Innlent

Náðu ekki í skottið á Banda­ríkja­mönnum sem grunaðir eru um brot á sótt­kví

Eiður Þór Árnason skrifar
Að sögn vitna sátu mennirnir á staðnum og drukku bjór frelsinu fagnandi.
Að sögn vitna sátu mennirnir á staðnum og drukku bjór frelsinu fagnandi. Vísir/vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú tveggja Bandaríkjamanna sem grunaðir eru um brot á sóttkví. Mennirnir sátu að sumbli á Lebowski bar í miðbæ Reykjavíkur á sunnudag en voru horfnir á braut þegar lögregla kom á staðinn.

Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir í samtali við Vísi að málið sé nú í rannsókn hjá lögreglu sem reyni að hafa uppi á mönnunum.

Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu en samkvæmt heimildum miðilsins heyrði starfsfólk barsins mennina ræða sín á milli að þeir ættu að vera í sóttkví. Í kjölfarið hafi verið óskað eftir aðstoð lögreglu.

Jóhann segir að lögreglan hafi óljósar upplýsingar um gististað mannanna og reyni nú að komast að því hvar þeir dvelja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×