Niðurstaðan styðji þá ályktun að lán með breytilegum vöxtum geti talist ólögleg Eiður Þór Árnason skrifar 7. janúar 2021 17:01 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, telur að ákvörðunin geti verið fordæmisgefandi. Vísir Arion banki braut gegn lögum árið 2015 þegar hann hækkaði vexti á verðtryggðu fasteignaláni, að sögn Neytendastofu. Neytendasamtökin segja að um sé að ræða mikilvæga niðurstöðu sem hafi mikla þýðingu í málarekstri samtakanna gegn bönkunum. Málið varðar skilmála fasteignaláns með vaxtaendurskoðunarákvæði sem tekið var hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum árið 2005 en lánið fluttist til Arion banka í kjölfar bankahrunsins. Árið 2015 tilkynnti Arion banki að vextir á láninu, sem var með 4,15% föstum vöxtum, yrðu hækkaðir í 4,35% með vísan til endurskoðunarákvæðisins. Að sögn Hagsmunasamtaka heimilanna á umrædd ákvörðun Neytendastofu rætur að rekja til kvörtunar samtakanna fyrir hönd félagsmanns sem hafi ofgreitt vexti af tveimur húsnæðislánum í rúm fjögur ár eða frá því að Arion banki hækkaði þá í apríl 2015. Kröfðust breytinga á skilmálum Í september síðastliðnum lögðu Neytendasamtökin fram kröfu um að Íslandsbanki, Arion banki og Landsbanki breyti skilmálum lána með breytilegum vöxtum. Telja samtökin að núverandi skilmálar og framkvæmd slíkra lána standist ekki lög. Byggist það mat á lögfræðiáliti sem samtökin öfluðu. Eftir athugun á vaxtaútreikningi íbúðalána með breytilegum vöxtum síðastliðinn vetur komust Neytendasamtökin að þeirri niðurstöðu að vaxtabreytingar hafi hvorki fylgt vaxtaákvörðunum Seðlabankans né vaxtaþróun á markaði og að grundvöllur breytinganna væri illskiljanlegur fyrir neytendur. „Ákvörðunin hlýtur að vera fordæmisgefandi, því þó hún eigi við um lán sem tekið var árið 2005, hafa ekki orðið það miklar breytingar á skilmálum og framkvæmd um vaxtabreytingar,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, í samtali við Vísi um niðurstöðu eftirlitsstofnunarinnar. „Úrskurðurinn tekur undir sjónarmið Neytendasamtakanna og skilning á lögum um neytendalán og staðfestir að kröfur okkar til bankanna um breytingar eru réttmætar.“ Brjóti gegn góðum viðskiptaháttum Í fyrra komst Neytendastofa að þeirri niðurstöðu í umræddu máli að Frjálsi fjárfestingarbankinn hafi brotið gegn lögum um neytendalán með því að tilgreina ekki í skilmálum við hvaða aðstæður vextir geti breyst. Sú ákvörðun stofnunarinnar var kærð til áfrýjunarnefndar neytendamála sem taldi að Neytendastofa ætti einnig að taka afstöðu til þess hluta kvörtunarinnar sem sneri að vaxtahækkun Arion banka í apríl 2015. Var stofnuninni því gert að taka málið til nýrrar meðferðar. Í nýrri ákvörðun kemst Neytendastofa að sömu niðurstöðu og áður auk þess sem hún telur vaxtahækkun Arion banka brjóta gegn góðum viðskiptaháttum og þar með lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Byggist sú niðurstaða á grundvelli þess að Arion banki nýtti áðurnefnda skilmála sem úrskurðaðir hafi verið ófullnægjandi til að hækka vextina. Samkvæmt gögnum málsins hefur Arion banki fallið frá umræddri vaxtahækkun og telur Neytendastofa því ekki tilefni til frekari aðgerða gagnvart bankanum að svo stöddu. Íslenskir bankar Neytendur Húsnæðismál Mest lesið „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Málið varðar skilmála fasteignaláns með vaxtaendurskoðunarákvæði sem tekið var hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum árið 2005 en lánið fluttist til Arion banka í kjölfar bankahrunsins. Árið 2015 tilkynnti Arion banki að vextir á láninu, sem var með 4,15% föstum vöxtum, yrðu hækkaðir í 4,35% með vísan til endurskoðunarákvæðisins. Að sögn Hagsmunasamtaka heimilanna á umrædd ákvörðun Neytendastofu rætur að rekja til kvörtunar samtakanna fyrir hönd félagsmanns sem hafi ofgreitt vexti af tveimur húsnæðislánum í rúm fjögur ár eða frá því að Arion banki hækkaði þá í apríl 2015. Kröfðust breytinga á skilmálum Í september síðastliðnum lögðu Neytendasamtökin fram kröfu um að Íslandsbanki, Arion banki og Landsbanki breyti skilmálum lána með breytilegum vöxtum. Telja samtökin að núverandi skilmálar og framkvæmd slíkra lána standist ekki lög. Byggist það mat á lögfræðiáliti sem samtökin öfluðu. Eftir athugun á vaxtaútreikningi íbúðalána með breytilegum vöxtum síðastliðinn vetur komust Neytendasamtökin að þeirri niðurstöðu að vaxtabreytingar hafi hvorki fylgt vaxtaákvörðunum Seðlabankans né vaxtaþróun á markaði og að grundvöllur breytinganna væri illskiljanlegur fyrir neytendur. „Ákvörðunin hlýtur að vera fordæmisgefandi, því þó hún eigi við um lán sem tekið var árið 2005, hafa ekki orðið það miklar breytingar á skilmálum og framkvæmd um vaxtabreytingar,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, í samtali við Vísi um niðurstöðu eftirlitsstofnunarinnar. „Úrskurðurinn tekur undir sjónarmið Neytendasamtakanna og skilning á lögum um neytendalán og staðfestir að kröfur okkar til bankanna um breytingar eru réttmætar.“ Brjóti gegn góðum viðskiptaháttum Í fyrra komst Neytendastofa að þeirri niðurstöðu í umræddu máli að Frjálsi fjárfestingarbankinn hafi brotið gegn lögum um neytendalán með því að tilgreina ekki í skilmálum við hvaða aðstæður vextir geti breyst. Sú ákvörðun stofnunarinnar var kærð til áfrýjunarnefndar neytendamála sem taldi að Neytendastofa ætti einnig að taka afstöðu til þess hluta kvörtunarinnar sem sneri að vaxtahækkun Arion banka í apríl 2015. Var stofnuninni því gert að taka málið til nýrrar meðferðar. Í nýrri ákvörðun kemst Neytendastofa að sömu niðurstöðu og áður auk þess sem hún telur vaxtahækkun Arion banka brjóta gegn góðum viðskiptaháttum og þar með lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Byggist sú niðurstaða á grundvelli þess að Arion banki nýtti áðurnefnda skilmála sem úrskurðaðir hafi verið ófullnægjandi til að hækka vextina. Samkvæmt gögnum málsins hefur Arion banki fallið frá umræddri vaxtahækkun og telur Neytendastofa því ekki tilefni til frekari aðgerða gagnvart bankanum að svo stöddu.
Íslenskir bankar Neytendur Húsnæðismál Mest lesið „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira