Viðskipti innlent

Viaplay sýnir landsleiki Íslands 2022-2028

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður íslenska landsliðsins, sést hér í landsleik gegn Frakklandi árið 2019.
Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður íslenska landsliðsins, sést hér í landsleik gegn Frakklandi árið 2019. Aðsend

Viaplay hefur tryggt sér sýningarrétt á undankeppni EM í knattspyrnu 2024, HM 2026 og EM 2028 auk Þjóðadeildarinnar sem fer fram 2023, 2025 og 2027. Þetta kemur fram í tilkynningu frá NENT Group.

Í tilkynningunni segir að samningur NENT Group nái til sextíu íslenskra landsleikja en samtals verði 1200 landsleikjum streymt á Viaplay.

„Þegar íslenska landsliðið hefur leik í Þjóðadeildinni 2022 og í undankeppni EM 2024 geta íslenskir áhorfendur fylgst með öllu sem gerist á streymisveitunni Viaplay. Auk íslenska landsliðsins verður Viaplay heimili allra annarra landsleikja í Evrópu frá 2022-2028.

Kaupin á sýningarrétti frá landsleikjum á vegum Knattspyrnusambands Evrópu koma í kjölfarið á kaupunum á sýningarrétti Meistaradeildar Evrópu, Evrópudeildinni og UEFA Conference League, sem veitir íslenskum áskrifendum Viaplay aðgang að óviðjafnanlegu safni af knattspyrnuleikjum,“ segir í tilkynningu NENT Group.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×