Trump hellti sér yfir McConnell: „Önug og fýld pólitísk bikkja“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. febrúar 2021 06:55 Trump og McConnell þegar allt lék í lyndi á milli þeirra í forsetatíð þess fyrrnefnda. Getty/Drew Angerer Það verður ekki annað sagt en að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi látið Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana, í öldungadeild Bandríkjaþings, heyra það í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gærkvöldi. McConnell var einn dyggasti stuðningsmaður Trumps í forsetatíð hans og yfirlýsingin kemur aðeins nokkrum dögum eftir að öldungadeildin sýknaði Trump af ákæru um embættisbrot. Það var meðal annars fyrir tilstilli McConnell sem sú niðurstaða fékkst í þinginu þar sem ekki nægilega margir Repúblikanar samþykktu að dæma Trump. McConnell greiddi meðal annars atkvæði gegn því að dæma Trump fyrir embættisbrot en sagði þó að forsetinn fyrrverandi væri siðferðislega ábyrgur fyrir að ýta undir árásina á bandaríska þinghúsið í byrjun janúar. Það hefði forsetinn fyrrverandi gert með lygum sínum um að svindlað hefði verið í bandarísku forsetakosningunum í nóvember. Yfirlýsingin undirstriki klofninginn í Repúblikanaflokknum Svo virðist sem það séu þessi orð McConnell sem hafa farið öfugt ofan í Trump sem skefur ekki utan af því í yfirlýsingunni í gær: „McConnell er önug og fýld pólitísk bikkja sem brosir aldrei og ef að öldungadeildarþingmenn Repúblikana ætla að binda trúss sitt við hann munu þeir aldrei sigra aftur,“ sagði Trump meðal annars í yfirlýsingunni. Þá sagði hann Repúblikanaflokkinn aldrei geta orðið sterkan eða vandan að virðingu sinni á ný með pólitíska „leiðtoga“ eins og McConnell við stjórnvölinn. Skortur McConnells á pólitísku innsæi, visku, hæfileikum og persónuleika hefði kostað Repúblikana meirihlutann í öldungadeildinni í kosningunum í nóvember. Í umfjöllun Washington Post um málið segir að yfirlýsing Trumps undirstriki klofning í Repúblikanaflokknum og dragi enn skýrar fram þær tvær blokkir sem munu berjast um völdin í flokknum á næstunni. Annars vegar sé þar um að ræða Trump sjálfan og stuðningsmenn hans sem setja engin spurningamerki við hegðun eða gjörðir forsetans fyrrverandi. Hins vegar séu svo hefðbundnari Repúblikanar sem vilja leggja áherslu á að byggja flokkinn upp að nýju með pólitískri stefnu sem höfði meira til kjósenda. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Trump og Giuliani kærðir af þingmanni vegna árásarinnar Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið kærður fyrir alríkisdómstóli vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar. Kæran var lögð fram af Bennie Thompson, þingmanni Demókrataflokksins. 16. febrúar 2021 15:44 Setja á fót nefnd til að rannsaka árásina á þinghúsið Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur greint frá því að til standi að þingið komi á fót óháðri rannsóknarnefnd sem ætlað verður að kafa ofan í saumana á atburðarásinni í og við þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar síðastliðinn. Þá réðst æstur múgur inn í þinghúsið og fimm létust, þar af einn lögregluþjónn. 15. febrúar 2021 23:35 Trump-lestin rúllar áfram en þingmenn vilja frekari rannsóknir Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sem var sýknaður af ákæru um embættisbrot um helgina, er enn með sterkt tak á Repúblikanaflokknum þó hann komi ekki óskaddaður frá málinu. 15. febrúar 2021 11:05 Segir möguleika að Trump verði stefnt fyrir dóm þrátt fyrir sýknuna Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði í kvöld að Donald Trump fyrrverandi forseti sé ábyrgur fyrir árásinni sem gerð var á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar. 13. febrúar 2021 22:39 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
McConnell var einn dyggasti stuðningsmaður Trumps í forsetatíð hans og yfirlýsingin kemur aðeins nokkrum dögum eftir að öldungadeildin sýknaði Trump af ákæru um embættisbrot. Það var meðal annars fyrir tilstilli McConnell sem sú niðurstaða fékkst í þinginu þar sem ekki nægilega margir Repúblikanar samþykktu að dæma Trump. McConnell greiddi meðal annars atkvæði gegn því að dæma Trump fyrir embættisbrot en sagði þó að forsetinn fyrrverandi væri siðferðislega ábyrgur fyrir að ýta undir árásina á bandaríska þinghúsið í byrjun janúar. Það hefði forsetinn fyrrverandi gert með lygum sínum um að svindlað hefði verið í bandarísku forsetakosningunum í nóvember. Yfirlýsingin undirstriki klofninginn í Repúblikanaflokknum Svo virðist sem það séu þessi orð McConnell sem hafa farið öfugt ofan í Trump sem skefur ekki utan af því í yfirlýsingunni í gær: „McConnell er önug og fýld pólitísk bikkja sem brosir aldrei og ef að öldungadeildarþingmenn Repúblikana ætla að binda trúss sitt við hann munu þeir aldrei sigra aftur,“ sagði Trump meðal annars í yfirlýsingunni. Þá sagði hann Repúblikanaflokkinn aldrei geta orðið sterkan eða vandan að virðingu sinni á ný með pólitíska „leiðtoga“ eins og McConnell við stjórnvölinn. Skortur McConnells á pólitísku innsæi, visku, hæfileikum og persónuleika hefði kostað Repúblikana meirihlutann í öldungadeildinni í kosningunum í nóvember. Í umfjöllun Washington Post um málið segir að yfirlýsing Trumps undirstriki klofning í Repúblikanaflokknum og dragi enn skýrar fram þær tvær blokkir sem munu berjast um völdin í flokknum á næstunni. Annars vegar sé þar um að ræða Trump sjálfan og stuðningsmenn hans sem setja engin spurningamerki við hegðun eða gjörðir forsetans fyrrverandi. Hins vegar séu svo hefðbundnari Repúblikanar sem vilja leggja áherslu á að byggja flokkinn upp að nýju með pólitískri stefnu sem höfði meira til kjósenda.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Trump og Giuliani kærðir af þingmanni vegna árásarinnar Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið kærður fyrir alríkisdómstóli vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar. Kæran var lögð fram af Bennie Thompson, þingmanni Demókrataflokksins. 16. febrúar 2021 15:44 Setja á fót nefnd til að rannsaka árásina á þinghúsið Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur greint frá því að til standi að þingið komi á fót óháðri rannsóknarnefnd sem ætlað verður að kafa ofan í saumana á atburðarásinni í og við þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar síðastliðinn. Þá réðst æstur múgur inn í þinghúsið og fimm létust, þar af einn lögregluþjónn. 15. febrúar 2021 23:35 Trump-lestin rúllar áfram en þingmenn vilja frekari rannsóknir Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sem var sýknaður af ákæru um embættisbrot um helgina, er enn með sterkt tak á Repúblikanaflokknum þó hann komi ekki óskaddaður frá málinu. 15. febrúar 2021 11:05 Segir möguleika að Trump verði stefnt fyrir dóm þrátt fyrir sýknuna Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði í kvöld að Donald Trump fyrrverandi forseti sé ábyrgur fyrir árásinni sem gerð var á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar. 13. febrúar 2021 22:39 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Trump og Giuliani kærðir af þingmanni vegna árásarinnar Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið kærður fyrir alríkisdómstóli vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar. Kæran var lögð fram af Bennie Thompson, þingmanni Demókrataflokksins. 16. febrúar 2021 15:44
Setja á fót nefnd til að rannsaka árásina á þinghúsið Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur greint frá því að til standi að þingið komi á fót óháðri rannsóknarnefnd sem ætlað verður að kafa ofan í saumana á atburðarásinni í og við þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar síðastliðinn. Þá réðst æstur múgur inn í þinghúsið og fimm létust, þar af einn lögregluþjónn. 15. febrúar 2021 23:35
Trump-lestin rúllar áfram en þingmenn vilja frekari rannsóknir Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sem var sýknaður af ákæru um embættisbrot um helgina, er enn með sterkt tak á Repúblikanaflokknum þó hann komi ekki óskaddaður frá málinu. 15. febrúar 2021 11:05
Segir möguleika að Trump verði stefnt fyrir dóm þrátt fyrir sýknuna Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði í kvöld að Donald Trump fyrrverandi forseti sé ábyrgur fyrir árásinni sem gerð var á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar. 13. febrúar 2021 22:39