Erlent

Etna spúði kviku í kílómetra hæð

Samúel Karl Ólason skrifar
Hraun flæddi niður hlíðar Etnu í nótt.
Hraun flæddi niður hlíðar Etnu í nótt. EPA/Orietta Scardino

Eldfjallið Etna, stærsta virka eldfjall Evrópu, lét aftur á sér kræla í nótt þegar það spúði kviku hátti til himins. Mikil virkni hefur verið í eldfjallinu undanfarið en byggðir á Sikiley hafa ekki verið í hættu.

Eldgosið byrjaði í suðausturgíg fjallsins skömmu fyrir miðnætti í gær.

Um klukkustund síðar höfðu fleiri gígar opnast og samkvæmt ANSA fréttaveitunni spúði eldfjallið kviku í 800 til þúsund metra hæð.

Þessi mikla virkni stóð þó ekki lengi yfir, eða í nokkrar klukkustundir.

Etna er 3.324 metra hátt eldfjall og eru nokkrar byggðir nálægt því.

Hér að neðan má sjá myndbönd frá eldgosinu í nótt og fleiri eldgosum í Etnu að undanförnu. Þar má einnig sjá myndir sem birtar voru á Facebooksíðu Jarðfræðistofnunar Ítalíu.

La Luna che tramonta dietro i crateri dell'Etna durante la fontana di lava, la notte tra il 20 e il 21 febbraio 2021 da una delle webcam dell'INGV-OE

Posted by INGVvulcani on Saturday, 20 February 2021



Fleiri fréttir

Sjá meira


×