Enn fleira Eflingarfólk gæti farið í verkfall Kjartan Kjartansson skrifar 21. febrúar 2020 20:48 Fleiri en Reykjavíkurborg gætu fundið fyrir verkfallsaðgerðum Eflingar á næstunni. Vísir/Arnar H Rúmlega fimm hundrað félagsmenn stéttarfélagsins Eflingar sem starfa hjá einkareknum skólum og hjá öðrum sveitarfélögum en Reykjavíkurborg gætu farið í verkfall í næsta mánuði. Greiða á atkvæði um verkfallsaðgerðir þeirra á þriðjudag. Ótímabundið verkfall Eflingarfólks sem starfar fyrir Reykjavíkurborg hófst aðfararnótt þriðjudags. Um 270 félagar í Eflingu sem starfa undir samningi félagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga og rúmlega 240 sem starfa hjá einkareknum skólum sem eiga aðild að Samtökum sjálfstæðra skóla gætu bæst í hópinn á næstu vikum. Í tilkynningu á vef Eflingar kemur fram að hóparnir tveir greiði atkvæði um verkföll í næstu viku. Gert sé ráð fyrir að verkföll verði ótímabundin og hefjist mánudaginn 9. mars. Atkvæðagreiðslunni á að ljúka laugardaginn 29. febrúar. Samningur Eflingar við Samband íslenskra sveitarfélaga rann út 31. mars í fyrra. Hann er óháður Reykjavíkurborg og undir sjálfstæðu viðræðuferli. „Undir samningnum eru störf ófaglærðra við umönnun, gatnaviðhald og fleira, mestmegnis hjá Kópavogs- og Seltjarnarnesbæ. Samninganefnd félagsmanna Eflingar gagnvart Sambandi íslenskra sveitarfélaga lýsti viðræður hjá Ríkissáttasemjara árangurslausar á samningafundi í dag og samþykkti í kjölfar þess að bera tillögu um boðun vinnustöðvunar undir atkvæði félagsmanna. Félagsfundur félagsmanna Eflingar hjá sveitarfélögunum í síðustu viku hafði þegar lýst stuðningi við verkfallsboðun,“ segir í tilkynningu Eflingar. Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Rúmlega fimm hundrað félagsmenn stéttarfélagsins Eflingar sem starfa hjá einkareknum skólum og hjá öðrum sveitarfélögum en Reykjavíkurborg gætu farið í verkfall í næsta mánuði. Greiða á atkvæði um verkfallsaðgerðir þeirra á þriðjudag. Ótímabundið verkfall Eflingarfólks sem starfar fyrir Reykjavíkurborg hófst aðfararnótt þriðjudags. Um 270 félagar í Eflingu sem starfa undir samningi félagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga og rúmlega 240 sem starfa hjá einkareknum skólum sem eiga aðild að Samtökum sjálfstæðra skóla gætu bæst í hópinn á næstu vikum. Í tilkynningu á vef Eflingar kemur fram að hóparnir tveir greiði atkvæði um verkföll í næstu viku. Gert sé ráð fyrir að verkföll verði ótímabundin og hefjist mánudaginn 9. mars. Atkvæðagreiðslunni á að ljúka laugardaginn 29. febrúar. Samningur Eflingar við Samband íslenskra sveitarfélaga rann út 31. mars í fyrra. Hann er óháður Reykjavíkurborg og undir sjálfstæðu viðræðuferli. „Undir samningnum eru störf ófaglærðra við umönnun, gatnaviðhald og fleira, mestmegnis hjá Kópavogs- og Seltjarnarnesbæ. Samninganefnd félagsmanna Eflingar gagnvart Sambandi íslenskra sveitarfélaga lýsti viðræður hjá Ríkissáttasemjara árangurslausar á samningafundi í dag og samþykkti í kjölfar þess að bera tillögu um boðun vinnustöðvunar undir atkvæði félagsmanna. Félagsfundur félagsmanna Eflingar hjá sveitarfélögunum í síðustu viku hafði þegar lýst stuðningi við verkfallsboðun,“ segir í tilkynningu Eflingar.
Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira