Hinn 37 ára gamli Óskar Örn skoraði fyrstu tvö mörk leiksins. Bæði með góðum skotum niðri í nær. Hann átti svo frábæra hælsendingu sem rataði á Guðjón Baldvinsson og staðan því 3-0 í hálfleik.
Óskar Örn hóf síðari hálfleikinn eins og hann byrjaði þann fyrri, með því að skora. Pálmi Rafn Pálmason kom KR í 5-0 með marki úr vítaspyrnu. Skömmu síðar lagði Óskar Örn upp annað mark Guðjóns með frábærri sendingu yfir vörn Fram.
Atli Sigurjóns skoraði sjöunda mark KR eftir mistök í uppspili Fram. Gestirnir skoruðu tvö mörk áður en Óskar Örn átti stórkostlega sendingu af hægri vængnum inn á markteig þar sem Oddur Ingi Bjarnason skoraði áttunda mark KR.
Lokatölur í Vesturbænum 8-2 en öll mörkin má sjá hér að neðan.