréttist af andláti hans. Samfélagsmiðilinn er að nokkru undirlagður af saknaðarkveðjum og deilingum á tónlist hans.Ásgeir fæddist í Reykjavík 29. nóvember 1964. Hann stundaði tónlistarnám og byrjaði ungur að semja tónlist og eftir hann liggja fjórar hljómplötur sem hann gaf út ásamt félögum sínum í Pax Vobis og Hunangstunglinu sem og fjöldinn allur af óútgefnu efni. Mikil eftirsjá Einn þeirra sem skrifar um þennan ástsæla tónlistarmann er tónlistar- og fjölmiðlamaðurinn Jón Ólafsson: „Geiri Sæm, samferðamaður og kollegi í listinni, er fallinn frá aðeins 55 ára að aldri. Hann hafði barist við krabbamein og laut loks í lægra haldi á sunnudaginn var. Þegar ég rifja upp kynni mín af þessum ljúfa manni þá er hógværð fyrsta orðið sem mér dettur í hug. Væri honum hrósað þá brást hann við með feimnislegu brosi og þakkaði einlægt fyrir. Geiri vakti fyrst athygli með hljómsveitinni Pax Vobis og síðar Hunangstunglinu. Lög eins og Froðan, Rauður bíll og Sterinn eru meðal laga sem náðu miklum vinsældum; hið fyrstnefnda öðlaðist reyndar nýtt líf fyrir nokkrum árum með öðrum flytjendum. Hann dró sig að mestu út úr sviðsljósinu eftir nokkur gifturík ár í tónlistarbransanum og matreiðslan tók yfir en hann var frábær kokkur og vinsæll sem slíkur. Músíkin togaði þó alltaf í og hann samdi áfram lög og texta og annað veifið heyrði maður frá honum nýtt efni. Geiri var mikill KR-ingur og ég get ímyndað mér að Íslandsmeistaratitill mfl.karla á þessu ári hafi glatt þennan góða dreng verulega. Við spiluðum nokkrum sinnum saman og milli okkar ríkti gagnkvæm virðing, skilningur og hlýja í garð hvors annars. Það er mikil eftirsjá af Ásgeiri Magnúsi Sæmundssyni og ég sendi aðstandendum hans og vinum mínar dýpstu samúðarkveðjur.“ Næmari og einlægari en gerist og gengur Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri innlendrar dagskrár á Ríkissjónvarpinu er einn hinna fjölmörgu sem minnist Geira á Facebook. „Ég var alltaf sérlega hrifinn af Geira Sæm.Allar götur frá mjög svo sannfærandi og seiðandi Sylvian-skotinni tilraunastarfsemi hans og snillinganna félaga hans í Pax Vobis, til ógleymanlegra poppperla sem hann laðaði fram með Hunangstunglinu sínu. Geir var einstakur íslenskur poppari; djarfari, næmari og einlægari en aðrir. Þorði að sigla á móti straumnum, fara sínar eigin leiðir í laga- og textasmíðum og hélt tryggð við bakgrunn sinn og innblástur, á meðan aðrir feyktust um með tíðarandanum, straumum og stefnum. Það var styrkur hans og sérkenni. Hans verður sárt saknað.“ Annar fjölmiðlamaður sem vottar fjölskyldu og vinum samúð sína á Facebook er Þórður Helgi Þórðarson sem betur er þekktur sem Doddi litli. „Ein af mínum helstu hetjum er fallinn frá, hafði gífurleg áhrif á mig og minn tónlistarsmekk allt frá fyrstu plötunni sem hann gaf út með hinni mögnuðu hljomsveit Pax Vobis. Ég fékk þann heiður að kynnast þessum hægláta meistara, bæði í spjalli um tónlist og annað. Að mínu mati einn vanmetnasti tónlistarmaður íslensku dægurlagasögunnar. Ég votta aðstandendum og vinum mína dýpstu samúð. Sem betur fer getur þjóðin nú heyrt alla hans tónlist á Spotify, allt frá Pax Vobis til hans nýjasta lags Sooner or later og hvet ég alla til þess kynna sér þennan frábæra tónlistarmann og góða dreng.“ Falleg manneskja full af hæfileikum Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens er meðal þeirra sem minnist Geira. „Tónlistarmaðurinn og matreiðslumeistarinn Ásgeir Magnús Sæmundsson, betur þekktur sem Geiri Sæm, lést á heimili sínu í Reykjavík þann 15. desember. Hann var kunningi minn við áttum samleið svo lengi, falleg manneskja fullur af hæfileikum. Við komum og við förum þannig er Lífið. farðu í friði vinur minn kær svo vöknum við með sól að morgni samúðarkveðja vina og vandamanna.“ Bubbi spjallaði við Geira og fór yfir ferilinn með honum í þáttunum Stál og hnífur á Bylgjunni en hægt er að hlusta á þá hér á útvarpsvef Vísis. Og Egill Helgason sjónvarpsmaður segir: „Elsku Geiri, mikið er þetta sorglegt aðeins viku fyrir jól. Góður og ljúfur drengur fallinn frá í blóma lífsins.“ Jónatan Garðarsson útvarpsmaður og tónlistarsérfræðingur segir að Geiri hafi verið einstaklega góður tónlistarmaður. „Kynntist honum þegar Pax Vobis voru að vinna að plötunni sinni og alltaf gott að ræða við hann um heima og geima. Samúðarkveðjur til fjölskyldu hans og vina.“ Magnaður músíkant og yndisleg manneskja Frosti Logason útvarpsmaður segir frá því þegar Geiri dustaði rykið af gítarnum árið 2012. „Elsku Geiri, greindist með krabbamein fyrir nokkrum mánuðum og tapaði orrustunni á sunnudaginn síðasta. Rétt fyrir jól. Ofboðslega sorglegt. Þessi góði drengur var alveg magnaður músíkant og yndisleg manneskja. Við vorum svo stoltir strákarnir á Xinu árið 2012 þegar við fengum hann til að dusta rykið af gítarnum og stíga aftur á svið eftir margra ára hlé. Við komum honum í samband við hljómsveitina Kiriyama Family og þeir æfðu saman upp nokkurra laga prógram sem þeir svo spiluðu á tónleikum okkar á Menningarnótt það árið. Öll bestu lögin hans Geira. Geiri var þvílíkt glaður með þetta og var auðvitað yfir sig hrifin af meðleikurum sínum sem voru eins og hann, allt stórkostlegir tónlistarmenn. Hann hrósaði þeim þvílíkt og var sjálfur hógværðin uppmáluð. Hvíl í friði elsku Geiri minn og góða ferð til hunangstunglsins,“ skrifar Frosti og sendir ástarkveðjur til fjölskyldu Geira og vina. Of langt mál er að telja til sögunnar alla þá fjölmörgu sem minnast Geira Sæm á Facebook en víst er að hann átti hug og hjörtu margra Íslendinga, var einstaklega vel liðinn og elskaður af mörgum. Æviágrip Ásgeir er sonur hjónanna Ásgerðar Ásgeirsdóttur húsmóður og Sæmundar Pálssonar húsasmíðameistara og lögreglumanns sem er betur þekktur sem Sæmi Rokk. Þegar hann fæddist árið 1964 bjó fjölskyldan í Sólheimum í Reykjavík, flutti svo á Álfhólfsveg í Kópavogi og bjó þar um tíma en festi svo rætur í Sörlaskjólinu þar sem Ásgeir ólst upp með þremur systrum sínum en þær eru Arna Sigríður fædd 1959, Hildur Vera fædd 1961 og Theódóra Svanhildur fædd 1969. Ásgeir bjó í Vesturbænum í tæp 50 ár. Hann var KR-ingur í húð og hár og æfði knattspyrnu með félaginu upp alla yngri flokkana. Hann þótti efnilegur knattspyrnumaður og naut þess að spila fótbolta með félögum sínum í hverri viku allt þar til hann veiktist. Hann hélt af ástríðu með KR og fagnaði því vel þegar liðið varð Íslandsmeistari í haust. Hann var líka stuðningsmaður Liverpool í enska boltanum og naut þess fram á síðasta dag. Geiri gekk í Melaskóla og hóf ungur að leika og semja tónlist. Hann lærði á gítar í Gítarskóla Ólafs Gauks og á hljómborð hjá Karli Sighvatssyni. Ásgeir var fyrst í unglingahljómsveitinni Exodus ásamt Þorvaldi Bjarna Þorvaldssyni, Skúla Sverrissyni, Björk Guðmundsdóttur og Oddi F. Sigurbjörnssyni. Þegar þau síðastnefndu hættu í Exodus og sveitin lagðist af stofnuðu Ásgeir, Þorvaldur og Skúli hljómsveitina Pax Vobis sem starfaði í nokkur ár og þótti nokkuð langt á undan sinni samtíð þegar nýbylgju tónlist var að ryðja sér rúms hér á landi eins og um heim allan. Pax Vobis gaf út samnefnda plötu árið 1984. Geiri Sæm gerði svo þrjár stórar plötur á árunum 1987 - 1991 en þær eru: Fíllinn frá 1987 sem innihélt smellinn Rauður bíll. Er ást í tunglinu frá 1988 með ásamt hljómsveitinni Hungangstunglinu. Með Ásgeiri voru í sveitinni Kristján Edelstein, Þórður Guðmundsson, Kristján Valdimarsson og Hafþór Guðmundsson auk fleiri góðra tónlistarmanna. Titillag plötunnar naut mikilla vinsælda en einnig var á þessari plötu lagið Froðan sem er án efa þekktasta lag Geira. Árið 1991 kom svo út platan Jörð en á henni var smellurinn Sterinn. Tónlistarferill Geira lág í dvala í nokkur ár en um 2012 fór hann aftur af stað. Hann kom fram á tónleikum Xins977 á Menningarnótt árið 2012 með Kiriyama family, flutti lagið Santa Fe í Hljómskálanum á RÚV ásamt Berndsen. Raggi Bjarna og Jón Jónsson sungu Froðuna inn á Dúetta plötu Ragga árið 2012. Geir gaf út lagið frá topp´oní tær árið 2013 sem var óður til foreldra hans. Hann kom fram í Garðpartý Bylgjunnar á Menningarnótt 2016 og flutti öll sín bestu lög. Geiri gaf svo út lagið Sooner than later á 55 ára afmælisdag sinn 29. nóvember síðastliðinn. Andlát Tónlist Tengdar fréttir Tónlistarmaðurinn Geiri Sæm látinn Tónlistarmaðurinn og matreiðslumeistarinn Ásgeir Magnús Sæmundsson, betur þekktur sem Geiri Sæm, lést á heimili sínu í Reykjavík þann 15. desember. 17. desember 2019 06:15 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Sjá meira
Íslenski tónlistargeirinn grætur nú Ásgeir Magnús Sæmundsson sem betur var þekktur sem Geiri Sæm. Hann greindist með krabbamein í vor og tapaði því stríði á sunnudaginn. Hann lést að heimili sínu umvafinn fjölskyldu. Eftirlifandi eiginkona Geira er Anna Sigrún Auðunsdóttir og dætur þeirra eru Sonja og Ásgerður. Fjöldinn allur af tónlistar- og fjölmiðlafólki minnist Geira á Facebook eftir að fréttist af andláti hans. Samfélagsmiðilinn er að nokkru undirlagður af saknaðarkveðjum og deilingum á tónlist hans.Ásgeir fæddist í Reykjavík 29. nóvember 1964. Hann stundaði tónlistarnám og byrjaði ungur að semja tónlist og eftir hann liggja fjórar hljómplötur sem hann gaf út ásamt félögum sínum í Pax Vobis og Hunangstunglinu sem og fjöldinn allur af óútgefnu efni. Mikil eftirsjá Einn þeirra sem skrifar um þennan ástsæla tónlistarmann er tónlistar- og fjölmiðlamaðurinn Jón Ólafsson: „Geiri Sæm, samferðamaður og kollegi í listinni, er fallinn frá aðeins 55 ára að aldri. Hann hafði barist við krabbamein og laut loks í lægra haldi á sunnudaginn var. Þegar ég rifja upp kynni mín af þessum ljúfa manni þá er hógværð fyrsta orðið sem mér dettur í hug. Væri honum hrósað þá brást hann við með feimnislegu brosi og þakkaði einlægt fyrir. Geiri vakti fyrst athygli með hljómsveitinni Pax Vobis og síðar Hunangstunglinu. Lög eins og Froðan, Rauður bíll og Sterinn eru meðal laga sem náðu miklum vinsældum; hið fyrstnefnda öðlaðist reyndar nýtt líf fyrir nokkrum árum með öðrum flytjendum. Hann dró sig að mestu út úr sviðsljósinu eftir nokkur gifturík ár í tónlistarbransanum og matreiðslan tók yfir en hann var frábær kokkur og vinsæll sem slíkur. Músíkin togaði þó alltaf í og hann samdi áfram lög og texta og annað veifið heyrði maður frá honum nýtt efni. Geiri var mikill KR-ingur og ég get ímyndað mér að Íslandsmeistaratitill mfl.karla á þessu ári hafi glatt þennan góða dreng verulega. Við spiluðum nokkrum sinnum saman og milli okkar ríkti gagnkvæm virðing, skilningur og hlýja í garð hvors annars. Það er mikil eftirsjá af Ásgeiri Magnúsi Sæmundssyni og ég sendi aðstandendum hans og vinum mínar dýpstu samúðarkveðjur.“ Næmari og einlægari en gerist og gengur Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri innlendrar dagskrár á Ríkissjónvarpinu er einn hinna fjölmörgu sem minnist Geira á Facebook. „Ég var alltaf sérlega hrifinn af Geira Sæm.Allar götur frá mjög svo sannfærandi og seiðandi Sylvian-skotinni tilraunastarfsemi hans og snillinganna félaga hans í Pax Vobis, til ógleymanlegra poppperla sem hann laðaði fram með Hunangstunglinu sínu. Geir var einstakur íslenskur poppari; djarfari, næmari og einlægari en aðrir. Þorði að sigla á móti straumnum, fara sínar eigin leiðir í laga- og textasmíðum og hélt tryggð við bakgrunn sinn og innblástur, á meðan aðrir feyktust um með tíðarandanum, straumum og stefnum. Það var styrkur hans og sérkenni. Hans verður sárt saknað.“ Annar fjölmiðlamaður sem vottar fjölskyldu og vinum samúð sína á Facebook er Þórður Helgi Þórðarson sem betur er þekktur sem Doddi litli. „Ein af mínum helstu hetjum er fallinn frá, hafði gífurleg áhrif á mig og minn tónlistarsmekk allt frá fyrstu plötunni sem hann gaf út með hinni mögnuðu hljomsveit Pax Vobis. Ég fékk þann heiður að kynnast þessum hægláta meistara, bæði í spjalli um tónlist og annað. Að mínu mati einn vanmetnasti tónlistarmaður íslensku dægurlagasögunnar. Ég votta aðstandendum og vinum mína dýpstu samúð. Sem betur fer getur þjóðin nú heyrt alla hans tónlist á Spotify, allt frá Pax Vobis til hans nýjasta lags Sooner or later og hvet ég alla til þess kynna sér þennan frábæra tónlistarmann og góða dreng.“ Falleg manneskja full af hæfileikum Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens er meðal þeirra sem minnist Geira. „Tónlistarmaðurinn og matreiðslumeistarinn Ásgeir Magnús Sæmundsson, betur þekktur sem Geiri Sæm, lést á heimili sínu í Reykjavík þann 15. desember. Hann var kunningi minn við áttum samleið svo lengi, falleg manneskja fullur af hæfileikum. Við komum og við förum þannig er Lífið. farðu í friði vinur minn kær svo vöknum við með sól að morgni samúðarkveðja vina og vandamanna.“ Bubbi spjallaði við Geira og fór yfir ferilinn með honum í þáttunum Stál og hnífur á Bylgjunni en hægt er að hlusta á þá hér á útvarpsvef Vísis. Og Egill Helgason sjónvarpsmaður segir: „Elsku Geiri, mikið er þetta sorglegt aðeins viku fyrir jól. Góður og ljúfur drengur fallinn frá í blóma lífsins.“ Jónatan Garðarsson útvarpsmaður og tónlistarsérfræðingur segir að Geiri hafi verið einstaklega góður tónlistarmaður. „Kynntist honum þegar Pax Vobis voru að vinna að plötunni sinni og alltaf gott að ræða við hann um heima og geima. Samúðarkveðjur til fjölskyldu hans og vina.“ Magnaður músíkant og yndisleg manneskja Frosti Logason útvarpsmaður segir frá því þegar Geiri dustaði rykið af gítarnum árið 2012. „Elsku Geiri, greindist með krabbamein fyrir nokkrum mánuðum og tapaði orrustunni á sunnudaginn síðasta. Rétt fyrir jól. Ofboðslega sorglegt. Þessi góði drengur var alveg magnaður músíkant og yndisleg manneskja. Við vorum svo stoltir strákarnir á Xinu árið 2012 þegar við fengum hann til að dusta rykið af gítarnum og stíga aftur á svið eftir margra ára hlé. Við komum honum í samband við hljómsveitina Kiriyama Family og þeir æfðu saman upp nokkurra laga prógram sem þeir svo spiluðu á tónleikum okkar á Menningarnótt það árið. Öll bestu lögin hans Geira. Geiri var þvílíkt glaður með þetta og var auðvitað yfir sig hrifin af meðleikurum sínum sem voru eins og hann, allt stórkostlegir tónlistarmenn. Hann hrósaði þeim þvílíkt og var sjálfur hógværðin uppmáluð. Hvíl í friði elsku Geiri minn og góða ferð til hunangstunglsins,“ skrifar Frosti og sendir ástarkveðjur til fjölskyldu Geira og vina. Of langt mál er að telja til sögunnar alla þá fjölmörgu sem minnast Geira Sæm á Facebook en víst er að hann átti hug og hjörtu margra Íslendinga, var einstaklega vel liðinn og elskaður af mörgum. Æviágrip Ásgeir er sonur hjónanna Ásgerðar Ásgeirsdóttur húsmóður og Sæmundar Pálssonar húsasmíðameistara og lögreglumanns sem er betur þekktur sem Sæmi Rokk. Þegar hann fæddist árið 1964 bjó fjölskyldan í Sólheimum í Reykjavík, flutti svo á Álfhólfsveg í Kópavogi og bjó þar um tíma en festi svo rætur í Sörlaskjólinu þar sem Ásgeir ólst upp með þremur systrum sínum en þær eru Arna Sigríður fædd 1959, Hildur Vera fædd 1961 og Theódóra Svanhildur fædd 1969. Ásgeir bjó í Vesturbænum í tæp 50 ár. Hann var KR-ingur í húð og hár og æfði knattspyrnu með félaginu upp alla yngri flokkana. Hann þótti efnilegur knattspyrnumaður og naut þess að spila fótbolta með félögum sínum í hverri viku allt þar til hann veiktist. Hann hélt af ástríðu með KR og fagnaði því vel þegar liðið varð Íslandsmeistari í haust. Hann var líka stuðningsmaður Liverpool í enska boltanum og naut þess fram á síðasta dag. Geiri gekk í Melaskóla og hóf ungur að leika og semja tónlist. Hann lærði á gítar í Gítarskóla Ólafs Gauks og á hljómborð hjá Karli Sighvatssyni. Ásgeir var fyrst í unglingahljómsveitinni Exodus ásamt Þorvaldi Bjarna Þorvaldssyni, Skúla Sverrissyni, Björk Guðmundsdóttur og Oddi F. Sigurbjörnssyni. Þegar þau síðastnefndu hættu í Exodus og sveitin lagðist af stofnuðu Ásgeir, Þorvaldur og Skúli hljómsveitina Pax Vobis sem starfaði í nokkur ár og þótti nokkuð langt á undan sinni samtíð þegar nýbylgju tónlist var að ryðja sér rúms hér á landi eins og um heim allan. Pax Vobis gaf út samnefnda plötu árið 1984. Geiri Sæm gerði svo þrjár stórar plötur á árunum 1987 - 1991 en þær eru: Fíllinn frá 1987 sem innihélt smellinn Rauður bíll. Er ást í tunglinu frá 1988 með ásamt hljómsveitinni Hungangstunglinu. Með Ásgeiri voru í sveitinni Kristján Edelstein, Þórður Guðmundsson, Kristján Valdimarsson og Hafþór Guðmundsson auk fleiri góðra tónlistarmanna. Titillag plötunnar naut mikilla vinsælda en einnig var á þessari plötu lagið Froðan sem er án efa þekktasta lag Geira. Árið 1991 kom svo út platan Jörð en á henni var smellurinn Sterinn. Tónlistarferill Geira lág í dvala í nokkur ár en um 2012 fór hann aftur af stað. Hann kom fram á tónleikum Xins977 á Menningarnótt árið 2012 með Kiriyama family, flutti lagið Santa Fe í Hljómskálanum á RÚV ásamt Berndsen. Raggi Bjarna og Jón Jónsson sungu Froðuna inn á Dúetta plötu Ragga árið 2012. Geir gaf út lagið frá topp´oní tær árið 2013 sem var óður til foreldra hans. Hann kom fram í Garðpartý Bylgjunnar á Menningarnótt 2016 og flutti öll sín bestu lög. Geiri gaf svo út lagið Sooner than later á 55 ára afmælisdag sinn 29. nóvember síðastliðinn.
Andlát Tónlist Tengdar fréttir Tónlistarmaðurinn Geiri Sæm látinn Tónlistarmaðurinn og matreiðslumeistarinn Ásgeir Magnús Sæmundsson, betur þekktur sem Geiri Sæm, lést á heimili sínu í Reykjavík þann 15. desember. 17. desember 2019 06:15 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Geiri Sæm látinn Tónlistarmaðurinn og matreiðslumeistarinn Ásgeir Magnús Sæmundsson, betur þekktur sem Geiri Sæm, lést á heimili sínu í Reykjavík þann 15. desember. 17. desember 2019 06:15
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent