Lögreglan hafði fengið heimild til þess að rekja farsíma hennar og einnig safna gögnum úr símum nærri hennar.
Maxwell hafði notað síma sínn til þess að hringja í lögmann sinn, systur sína og eiginmann samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins. Hún er ákærð fyrir mansal og eru fórnarlömb hennar sögð nær öll vera undir lögaldri.
Þannig er henni gefið að sök að hafa hjálpað Epstein að finna og búa ungar stúlkur, allt niður í fjórtán ára gamlar, undir að taka þátt í ólöglegum kynlífsathöfnum sem hún hafi sjálf stundum tekið þátt í. Hún er einnig sökuð um meinsæri í framburði sínum í einkamáli sem höfðað var af konu, sem segist hafa verið fórnarlamb Epstein.
Réttarhöld yfir Maxwell munu hefjast í júlí á þessu ári, en hún hefur setið í fangelsi í New York frá því að hún var handtekin. Hún hefur sótt um reynslulausn í tvígang, en því hefur verið hafnað í bæði skipti.