„Það logar vel úr þakinu,“ segir varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi. Allar stöðvar voru sendar á vettvang eftir að eldurinn kom upp.
Slökkvilið þurfti að rjúfa þakið á nokkrum stöðum og voru reykkafarar að störfum inni í húsinu í morgun.
Hér að neðan má sjá myndband frá vettvangi í kvöld.
Einn var í húsinu þegar eldurinn kom upp snemma í morgun, en honum tókst að komast út og var fluttur á slysadeild. Hann var svo útskrifaður af slysadeild í morgun.
Uppfært klukkan 21:09: Slökkvistarf stendur enn yfir og er búist við því að það geti tekið allt að klukkustund til viðbótar.
