Forstöðumaðurinn nýbúinn að frétta af tilslökunum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. febrúar 2021 12:11 Fleiri mega fara á skíði samkvæmt nýjum sóttvarnareglum fyrir skíðasvæði landsins. Vísir/Vilhelm Nýjar sóttvarnareglur fyrir skíðasvæði tóku óvænt gildi í morgun. Fréttirnar komu forstöðumanni Hlíðarfjalls í opna skjöldu enda bárust þær honum klukkan hálf tíu í morgun. Hann fagnar breytingunni en óttast þó að henni fylgi lengri biðraðir í lyftur vegna tveggja metra reglunnar. Lögreglan á Norðurlandi eystra birti í morgun nýju reglurnar en í þeim felst að forráðamenn skíðasvæða landsins mega frá og með deginum í dag taka á móti allt að fimmtíu prósent af reiknaðri móttökugetu í staðinn fyrir tuttugu og fimm prósent áður. Tímasetning breytinganna vekur athygli enda er vetrarfrí í fjölmörgum grunnskólum landsins að hefjast og útlit er fyrir að fjölmargir af höfuðborgarsvæðinu leggi leið sína út á land til að bregða sér á skíði. Sjá nánar: Fleiri mega fara á skíði og veitingasala heimiluð Uppselt var á skíði í Hlíðarfjalli á Akureyri um helgina en forstöðumaður skíðasvæðisins segir að fleiri miðar verði nú settir í sölu en þó ekki því sem nemur helmingi af hámarks mótttökugetu - fyrst um sinn. „Við erum að auka, í þessum töluðu orðum, sirka upp í 2500-3000 miða og síðan verðum við bara að sjá hvernig helgin kemur út. Við vorum búin að skipuleggja helgina með tilliti til mannafla og skipulagi á svæðinu þannig að það er aðallega það að við þurfum að skipuleggja raðir og gera útfærslu á tveggja metra reglu alls staðar því hópamyndunin er náttúrulega mest í röðunum og það er það sem menn eru að horfa mest til varðandi smit.“ Þetta sagði Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður skíðasvæðisins. Stólalyftan sé ákveðinn flöskuháls því tveggja metra reglan dragi úr afkastagetu lyftunnar. Fréttirnar komu Brynjari í opna skjöldu en hvernig komu þær til? „Samtök skíðasvæða hafa verið beinu sambandi við Landlæknisembættið og Almannavarnir og eru með tengilið þar inni sem við erum að vinna með. Við höfum verið svolítið að ýta á að fá að fara í 50% og það var bara verið að vinna þessar reglur eins fljótt og hægt er. Ég fékk fréttirnar klukkan hálf tíu í morgun,“ sagði Brynjar og skellti uppúr. Hann bætti við að allir væru að gera sitt besta og skildi vel að sóttvarnayfirvöld hafi fyrst látið lögregluna vita um breytingarnar. Akureyri Skíðasvæði Tengdar fréttir Fleiri mega fara á skíði og veitingasala heimiluð Embætti landlæknis og sóttvarnalæknir hafa gefið út nýjar reglur á skíðasvæðum landsins sem taka gildi í dag. Nú mega skíðasvæðin taka við 50 prósent af móttökugetu svæðisins en leyfilegt hlutfall var áður 25 prósent. 19. febrúar 2021 10:23 800 manns í Hlíðarfjalli í dag Mikið er um að vera í Hlíðarfjalli á Akureyri en fjöldi fólks nýtur sín þar nú um helgina á skíðum. Veðurskilyrði eru einstaklega góð, hægur vindur er á svæðinu og níu stiga frost. Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður skíðasvæðisins, segir að slík umferð hafi ekki verið á svæðinu frá því í mars í fyrra. 30. janúar 2021 11:33 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Sjá meira
Hann fagnar breytingunni en óttast þó að henni fylgi lengri biðraðir í lyftur vegna tveggja metra reglunnar. Lögreglan á Norðurlandi eystra birti í morgun nýju reglurnar en í þeim felst að forráðamenn skíðasvæða landsins mega frá og með deginum í dag taka á móti allt að fimmtíu prósent af reiknaðri móttökugetu í staðinn fyrir tuttugu og fimm prósent áður. Tímasetning breytinganna vekur athygli enda er vetrarfrí í fjölmörgum grunnskólum landsins að hefjast og útlit er fyrir að fjölmargir af höfuðborgarsvæðinu leggi leið sína út á land til að bregða sér á skíði. Sjá nánar: Fleiri mega fara á skíði og veitingasala heimiluð Uppselt var á skíði í Hlíðarfjalli á Akureyri um helgina en forstöðumaður skíðasvæðisins segir að fleiri miðar verði nú settir í sölu en þó ekki því sem nemur helmingi af hámarks mótttökugetu - fyrst um sinn. „Við erum að auka, í þessum töluðu orðum, sirka upp í 2500-3000 miða og síðan verðum við bara að sjá hvernig helgin kemur út. Við vorum búin að skipuleggja helgina með tilliti til mannafla og skipulagi á svæðinu þannig að það er aðallega það að við þurfum að skipuleggja raðir og gera útfærslu á tveggja metra reglu alls staðar því hópamyndunin er náttúrulega mest í röðunum og það er það sem menn eru að horfa mest til varðandi smit.“ Þetta sagði Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður skíðasvæðisins. Stólalyftan sé ákveðinn flöskuháls því tveggja metra reglan dragi úr afkastagetu lyftunnar. Fréttirnar komu Brynjari í opna skjöldu en hvernig komu þær til? „Samtök skíðasvæða hafa verið beinu sambandi við Landlæknisembættið og Almannavarnir og eru með tengilið þar inni sem við erum að vinna með. Við höfum verið svolítið að ýta á að fá að fara í 50% og það var bara verið að vinna þessar reglur eins fljótt og hægt er. Ég fékk fréttirnar klukkan hálf tíu í morgun,“ sagði Brynjar og skellti uppúr. Hann bætti við að allir væru að gera sitt besta og skildi vel að sóttvarnayfirvöld hafi fyrst látið lögregluna vita um breytingarnar.
Akureyri Skíðasvæði Tengdar fréttir Fleiri mega fara á skíði og veitingasala heimiluð Embætti landlæknis og sóttvarnalæknir hafa gefið út nýjar reglur á skíðasvæðum landsins sem taka gildi í dag. Nú mega skíðasvæðin taka við 50 prósent af móttökugetu svæðisins en leyfilegt hlutfall var áður 25 prósent. 19. febrúar 2021 10:23 800 manns í Hlíðarfjalli í dag Mikið er um að vera í Hlíðarfjalli á Akureyri en fjöldi fólks nýtur sín þar nú um helgina á skíðum. Veðurskilyrði eru einstaklega góð, hægur vindur er á svæðinu og níu stiga frost. Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður skíðasvæðisins, segir að slík umferð hafi ekki verið á svæðinu frá því í mars í fyrra. 30. janúar 2021 11:33 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Sjá meira
Fleiri mega fara á skíði og veitingasala heimiluð Embætti landlæknis og sóttvarnalæknir hafa gefið út nýjar reglur á skíðasvæðum landsins sem taka gildi í dag. Nú mega skíðasvæðin taka við 50 prósent af móttökugetu svæðisins en leyfilegt hlutfall var áður 25 prósent. 19. febrúar 2021 10:23
800 manns í Hlíðarfjalli í dag Mikið er um að vera í Hlíðarfjalli á Akureyri en fjöldi fólks nýtur sín þar nú um helgina á skíðum. Veðurskilyrði eru einstaklega góð, hægur vindur er á svæðinu og níu stiga frost. Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður skíðasvæðisins, segir að slík umferð hafi ekki verið á svæðinu frá því í mars í fyrra. 30. janúar 2021 11:33