Þá verður greint frá því að nýsköpunarráðherra kynnir á Alþingi nýja klasastefnu sem felur í sér aðgerðir til að bæta samkeppnishæfni landsins og auka verðmætasköpun.
Við segjum einnig frá því að enn einn daginn grendist enginn smitaður af kórónuveirunni innanlands og þá hefur árýjunardómstóll í Moskvu hafnað áfrýjun Alexei Navalní varðandi fangelsisdóms sem hann hlaut nýverið. Stjórnarandstæðingurinn rússneski verður mögulega sendur til fanganýlendu í dag.
Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12:00. Hægt er að hlusta á fréttatímann í spilaranum hér að neðan.