Áströlsk fréttakona sögð hafa ljóstrað upp kínverskum ríkisleyndarmálum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. febrúar 2021 11:40 Cheng Lei (t.h.) hefur nú verið ákærð fyrir að hafa ljóstrað upp kínverskum ríkisleyndarmálum. Getty/David Fitzgerald Ástralski fréttamaðurinn Cheng Lei hefur formlega verið ákærð í Kína eftir marga mánuði í haldi lögregluyfirvalda. Henni er gert það að sök að hafa sagt erlendum aðilum frá kínverskum ríkisleyndarmálum. Áður en Cheng var sett í gæsluvarðhald hafði hún starfað sem fréttamaður á fréttastofu CGTN, sem er ríkisrekin fréttamiðstöð í Kína sem flytur fréttir á ensku. Cheng var færð í varðhald í ágúst síðastliðnum en var ekki formlega ákærð fyrir meinta glæpi fyrr en á föstudaginn síðastliðinn samkvæmt upplýsingum frá áströlskum yfirvöldum. Cheng fæddist í Kína en fluttist sem barn til Ástralíu ásamt foreldrum sínum. Cheng er 49 ára gömul og tveggja barna móðir en krakkarnir hennar tveir, níu og ellefu ára, voru í heimsókn hjá ömmu sinni og afa í Ástralíu þegar Cheng var handtekin í ágúst og þau hafa svo verið þar síðan. Á blaðamannafundi í dag sagði Wang Wenbin, talsmaður kínverskra yfirvalda, að hann vonist til þess að Ástralía muni ekki „skipta sér af því hvernig Kína tekst á við málið.“ Áströlsk yfirvöld hafa ítrekað lýst yfir áhyggjum yfir aðstæðum Cheng í gæsluvarðhaldinu. Cheng hefur undanfarin ár starfað fyrir CGTN í Peking en flestir fjölskyldumeðlimir hennar eru búsettir í Ástralíu. Cheng hvarf skyndilega af sjónvarpsskjánum í ágúst síðastliðnum og náðu hvorki ættingjar hennar né vinir sambandi við hana. Þá fjarlægði CGNT allar upplýsingar um Cheng af vefsíðu sinni. Eftir nokkurn tíma greindu kínversk yfirvöld frá því að henni væri haldið í gæsluvarðhaldi í þágu þjóðaröryggis. Fjölskyldu hennar var ekki greint frá því hvers vegna henni væri haldið. Samkvæmt fjölskyldu Cheng hefur hún ítrekað verið yfirheyrð og henni sé haldið í fangaklefa á óþekktum stað. Þá viti þau til þess að heilsa hennar hafi farið hrakandi. Kína Ástralía Tengdar fréttir Telja ástralska fréttakonu „ógna þjóðaröryggi“ Kína Stjórnvöld í Beijing halda því fram að Cheng Lei, áströlsk fréttakona, sem þau hafa haldið um margra vikna skeið sé grunuð um glæpi sem ógni þjóðaröryggi Kína. 8. september 2020 11:13 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira
Áður en Cheng var sett í gæsluvarðhald hafði hún starfað sem fréttamaður á fréttastofu CGTN, sem er ríkisrekin fréttamiðstöð í Kína sem flytur fréttir á ensku. Cheng var færð í varðhald í ágúst síðastliðnum en var ekki formlega ákærð fyrir meinta glæpi fyrr en á föstudaginn síðastliðinn samkvæmt upplýsingum frá áströlskum yfirvöldum. Cheng fæddist í Kína en fluttist sem barn til Ástralíu ásamt foreldrum sínum. Cheng er 49 ára gömul og tveggja barna móðir en krakkarnir hennar tveir, níu og ellefu ára, voru í heimsókn hjá ömmu sinni og afa í Ástralíu þegar Cheng var handtekin í ágúst og þau hafa svo verið þar síðan. Á blaðamannafundi í dag sagði Wang Wenbin, talsmaður kínverskra yfirvalda, að hann vonist til þess að Ástralía muni ekki „skipta sér af því hvernig Kína tekst á við málið.“ Áströlsk yfirvöld hafa ítrekað lýst yfir áhyggjum yfir aðstæðum Cheng í gæsluvarðhaldinu. Cheng hefur undanfarin ár starfað fyrir CGTN í Peking en flestir fjölskyldumeðlimir hennar eru búsettir í Ástralíu. Cheng hvarf skyndilega af sjónvarpsskjánum í ágúst síðastliðnum og náðu hvorki ættingjar hennar né vinir sambandi við hana. Þá fjarlægði CGNT allar upplýsingar um Cheng af vefsíðu sinni. Eftir nokkurn tíma greindu kínversk yfirvöld frá því að henni væri haldið í gæsluvarðhaldi í þágu þjóðaröryggis. Fjölskyldu hennar var ekki greint frá því hvers vegna henni væri haldið. Samkvæmt fjölskyldu Cheng hefur hún ítrekað verið yfirheyrð og henni sé haldið í fangaklefa á óþekktum stað. Þá viti þau til þess að heilsa hennar hafi farið hrakandi.
Kína Ástralía Tengdar fréttir Telja ástralska fréttakonu „ógna þjóðaröryggi“ Kína Stjórnvöld í Beijing halda því fram að Cheng Lei, áströlsk fréttakona, sem þau hafa haldið um margra vikna skeið sé grunuð um glæpi sem ógni þjóðaröryggi Kína. 8. september 2020 11:13 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira
Telja ástralska fréttakonu „ógna þjóðaröryggi“ Kína Stjórnvöld í Beijing halda því fram að Cheng Lei, áströlsk fréttakona, sem þau hafa haldið um margra vikna skeið sé grunuð um glæpi sem ógni þjóðaröryggi Kína. 8. september 2020 11:13