Kolbeinn vill leiða lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi Atli Ísleifsson skrifar 20. janúar 2021 07:47 Kolbeinn Óttarsson Proppé hefur setið á þingi frá árinu 2016. Vísir/Vilhelm Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, hefur tilkynnt að hann gefi kost á sér til að leiða lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi í forvali flokksins sem sé framundan. Kolbeinn hefur setið á þingi frá árinu 2016 fyrir Reykjavíkurkjördæmi suður. Ari Trausti Guðmundsson leiddi lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi í síðustu þingkosningum, en hann hefur þegar tilkynnt að hann gefi ekki kost á sér til endurkjörs. Athygli vakti að Kolbeinn fjárfesti í íbúð á Siglufirði fyrr í vetur og sköpuðust í kjölfarið nokkrar umræður um hvort hann hygðist sækjast eftir sæti á lista flokksins í Norðausturkjördæmi í komandi kosningum. Nú má hins vegar ljóst vera að svo sé ekki. Í tilkynningunni segir Kolbeinn að eftir að hafa verið þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, stefni hugurinn nú í Suðurkjördæmi. Kolbeinn var efstur á lista flokksins í Suðurkjördæmi fyrir kosningarnar 2003, en framboðið þá skilaði ekki þingsæti. Kolbeinn segir að í Suðurkjördæmi liggi ættir hans, fyrst og fremst í uppsveitum Árnessýslu. Hafi hann átt ófáar stundir í Þjórsárdal þar sem ætt hans hefur búið í um eina og hálfa öld, fyrst hjá ömmu og afa og síðan í sumarbústað fjölskyldunnar. Þá segir hann ekki skemma fyrir að vera barnabarnabarn Gests á Hæli þegar kíkt sé í Skaftholtsréttir. „Ég tel gríðarlega mikilvægt að stórt landsvæði eins og undir er í Suðurkjördæmi eigi fulltrúa Vinstri grænna á þingi. Ari Trausti Guðmundsson hefur gegnt því hlutverki af sóma og það væri mér heiður að fá að halda áfram því góða starfi. Ég vil leggja mitt af mörkum til að Vinstri græn hljóti sem besta kosningu í haust,“ segir Kolbeinn í tilkynningunni. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Suðurkjördæmi Vinstri græn Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Kolbeinn hefur setið á þingi frá árinu 2016 fyrir Reykjavíkurkjördæmi suður. Ari Trausti Guðmundsson leiddi lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi í síðustu þingkosningum, en hann hefur þegar tilkynnt að hann gefi ekki kost á sér til endurkjörs. Athygli vakti að Kolbeinn fjárfesti í íbúð á Siglufirði fyrr í vetur og sköpuðust í kjölfarið nokkrar umræður um hvort hann hygðist sækjast eftir sæti á lista flokksins í Norðausturkjördæmi í komandi kosningum. Nú má hins vegar ljóst vera að svo sé ekki. Í tilkynningunni segir Kolbeinn að eftir að hafa verið þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, stefni hugurinn nú í Suðurkjördæmi. Kolbeinn var efstur á lista flokksins í Suðurkjördæmi fyrir kosningarnar 2003, en framboðið þá skilaði ekki þingsæti. Kolbeinn segir að í Suðurkjördæmi liggi ættir hans, fyrst og fremst í uppsveitum Árnessýslu. Hafi hann átt ófáar stundir í Þjórsárdal þar sem ætt hans hefur búið í um eina og hálfa öld, fyrst hjá ömmu og afa og síðan í sumarbústað fjölskyldunnar. Þá segir hann ekki skemma fyrir að vera barnabarnabarn Gests á Hæli þegar kíkt sé í Skaftholtsréttir. „Ég tel gríðarlega mikilvægt að stórt landsvæði eins og undir er í Suðurkjördæmi eigi fulltrúa Vinstri grænna á þingi. Ari Trausti Guðmundsson hefur gegnt því hlutverki af sóma og það væri mér heiður að fá að halda áfram því góða starfi. Ég vil leggja mitt af mörkum til að Vinstri græn hljóti sem besta kosningu í haust,“ segir Kolbeinn í tilkynningunni.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Suðurkjördæmi Vinstri græn Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira