Harmi slegið samstarfsfólk Freyju fær áfallahjálp Margrét Helga Erlingsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 4. febrúar 2021 14:21 Fréttamaður okkar í Danmörku, Elín Margrét Böðvarsdóttir, tók þessa ljósmynd af heimili Freyju. Freyja var vinamörg og vinsæl en fjölmargir hafa lagt blóm við heimili hennar í Malling á Jótlandi. Vísir/Elín Margrét Anni Andersen forstöðukona þjónustukjarnans Stenslundcentret í Odder, þar sem Freyja Egilsdóttir vann, kallaði nánasta samstarfsfólk Freyju til fundar í hádeginu í dag til að veita því stuðning og sálræna aðstoð. Tveir sálfræðingar voru kallaðir til. Öllum, sem á þurfa að halda, verður boðin sálræn hjálp til að takast á við áfallið. Fáni við þjónustukjarnann hefur verið dreginn í hálfa stöng. Á fundinum var starfsfólkinu sagt frá helstu staðreyndum þessa skelfilega máls og greint var frá gangi lögreglurannsóknarinnar. B.T. hefur eftir Anni að málið væri svakalegt áfall fyrir starfsmennina, sumir þeirra hafi verið afar nánir Freyju. Sjá nánar: Maðurinn sem myrti Freyju áður verið dæmdur fyrir morð Í gærkvöldi greindu danskir fjölmiðlar frá baksögu mannsins sem, fyrir dómi í gær, sagðist hafa banað Freyju. Árið 1996 hlaut maðurinn dóm fyrir hrottafengið morð á annarri barnsmóður sinni. Þau áttu saman dreng sem þá var tveggja ára. Vinir, fjölskylda og nágrannar Freyju komu saman í gærkvöldi til að sýna hvert öðru stuðning í þeirri miklu sorg sem nú ríkir vegna fráfalls Freyju. Vísir/Elín Margrét Freyja og hinn grunaði voru hjón en þau höfðu nýverið slitið samvistum. Saman áttu þau tvö ung börn, dreng og stúlku. Í gær komu saman til kyrrðar-og sorgarstundar vinir, nágrannar og kunningjar Freyju. Aðstandendur hennar lögðu blóm og kerti við heimili hennar í smábænum Malling. Heimilið er nú rannsóknarvettvangur því árásin átti sér stað þar. Fjölmiðillinn B.T. ræddi við fjölmarga vini og nágranna Freyju og en enginn þeirra vildi tjá sig opinberlega um málið, enda sé það afar viðkvæmt. Einn þeirra sem vildi ekki koma fram undir nafni sagði að það væri hans tilfinning að fólkið væri harmi slegið. Það vilji halda sig svolítið til hlés fyrst um sinn. Morð í Malling Danmörk Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Maðurinn sem myrti Freyju áður verið dæmdur fyrir morð Karlmaðurinn sem játað hefur að hafa myrt Freyju Egilsdóttur í Malling á Jótlandi hefur áður verið dæmdur fyrir morð. Árið 1996 hlaut hann dóm fyrir morðið á annarri barnsmóður sinni, en sonur þeirra var þá tveggja ára gamall. 3. febrúar 2021 21:13 „Hún var vinsæl og vinamörg, við erum í algjöru áfalli“ Vinir Freyju Egilsdóttur sem fannst látin á heimili sínu í nótt segja mikla sorg ríkja í Malling þar sem hún bjó. Þeir tóku þátt í leit að henni í gær, ásamt fjölmennu lögregluliði. Kerti og blóm hafa streymt að heimili hennar í dag. 3. febrúar 2021 19:00 Rannsaka bakgrunn og eðli sambands Freyju og hins grunaða Eftir að grunur vaknaði um að fyrrverandi sambýlismaður og eiginmaður Freyju Egilsdóttur væri sekur um manndráp hefur meginþungi rannsóknar Lögreglunnar á Jótlandi falist í að kortleggja bakgrunn hins grunaða og í því að finna mögulegt tilefni drápsins. 3. febrúar 2021 15:41 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Fleiri fréttir Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Sjá meira
Öllum, sem á þurfa að halda, verður boðin sálræn hjálp til að takast á við áfallið. Fáni við þjónustukjarnann hefur verið dreginn í hálfa stöng. Á fundinum var starfsfólkinu sagt frá helstu staðreyndum þessa skelfilega máls og greint var frá gangi lögreglurannsóknarinnar. B.T. hefur eftir Anni að málið væri svakalegt áfall fyrir starfsmennina, sumir þeirra hafi verið afar nánir Freyju. Sjá nánar: Maðurinn sem myrti Freyju áður verið dæmdur fyrir morð Í gærkvöldi greindu danskir fjölmiðlar frá baksögu mannsins sem, fyrir dómi í gær, sagðist hafa banað Freyju. Árið 1996 hlaut maðurinn dóm fyrir hrottafengið morð á annarri barnsmóður sinni. Þau áttu saman dreng sem þá var tveggja ára. Vinir, fjölskylda og nágrannar Freyju komu saman í gærkvöldi til að sýna hvert öðru stuðning í þeirri miklu sorg sem nú ríkir vegna fráfalls Freyju. Vísir/Elín Margrét Freyja og hinn grunaði voru hjón en þau höfðu nýverið slitið samvistum. Saman áttu þau tvö ung börn, dreng og stúlku. Í gær komu saman til kyrrðar-og sorgarstundar vinir, nágrannar og kunningjar Freyju. Aðstandendur hennar lögðu blóm og kerti við heimili hennar í smábænum Malling. Heimilið er nú rannsóknarvettvangur því árásin átti sér stað þar. Fjölmiðillinn B.T. ræddi við fjölmarga vini og nágranna Freyju og en enginn þeirra vildi tjá sig opinberlega um málið, enda sé það afar viðkvæmt. Einn þeirra sem vildi ekki koma fram undir nafni sagði að það væri hans tilfinning að fólkið væri harmi slegið. Það vilji halda sig svolítið til hlés fyrst um sinn.
Morð í Malling Danmörk Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Maðurinn sem myrti Freyju áður verið dæmdur fyrir morð Karlmaðurinn sem játað hefur að hafa myrt Freyju Egilsdóttur í Malling á Jótlandi hefur áður verið dæmdur fyrir morð. Árið 1996 hlaut hann dóm fyrir morðið á annarri barnsmóður sinni, en sonur þeirra var þá tveggja ára gamall. 3. febrúar 2021 21:13 „Hún var vinsæl og vinamörg, við erum í algjöru áfalli“ Vinir Freyju Egilsdóttur sem fannst látin á heimili sínu í nótt segja mikla sorg ríkja í Malling þar sem hún bjó. Þeir tóku þátt í leit að henni í gær, ásamt fjölmennu lögregluliði. Kerti og blóm hafa streymt að heimili hennar í dag. 3. febrúar 2021 19:00 Rannsaka bakgrunn og eðli sambands Freyju og hins grunaða Eftir að grunur vaknaði um að fyrrverandi sambýlismaður og eiginmaður Freyju Egilsdóttur væri sekur um manndráp hefur meginþungi rannsóknar Lögreglunnar á Jótlandi falist í að kortleggja bakgrunn hins grunaða og í því að finna mögulegt tilefni drápsins. 3. febrúar 2021 15:41 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Fleiri fréttir Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Sjá meira
Maðurinn sem myrti Freyju áður verið dæmdur fyrir morð Karlmaðurinn sem játað hefur að hafa myrt Freyju Egilsdóttur í Malling á Jótlandi hefur áður verið dæmdur fyrir morð. Árið 1996 hlaut hann dóm fyrir morðið á annarri barnsmóður sinni, en sonur þeirra var þá tveggja ára gamall. 3. febrúar 2021 21:13
„Hún var vinsæl og vinamörg, við erum í algjöru áfalli“ Vinir Freyju Egilsdóttur sem fannst látin á heimili sínu í nótt segja mikla sorg ríkja í Malling þar sem hún bjó. Þeir tóku þátt í leit að henni í gær, ásamt fjölmennu lögregluliði. Kerti og blóm hafa streymt að heimili hennar í dag. 3. febrúar 2021 19:00
Rannsaka bakgrunn og eðli sambands Freyju og hins grunaða Eftir að grunur vaknaði um að fyrrverandi sambýlismaður og eiginmaður Freyju Egilsdóttur væri sekur um manndráp hefur meginþungi rannsóknar Lögreglunnar á Jótlandi falist í að kortleggja bakgrunn hins grunaða og í því að finna mögulegt tilefni drápsins. 3. febrúar 2021 15:41