Skotið á skrifstofur þriggja flokka og SA á einu ári Hólmfríður Gísladóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 22. janúar 2021 16:20 Eitt gatið á rúðu á skrifstofu Samfylkingarinnar. Vísir/SigurjónÓ Lögregla telur að skotið hafi verið á skrifstofur Viðreisnar, Sjálfstæðisflokksins, Samtaka atvinnulífsins og nú Samfylkingarinnar á einu ári. Talið er að notast hafi verið við loftriffil í öllum tilvikum. Lögregla hefur til rannsóknar skemmdarverk sem unnin voru á skrifstofu Samfylkingarinnar í nótt. Að minnsta kosti sex göt fundust á rúðum, sem virðast vera eftir skotvopn. Jóhann Karl Þórisson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir mál á borð við þetta hafa komið upp hjá öðrum stjórnmálaflokkum og félagasamtökum undanfarið ár. Hjá Viðreisn í janúar 2020, Sjálfstæðisflokknum í maí 2020, Samtökum atvinnulífsins í september 2020 og nú hjá Samfylkingunni. Í öllum tilfellum voru skemmdir unnar með skotvopnum, líklega loftriffli. Skemmdir á Valhöll Það hefur gerst oftar en einu sinni að skemmdarverk hafa verið unnin á Valhöll með einhvers konar skotvopnum. Hins vegar er nokkuð síðan það gerðist síðast, að sögn Þórðar Þórarinssonar, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins. Þegar ljósmyndara Vísis bar að garði í dag mátti hins vegar sjá brotna rúðu, sem virðist vera eftir grjótkast. Ekki er vitað hvenær það skemmdarverk átti sér stað. Ein rúða í Valhöll hefur verið mölbrotin nýlega, líklega með grjóti.Vísir/Sigurjón Eldra mál hjá Pírötum Á skrifstofum Pírata í Síðumúla sjást einnig ummerki um skemmdarverk sem virðast hafa verið unnin með skotvopnum eða einhverju öðru sem myndar lítil kringlótt göt. Á skrifstofu Pírata í Síðumúla má sjá örlítið gat á einni rúðunni.Vísir/Sigurjón „Það fundust tvö skotgöt árið 2018, ekki vitað hvort það var í einni eða tveimur „árásum“, þremur skotum var skotið á höfuðstöðvar í einu atviki árið 2019,“ sagði Stefán Óli Jónsson, starfsmaður þingflokks Pírata, í svari við fyrirspurn Vísis. Ítarlega verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Lögreglumál Alþingi Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Viðreisn Tengdar fréttir Endurtekið skotið á skrifstofur íslenskra stjórnmálaflokka Svo virðist sem endurtekið sé skotið á skrifstofur íslenskra stjórnmálaflokka hér á landi. Starfsmenn á skrifstofu Samfylkingarinnar sáu göt á rúðum skrifstofu flokksins í Sóltúni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu fundust litlar byssukúlur á vettvangi. 22. janúar 2021 12:26 Telja að skotið hafi verið á skrifstofur Samfylkingarinnar Starfsfólk skrifstofu Samfylkingarinnar gerði lögregu viðvart í morgun þegar það mætti til vinnu og sá göt á gluggarúðum húsnæðisins við Sóltún 26, sem virðast vera eftir byssukúlur. Tæknideild lögreglu rannsakar nú málið. 22. janúar 2021 11:45 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Fleiri fréttir Óvenju margir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Sjá meira
Lögregla hefur til rannsóknar skemmdarverk sem unnin voru á skrifstofu Samfylkingarinnar í nótt. Að minnsta kosti sex göt fundust á rúðum, sem virðast vera eftir skotvopn. Jóhann Karl Þórisson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir mál á borð við þetta hafa komið upp hjá öðrum stjórnmálaflokkum og félagasamtökum undanfarið ár. Hjá Viðreisn í janúar 2020, Sjálfstæðisflokknum í maí 2020, Samtökum atvinnulífsins í september 2020 og nú hjá Samfylkingunni. Í öllum tilfellum voru skemmdir unnar með skotvopnum, líklega loftriffli. Skemmdir á Valhöll Það hefur gerst oftar en einu sinni að skemmdarverk hafa verið unnin á Valhöll með einhvers konar skotvopnum. Hins vegar er nokkuð síðan það gerðist síðast, að sögn Þórðar Þórarinssonar, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins. Þegar ljósmyndara Vísis bar að garði í dag mátti hins vegar sjá brotna rúðu, sem virðist vera eftir grjótkast. Ekki er vitað hvenær það skemmdarverk átti sér stað. Ein rúða í Valhöll hefur verið mölbrotin nýlega, líklega með grjóti.Vísir/Sigurjón Eldra mál hjá Pírötum Á skrifstofum Pírata í Síðumúla sjást einnig ummerki um skemmdarverk sem virðast hafa verið unnin með skotvopnum eða einhverju öðru sem myndar lítil kringlótt göt. Á skrifstofu Pírata í Síðumúla má sjá örlítið gat á einni rúðunni.Vísir/Sigurjón „Það fundust tvö skotgöt árið 2018, ekki vitað hvort það var í einni eða tveimur „árásum“, þremur skotum var skotið á höfuðstöðvar í einu atviki árið 2019,“ sagði Stefán Óli Jónsson, starfsmaður þingflokks Pírata, í svari við fyrirspurn Vísis. Ítarlega verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.
Lögreglumál Alþingi Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Viðreisn Tengdar fréttir Endurtekið skotið á skrifstofur íslenskra stjórnmálaflokka Svo virðist sem endurtekið sé skotið á skrifstofur íslenskra stjórnmálaflokka hér á landi. Starfsmenn á skrifstofu Samfylkingarinnar sáu göt á rúðum skrifstofu flokksins í Sóltúni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu fundust litlar byssukúlur á vettvangi. 22. janúar 2021 12:26 Telja að skotið hafi verið á skrifstofur Samfylkingarinnar Starfsfólk skrifstofu Samfylkingarinnar gerði lögregu viðvart í morgun þegar það mætti til vinnu og sá göt á gluggarúðum húsnæðisins við Sóltún 26, sem virðast vera eftir byssukúlur. Tæknideild lögreglu rannsakar nú málið. 22. janúar 2021 11:45 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Fleiri fréttir Óvenju margir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Sjá meira
Endurtekið skotið á skrifstofur íslenskra stjórnmálaflokka Svo virðist sem endurtekið sé skotið á skrifstofur íslenskra stjórnmálaflokka hér á landi. Starfsmenn á skrifstofu Samfylkingarinnar sáu göt á rúðum skrifstofu flokksins í Sóltúni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu fundust litlar byssukúlur á vettvangi. 22. janúar 2021 12:26
Telja að skotið hafi verið á skrifstofur Samfylkingarinnar Starfsfólk skrifstofu Samfylkingarinnar gerði lögregu viðvart í morgun þegar það mætti til vinnu og sá göt á gluggarúðum húsnæðisins við Sóltún 26, sem virðast vera eftir byssukúlur. Tæknideild lögreglu rannsakar nú málið. 22. janúar 2021 11:45