Fótbolti

Andri Lucas einn af tíu bestu ungu leikmönnum Norðurlandanna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Andri Lucas hefur leikið fjölda leikja með yngri landsliðum Íslands.
Andri Lucas hefur leikið fjölda leikja með yngri landsliðum Íslands. vísir/getty

Andri Lucas Guðjohnsen er einn af tíu hæfileikaríkustu ungu fótboltamönnum Norðurlandanna að mati Twitter-síðunnar FootballTalentScout.

Fjórir Danir eru í listanum, þrír Norðmenn, tveir Svíar og svo Andri Lucas. Miðað er við leikmenn sem eru fæddir árið 2000 eða síðar.



Þekktasta nafnið á listanum er Erling Braut Haaland sem hefur slegið í gegn með Red Bull Salzburg í vetur.

Á listanum er einnig sænski miðjumaðurinn Dejan Kulusevski sem hefur gert það gott með Parma í ítölsku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Andri Lucas, sem er 17 ára, hefur verið á mála hjá Real Madrid síðan í fyrra.

Hann hefur leikið 33 leiki fyrir yngri landslið Íslands og skorað 14 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×