Segir Liverpool enn eiga möguleika á því að bjarga tímabilinu sínu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2021 16:00 Leikmenn Liverpool þurfa að gera betur en að undanförnu ef liðið á að komast í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Getty/Andrew Powell Liverpool skiptir í kvöld úr vandræðum sínum í ensku úrvalsdeildinni yfir í Meistaradeildina þar sem liðið vonast til betri úrslitum en að undanförnu. Nú er aftur á móti tími til að sjá hvort vandamálin fylgi liðinu líka til Evrópu. John Aldridge, fyrrum markakóngur hjá Liverpool, segir að það sé enn tími fyrir Liverpool til að bjarga tímabilinu. Liverpool hefur tapað þremur deildarleikjum í röð og aðeins unnið þrjá af síðustu tólf leikjum sínum í öllum keppnunum. Liverpool var á toppnum eftir 7-0 sigur á Crystal Palace í síðasta leik sínum fyrir jól en hefur síðan aðeins náð í 9 stig í tíu leikjum eða minna en eitt stig að meðaltali í leik. Framundan er fyrri leikurinn á móti RB Leipzig í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. RB Leipzig er í öðru sæti í þýsku deildinni og hefur fjóra síðustu leiki sína í öllum keppnum með markatölunni 10-1. John Aldridge: 'Liverpool still have one big chance to save their season and they have to take it against Leipzig'@Realaldo474 https://t.co/mRf6bq42TP pic.twitter.com/YxZblcTknW— Independent Sport (@IndoSport) February 15, 2021 John Aldridge segir leikinn í kvöld vera fyrsta skrefið fyrir Liverpool menn til að bjarga tímabilinu. Liverpool á ekki lengur raunhæfa möguleika á því að vinna ensku úrvalsdeildina en það er stór titill í boði í Meistaradeildinni. Aldridge telur sig ekki hafa séð gefa jafnmikið eftir og Liverpool hafi gert á síðustu tveimur mánuðum, farið úr því að líta út fyrir að vera að stinga af á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í desember í það að detta alla leið niður í sjötta sæti eins og staðan er núna. Fyrir vikið er Jürgen Klopp í nýrri stöðu í leiknum í kvöld. Hann veit ekki lengur hvar hann hefur liðið sitt og það er örugglega óþægileg staða. Hann hefur undanfarin þrjú ár oftast getað treyst á sína menn í stóru leikjunum en nú er óvissan mikil. Liverpool started the day fourth in the Premier League.They end the day in sixth and outside of European spots pic.twitter.com/rh30H5Ebyi— B/R Football (@brfootball) February 15, 2021 Að mati Aldridge er Meistaradeildin aftur á móti kjörinn vettvangur til að finna taktinn á nýjan leik og bjarga tímabilinu með góðum árangri þar. Aldridge sem varð enskur meistari og enskur bikarmeistari með Liverpool á sínum tíma en fékk ekki tækifæri til að spila með liðinu í Evrópukeppni því ensku liðin voru í banni á þeim tíma. Liverpool mætir Leipzig í kvöld í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 20.00 en bein útsending á Stöð 2 Sport 2 hefst klukkan 19.50. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport en leikur Barcelona og PSG er sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 19.50. Meistaradeildarmörkin eru síðan á dagskrá Stöð 2 Sport 2 frá klukkan 22.00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Körfubolti Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Sjá meira
John Aldridge, fyrrum markakóngur hjá Liverpool, segir að það sé enn tími fyrir Liverpool til að bjarga tímabilinu. Liverpool hefur tapað þremur deildarleikjum í röð og aðeins unnið þrjá af síðustu tólf leikjum sínum í öllum keppnunum. Liverpool var á toppnum eftir 7-0 sigur á Crystal Palace í síðasta leik sínum fyrir jól en hefur síðan aðeins náð í 9 stig í tíu leikjum eða minna en eitt stig að meðaltali í leik. Framundan er fyrri leikurinn á móti RB Leipzig í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. RB Leipzig er í öðru sæti í þýsku deildinni og hefur fjóra síðustu leiki sína í öllum keppnum með markatölunni 10-1. John Aldridge: 'Liverpool still have one big chance to save their season and they have to take it against Leipzig'@Realaldo474 https://t.co/mRf6bq42TP pic.twitter.com/YxZblcTknW— Independent Sport (@IndoSport) February 15, 2021 John Aldridge segir leikinn í kvöld vera fyrsta skrefið fyrir Liverpool menn til að bjarga tímabilinu. Liverpool á ekki lengur raunhæfa möguleika á því að vinna ensku úrvalsdeildina en það er stór titill í boði í Meistaradeildinni. Aldridge telur sig ekki hafa séð gefa jafnmikið eftir og Liverpool hafi gert á síðustu tveimur mánuðum, farið úr því að líta út fyrir að vera að stinga af á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í desember í það að detta alla leið niður í sjötta sæti eins og staðan er núna. Fyrir vikið er Jürgen Klopp í nýrri stöðu í leiknum í kvöld. Hann veit ekki lengur hvar hann hefur liðið sitt og það er örugglega óþægileg staða. Hann hefur undanfarin þrjú ár oftast getað treyst á sína menn í stóru leikjunum en nú er óvissan mikil. Liverpool started the day fourth in the Premier League.They end the day in sixth and outside of European spots pic.twitter.com/rh30H5Ebyi— B/R Football (@brfootball) February 15, 2021 Að mati Aldridge er Meistaradeildin aftur á móti kjörinn vettvangur til að finna taktinn á nýjan leik og bjarga tímabilinu með góðum árangri þar. Aldridge sem varð enskur meistari og enskur bikarmeistari með Liverpool á sínum tíma en fékk ekki tækifæri til að spila með liðinu í Evrópukeppni því ensku liðin voru í banni á þeim tíma. Liverpool mætir Leipzig í kvöld í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 20.00 en bein útsending á Stöð 2 Sport 2 hefst klukkan 19.50. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport en leikur Barcelona og PSG er sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 19.50. Meistaradeildarmörkin eru síðan á dagskrá Stöð 2 Sport 2 frá klukkan 22.00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Körfubolti Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti