Aukakastið sem leiddi til vítisins umdeilda ranglega tekið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. febrúar 2021 13:01 Eins og sést steig Daði Jónsson á punktalínuna þegar hann tók aukakastið. stöð 2 sport Að sjálfsögðu var farið yfir vítakastið umdeilda sem var dæmt í blálokin á leik FH og KA í Olís-deild karla í Seinni bylgjunni í gær. Eftir mikla reikistefnu dæmdu dómarar leiksins, þeir Gunnar Óli Gústafsson og Bjarki Bóasson, vítakast á FH þegar leiktíminn var runninn út. Andri Snær Stefánsson skoraði jöfnunarmark KA úr vítinu, 31-31. Vítið var dæmt á Einar Rafn Eiðsson fyrir að verja skot Daða Jónssonar beint úr aukakasti. Vandamálið var að aukakastið var ekki tekið á réttum stað, fyrir utan punktalínuna. „Sjáiði, hann stígur á línuna. Það þýðir ólöglega framkvæmt aukakast,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson í Seinni bylgjunni. „Með öðrum orðum, þeir gátu ekki dæmt víti þarna. Ef þeir hefðu fylgt öllu rétt hefðu þeir átt að láta endurtaka aukakastið.“ Klippa: Seinni bylgjan - Vítadómurinn umdeildi Bjarni Fritzsyni fannst skrítið að Daði hefði náð að taka aukakastið jafn snöggt og hann gerði. „Mér finnst sérstakt að hann nái að taka aukakastið strax því hann var teikaður. Ég set spurningarmerki við að það hefði ekki átt að vera tvær mínútur og stoppa tímann. Það hefði verið eðlilegur dómur og þá hefðu þeir fengið tvær sekúndur eða svo til að klára. En Daði reif sig upp og var klókur,“ sagði Bjarni og bætti við að viðbrögð FH-inga, að reyna að verja skot Daða, hafi verið ósjálfráð og eðlileg. Henry Birgir sagði að þeir Gunnar Óli og Bjarki hafi dæmt leikinn afar vel í 59 mínútur, eða fyrir utan vítadóminn undir lokin. „Það er ömurlegt að lenda í þessu í restina en við verðum að gefa þeim það að þeir stóðu sig mjög vel,“ sagði Henry Birgir. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla FH KA Seinni bylgjan Tengdar fréttir Sjáðu vítadóminn sem FH-ingar voru svo reiðir yfir FH-ingar voru langt frá því að vera sáttir með vítið sem var dæmt á þá undir lok leiksins gegn KA-mönnum í Olís-deildinni í gær. 4. febrúar 2021 15:02 Sigursteinn: Best að ég tjái mig sem minnst Það er óhætt að segja að dramatíkin hafi verið allsráðandi í Kaplakrika þegar FH og KA gerðu 31-31 jafntefli í Olísdeild karla í handbolta. KA jafnaði metin úr vítakasti þegar leiktíminn var liðinn og voru FH-ingar æfir yfir þeim örlagaríka vítadómi. Sigursteinn Arndal er þjálfari FH og hann var augljóslega ekki sáttur eftir leik. 3. febrúar 2021 22:00 Umfjöllun og viðtöl: FH - KA 31-31 | Allt á suðupunkti í Krikanum FH og KA skildu jöfn 31-31 þegar liðin mættust í Kaplakrika í sjöundu umferð Olísdeildar karla í handbolta . KA jafnaði metin úr umdeildu vítakasti þegar leiktíminn var liðinn og allt gjörsamlega á suðupunkti í Krikanum. 3. febrúar 2021 20:57 Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Íslenski boltinn Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Fleiri fréttir HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Sjá meira
Eftir mikla reikistefnu dæmdu dómarar leiksins, þeir Gunnar Óli Gústafsson og Bjarki Bóasson, vítakast á FH þegar leiktíminn var runninn út. Andri Snær Stefánsson skoraði jöfnunarmark KA úr vítinu, 31-31. Vítið var dæmt á Einar Rafn Eiðsson fyrir að verja skot Daða Jónssonar beint úr aukakasti. Vandamálið var að aukakastið var ekki tekið á réttum stað, fyrir utan punktalínuna. „Sjáiði, hann stígur á línuna. Það þýðir ólöglega framkvæmt aukakast,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson í Seinni bylgjunni. „Með öðrum orðum, þeir gátu ekki dæmt víti þarna. Ef þeir hefðu fylgt öllu rétt hefðu þeir átt að láta endurtaka aukakastið.“ Klippa: Seinni bylgjan - Vítadómurinn umdeildi Bjarni Fritzsyni fannst skrítið að Daði hefði náð að taka aukakastið jafn snöggt og hann gerði. „Mér finnst sérstakt að hann nái að taka aukakastið strax því hann var teikaður. Ég set spurningarmerki við að það hefði ekki átt að vera tvær mínútur og stoppa tímann. Það hefði verið eðlilegur dómur og þá hefðu þeir fengið tvær sekúndur eða svo til að klára. En Daði reif sig upp og var klókur,“ sagði Bjarni og bætti við að viðbrögð FH-inga, að reyna að verja skot Daða, hafi verið ósjálfráð og eðlileg. Henry Birgir sagði að þeir Gunnar Óli og Bjarki hafi dæmt leikinn afar vel í 59 mínútur, eða fyrir utan vítadóminn undir lokin. „Það er ömurlegt að lenda í þessu í restina en við verðum að gefa þeim það að þeir stóðu sig mjög vel,“ sagði Henry Birgir. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla FH KA Seinni bylgjan Tengdar fréttir Sjáðu vítadóminn sem FH-ingar voru svo reiðir yfir FH-ingar voru langt frá því að vera sáttir með vítið sem var dæmt á þá undir lok leiksins gegn KA-mönnum í Olís-deildinni í gær. 4. febrúar 2021 15:02 Sigursteinn: Best að ég tjái mig sem minnst Það er óhætt að segja að dramatíkin hafi verið allsráðandi í Kaplakrika þegar FH og KA gerðu 31-31 jafntefli í Olísdeild karla í handbolta. KA jafnaði metin úr vítakasti þegar leiktíminn var liðinn og voru FH-ingar æfir yfir þeim örlagaríka vítadómi. Sigursteinn Arndal er þjálfari FH og hann var augljóslega ekki sáttur eftir leik. 3. febrúar 2021 22:00 Umfjöllun og viðtöl: FH - KA 31-31 | Allt á suðupunkti í Krikanum FH og KA skildu jöfn 31-31 þegar liðin mættust í Kaplakrika í sjöundu umferð Olísdeildar karla í handbolta . KA jafnaði metin úr umdeildu vítakasti þegar leiktíminn var liðinn og allt gjörsamlega á suðupunkti í Krikanum. 3. febrúar 2021 20:57 Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Íslenski boltinn Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Fleiri fréttir HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Sjá meira
Sjáðu vítadóminn sem FH-ingar voru svo reiðir yfir FH-ingar voru langt frá því að vera sáttir með vítið sem var dæmt á þá undir lok leiksins gegn KA-mönnum í Olís-deildinni í gær. 4. febrúar 2021 15:02
Sigursteinn: Best að ég tjái mig sem minnst Það er óhætt að segja að dramatíkin hafi verið allsráðandi í Kaplakrika þegar FH og KA gerðu 31-31 jafntefli í Olísdeild karla í handbolta. KA jafnaði metin úr vítakasti þegar leiktíminn var liðinn og voru FH-ingar æfir yfir þeim örlagaríka vítadómi. Sigursteinn Arndal er þjálfari FH og hann var augljóslega ekki sáttur eftir leik. 3. febrúar 2021 22:00
Umfjöllun og viðtöl: FH - KA 31-31 | Allt á suðupunkti í Krikanum FH og KA skildu jöfn 31-31 þegar liðin mættust í Kaplakrika í sjöundu umferð Olísdeildar karla í handbolta . KA jafnaði metin úr umdeildu vítakasti þegar leiktíminn var liðinn og allt gjörsamlega á suðupunkti í Krikanum. 3. febrúar 2021 20:57