Ísland í fimmta sæti yfir ríki þar sem flestir hafa verið bólusettir Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. janúar 2021 16:00 Hópur heilbrigðisstarfsmanna hefur þegar fengið fyrstu sprautuna af bóluefni gegn covid-19. Vísir/Vilhelm Ísland er sem stendur í fimmta sæti yfir þau ríki heims sem hafa bólusett flesta íbúa samkvæmt tölfræði sem Our World in Data, samstarfsverkefni á vegum Oxford-háskóla og bresks góðgerðafélags um menntun, hefur tekið saman. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörunum segir að allt sé tilbúið fyrir aðra umferð bólusetningar hér á landi sem verður um eða upp úr miðjum þessum mánuði. Líkt og Vísir fjallaði um í gær er Ísrael það ríki sem hefur bólusett hvað flesta íbúa eða um það bil tólf prósent þjóðarinnar. Samkvæmt tölfræðinni eins og staðan er þegar þetta er skrifað hafa 12,59 af hverjum hundrað íbúum í Ísrael fengið fyrstu sprautuna gegn covid-19. Þá koma Barein, Skotland og Norður-Írland og síðan Ísland í fimmta sæti þar sem 1,43 af hverjum hundrað hafa fengið fyrstu sprautuna. Rétt er að taka fram að misjafnt er hversu nýlegar tölurnar eru frá hverju ríki og má því ætla að listinn breytist eftir því sem bólusetningu miðar áfram í hverju ríki. Þannig var Ísland í fjórða sæti listans þegar Rúv skrifaði frétt um málið í gær. Aðeins ein sending af bóluefni er þegar komin til landsins sem í voru um tíu þúsund skammtar af bóluefni Pfizer. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kveðst binda vonir við að búið verði að bólusetja meirihluta þjóðarinnar á fyrri helmingi þessa árs. Seinni fasi í bólusetningu þeirra sem þegar hafa fengið fyrsta skammtinn af bóluefni gegn covid-19 á Íslandi hefst upp úr miðjum janúar. Líkt og kunnugt er þarf tvo skammta af því bóluefni sem þegar er komið í umferð en líða þurfa um þrjár vikur á milli skammta. „Það er bara núna einhvern tímann eftir miðjan janúar sem næsti fasi er. Það er náttúrlega búið að bólusetja ákveðinn hluta af fólki og seinni bólusetningin fyrir þann hóp, það bóluefni er til og er klárt og var í sömu sendingu. Þannig að það er allt saman tilbúið. Þetta er í kringum þremur vikum seinna sem næsta bólusetning er þannig að það í sjálfu sér styttist bara í það verkefni,“ segir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í samtali við Vísi. Moderna fái markaðsleyfi á Íslandi á þirðjudag Hann hafi ekki upplýsingar um það hvenær næsta sending af bóluefni komi til landsins. „Ég er ekki með neinar dagsetningar á því. En það er erfitt að segja fyrr en það er í hendi,“ segir Rögnvaldur. Til þessa er bóluefni Pfizer/BioNTech það eina sem komið er í umferð hér á landi. Útlit er fyrir að bóluefni Moderna fái markaðsleyfi í Evrópu á morgun. Forstjóri Lyfjastofnunar segir í samtali við mbl.is í dag að ef allt gangi að óskum fái bóluefni Moderna markaðsleyfi hér á landi á þriðjudaginn. Þá er enn óvíst hvenær fyrstu skammtar bóluefnisins komi til landsins en Íslensk stjórnvöld hafa gert samning um kaup á 128 þúsund skömmtum af bóluefninu sem ætti að duga til að bólusetja 64 þúsund einstaklinga. Rögnvaldur segir mikilvægt að halda áfram að fara varlega jafnvel þótt bólusetning sé hafin. Í gær greindust fjórir með veiruna innanlands en fjórtán á landamærum. „Þetta er náttúrlega ekki búið og við verðum bara að halda vöku okkar áfram. Og líka þetta sem við erum að sjá á landamærunum, það er bara fyllsta ástæða til að halda vöku og biðja þá sem eru að koma heim að passa sig og fylgjast vel með einkennum og fylgja þeim leiðbeiningum sem eru varðandi sóttkví og einangrun,“ segir Rögnvaldur. Bólusetningar Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Líkt og Vísir fjallaði um í gær er Ísrael það ríki sem hefur bólusett hvað flesta íbúa eða um það bil tólf prósent þjóðarinnar. Samkvæmt tölfræðinni eins og staðan er þegar þetta er skrifað hafa 12,59 af hverjum hundrað íbúum í Ísrael fengið fyrstu sprautuna gegn covid-19. Þá koma Barein, Skotland og Norður-Írland og síðan Ísland í fimmta sæti þar sem 1,43 af hverjum hundrað hafa fengið fyrstu sprautuna. Rétt er að taka fram að misjafnt er hversu nýlegar tölurnar eru frá hverju ríki og má því ætla að listinn breytist eftir því sem bólusetningu miðar áfram í hverju ríki. Þannig var Ísland í fjórða sæti listans þegar Rúv skrifaði frétt um málið í gær. Aðeins ein sending af bóluefni er þegar komin til landsins sem í voru um tíu þúsund skammtar af bóluefni Pfizer. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kveðst binda vonir við að búið verði að bólusetja meirihluta þjóðarinnar á fyrri helmingi þessa árs. Seinni fasi í bólusetningu þeirra sem þegar hafa fengið fyrsta skammtinn af bóluefni gegn covid-19 á Íslandi hefst upp úr miðjum janúar. Líkt og kunnugt er þarf tvo skammta af því bóluefni sem þegar er komið í umferð en líða þurfa um þrjár vikur á milli skammta. „Það er bara núna einhvern tímann eftir miðjan janúar sem næsti fasi er. Það er náttúrlega búið að bólusetja ákveðinn hluta af fólki og seinni bólusetningin fyrir þann hóp, það bóluefni er til og er klárt og var í sömu sendingu. Þannig að það er allt saman tilbúið. Þetta er í kringum þremur vikum seinna sem næsta bólusetning er þannig að það í sjálfu sér styttist bara í það verkefni,“ segir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í samtali við Vísi. Moderna fái markaðsleyfi á Íslandi á þirðjudag Hann hafi ekki upplýsingar um það hvenær næsta sending af bóluefni komi til landsins. „Ég er ekki með neinar dagsetningar á því. En það er erfitt að segja fyrr en það er í hendi,“ segir Rögnvaldur. Til þessa er bóluefni Pfizer/BioNTech það eina sem komið er í umferð hér á landi. Útlit er fyrir að bóluefni Moderna fái markaðsleyfi í Evrópu á morgun. Forstjóri Lyfjastofnunar segir í samtali við mbl.is í dag að ef allt gangi að óskum fái bóluefni Moderna markaðsleyfi hér á landi á þriðjudaginn. Þá er enn óvíst hvenær fyrstu skammtar bóluefnisins komi til landsins en Íslensk stjórnvöld hafa gert samning um kaup á 128 þúsund skömmtum af bóluefninu sem ætti að duga til að bólusetja 64 þúsund einstaklinga. Rögnvaldur segir mikilvægt að halda áfram að fara varlega jafnvel þótt bólusetning sé hafin. Í gær greindust fjórir með veiruna innanlands en fjórtán á landamærum. „Þetta er náttúrlega ekki búið og við verðum bara að halda vöku okkar áfram. Og líka þetta sem við erum að sjá á landamærunum, það er bara fyllsta ástæða til að halda vöku og biðja þá sem eru að koma heim að passa sig og fylgjast vel með einkennum og fylgja þeim leiðbeiningum sem eru varðandi sóttkví og einangrun,“ segir Rögnvaldur.
Bólusetningar Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira