Innlent

Fóru úr landi eftir að þeir brutu sótt­kví

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Mennirnir yfirgáfu landið eftir að fyrirtækið sem þeir komu hingað með komst á snoðir um sóttkvíarbrotin. 
Mennirnir yfirgáfu landið eftir að fyrirtækið sem þeir komu hingað með komst á snoðir um sóttkvíarbrotin.  Vísir/Arnar

Fjórir ferðamenn sem grunaðir eru um að hafa brotið reglur um sóttkví við komuna til landsins hafa yfirgefið landið. Mennirnir voru hér á vegum fyrirtækis sem sendi þá úr landi eftir að stjórnendur fréttu af brotunum. RÚV greinir frá.

Mennirnir fjórir, einn Bandaríkjamaður og þrír Evrópumenn, sátu að sumbli á Lebowski bar í miðbæ Reykjavíkur á sunnudagskvöld þegar starfsfólk barsins heyrði þá ræða sín á milli að þeir ættu að vera í sóttkví. Þegar lögregla kom á staðinn voru mennirnir farnir og hefur þeirra verið leitað síðan.

Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir í samtali við RÚV að rakningateymið sé búið að láta lögreglu hafa upplýsingar um það hvar mennirnir hafi hugsanlega haldið til. Lögregla heimsótti gististað mannanna í kjölfarið en þeir voru ekki staddir þar.

„Þetta er alvarlegt. Við erum með þessar reglur og við ætlumst til þess að það sé farið eftir þeim og í rauninni erum við að treysta fólki til að fara eftir þessum tilmælum. Ef menn eru vísvitandi að brjóta þetta verður lögreglan að taka á því,“ sagði Jóhann í samtali við RÚV.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×