Fengu mildari dóma í nauðgunarmáli en fara nú fyrir Hæstarétt Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. febrúar 2021 16:09 Málið fer fyrir Hæstarétt. Vísir/vilhelm Hæstiréttur hefur fallist á að taka fyrir nauðgunarmál gegn tveimur mönnum, sem Landsréttur dæmdi í lok síðasta árs. Ríkissaksóknari telur refsingu mannanna, sem milduð var um ár í Landsrétti, of væga. Mennirnir, Lukasz Soliwoda og Tomasz Walkowski, voru dæmdir í þriggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í nóvember 2019 fyrir að hafa nauðgað unglingsstúlku. Fram kom í dómi héraðsdóms að brot mannanna hafi verið alvarleg og ófyrirleitin en rakið var að Tomasz hafi nauðgað stúlkunni og að því búnu stýrt henni inn í herbergi til Lukaszar, þar sem henni var aftur nauðgað. Landsréttur dæmdi mennina í tveggja ára fangelsi fyrir brot sín í desember síðastliðnum og mildaði þannig dómana yfir þeim báðum um eitt ár. Sérstaklega var tiltekið þeim til refsilækkunar hve langur tími hefði liðið frá því brotið var framið uns ákæra var gefin út, eða 27 mánuðir. Telja dóminn bersýnilega rangan Sótt var um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar í byrjun janúar. Rakið er í ákvörðun Hæstaréttar að ríkissaksóknari telji refsingu mannanna of væga. Þá hafi það verulega almenna þýðingu að fá úrlausn Hæstaréttar um það hver sé hæfileg refsing í nauðgunarmálum – og hvaða áhrif dráttur á málsmeðferð eigi að hafa á ákvörðun refsingar í slíkum málið. Þá telji ákæruvaldið að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að efni hvað varðar ákvörðun refsingar. Hæstiréttur lítur svo á að mikilvægt sé að fá úrlausn réttarins um ákvörðun viðurlaga í því og samþykkir áfrýjunarbeiðnina. Dómaframkvæmd Landsréttar í kynferðisbrotamálum hefur vakið athygli undanfarin misseri, líkt og Fréttablaðið fór yfir í ítarlegri umfjöllun í byrjun janúar. Þar kemur fram að í sex af sautján nauðgunardómum Landsréttar árið 2020 hafi ákærði verið sýknaður eftir sakfellingu í héraði. Refsing hafi verið milduð í sjö tilvikum, oftast með vísan til tafa á málsmeðferð. Í umfjöllunin gagnrýnir Kolbrún Garðarsdóttir lögmaður að dómstólar virðist eingöngu láta ákærða njóta þess, með mildari refsingu, að tafir hafi orðið á meðferð máls hjá ákæruvaldi og dómstólum. Hún telji að einnig eigi að horfa til hagsmuna brotaþola í þessu samhengi. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Mennirnir, Lukasz Soliwoda og Tomasz Walkowski, voru dæmdir í þriggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í nóvember 2019 fyrir að hafa nauðgað unglingsstúlku. Fram kom í dómi héraðsdóms að brot mannanna hafi verið alvarleg og ófyrirleitin en rakið var að Tomasz hafi nauðgað stúlkunni og að því búnu stýrt henni inn í herbergi til Lukaszar, þar sem henni var aftur nauðgað. Landsréttur dæmdi mennina í tveggja ára fangelsi fyrir brot sín í desember síðastliðnum og mildaði þannig dómana yfir þeim báðum um eitt ár. Sérstaklega var tiltekið þeim til refsilækkunar hve langur tími hefði liðið frá því brotið var framið uns ákæra var gefin út, eða 27 mánuðir. Telja dóminn bersýnilega rangan Sótt var um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar í byrjun janúar. Rakið er í ákvörðun Hæstaréttar að ríkissaksóknari telji refsingu mannanna of væga. Þá hafi það verulega almenna þýðingu að fá úrlausn Hæstaréttar um það hver sé hæfileg refsing í nauðgunarmálum – og hvaða áhrif dráttur á málsmeðferð eigi að hafa á ákvörðun refsingar í slíkum málið. Þá telji ákæruvaldið að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að efni hvað varðar ákvörðun refsingar. Hæstiréttur lítur svo á að mikilvægt sé að fá úrlausn réttarins um ákvörðun viðurlaga í því og samþykkir áfrýjunarbeiðnina. Dómaframkvæmd Landsréttar í kynferðisbrotamálum hefur vakið athygli undanfarin misseri, líkt og Fréttablaðið fór yfir í ítarlegri umfjöllun í byrjun janúar. Þar kemur fram að í sex af sautján nauðgunardómum Landsréttar árið 2020 hafi ákærði verið sýknaður eftir sakfellingu í héraði. Refsing hafi verið milduð í sjö tilvikum, oftast með vísan til tafa á málsmeðferð. Í umfjöllunin gagnrýnir Kolbrún Garðarsdóttir lögmaður að dómstólar virðist eingöngu láta ákærða njóta þess, með mildari refsingu, að tafir hafi orðið á meðferð máls hjá ákæruvaldi og dómstólum. Hún telji að einnig eigi að horfa til hagsmuna brotaþola í þessu samhengi.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira