Sagði vítaspyrnudóminn á Anfield háréttan dóm Anton Ingi Leifsson skrifar 22. febrúar 2021 23:00 Víti, að mati Mark Clattenburg. Laurence Griffiths/PA Images Mark Clattenburg, fyrrum dómari á Englandi, segir að vítaspyrnan sem Gylfi Þór Sigurðsson skoraði í 2-0 sigri Everton á Liverpool um helgina hafi verið réttur dómur. Everton vann loksins sigur á Liverpool um helgina eftir tíu ára bið. Í raun hafa þeir beðið á þriðja áratug eftir sigri á Anfield en síðasti sigur þeirra bláklæddu þar kom árið 1999. Richarlison kom Everton yfir snemma leiks en Dominic Calvert-Lewin fékk svo vítaspyrnu seint í leiknum sem íslenski landsliðsmaðurinn skoraði úr. Clattenburg, sem er nú dómari í Kína, segir að Chris Kavanagh hafi gert hárrétt með að dæma víti og var ánægður að Arnold hafi ekki fengið að líta rauða spjaldið. „Dominic Calvert-Lewin var einn gegn opnu marki svo það var enginn ástæða fyrir hann að dýfa sér. Trent hindraði hann, setti höfuðið upp og bjó til snertinguna,“ sagði Clattenburg í pistli sínum á Daily Mail. 👋 | Morning, Blues! How are we? 🔵 pic.twitter.com/KbVWYTmb9H— Everton (@Everton) February 22, 2021 „Þetta var víti en það var gaman að sjá dómarann lesa leikinn og gefa Trent ekki rautt spjald. Hinn 22 ára gamli hefði getað fengið rautt fyrir að ræna upplögðu marktækifæri - ef hann hefði farið eftir sömu reglum og þegar David Luiz fékk rautt gegn Wolves.“ „Arsenal varnarmaðurinn rakst í Willian Jose og hann fékk rautt spjald og var sendur af velli. Kavanagh eyddi bara örfáum sekúndum við VAR-skjáinn en hann var ekki að kíkja hvort þetta væri víti.“ „Hann og VAR-dómarinn Andre Marriner höfðu báðir sagt að þetta væri víti en hann kíkti hvort að Trent hefði átt að fá rautt spjald. Kavanagh ákvað að refsa ekki Liverpool og það ætti að breyta reglunum svo það verði ekki fleiri óréttlát rauð spjöld eins og Luiz fékk.“ Chris Kavanagh made the RIGHT call to give Everton a penalty for Trent Alexander-Arnold's challenge on Dominic Calvert-Lewin | @clattenburg1975 https://t.co/4JWACshAzU— MailOnline Sport (@MailSport) February 22, 2021 Enski boltinn Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Tottenham | Mikið í húfi hjá heimamönnum Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Sjá meira
Everton vann loksins sigur á Liverpool um helgina eftir tíu ára bið. Í raun hafa þeir beðið á þriðja áratug eftir sigri á Anfield en síðasti sigur þeirra bláklæddu þar kom árið 1999. Richarlison kom Everton yfir snemma leiks en Dominic Calvert-Lewin fékk svo vítaspyrnu seint í leiknum sem íslenski landsliðsmaðurinn skoraði úr. Clattenburg, sem er nú dómari í Kína, segir að Chris Kavanagh hafi gert hárrétt með að dæma víti og var ánægður að Arnold hafi ekki fengið að líta rauða spjaldið. „Dominic Calvert-Lewin var einn gegn opnu marki svo það var enginn ástæða fyrir hann að dýfa sér. Trent hindraði hann, setti höfuðið upp og bjó til snertinguna,“ sagði Clattenburg í pistli sínum á Daily Mail. 👋 | Morning, Blues! How are we? 🔵 pic.twitter.com/KbVWYTmb9H— Everton (@Everton) February 22, 2021 „Þetta var víti en það var gaman að sjá dómarann lesa leikinn og gefa Trent ekki rautt spjald. Hinn 22 ára gamli hefði getað fengið rautt fyrir að ræna upplögðu marktækifæri - ef hann hefði farið eftir sömu reglum og þegar David Luiz fékk rautt gegn Wolves.“ „Arsenal varnarmaðurinn rakst í Willian Jose og hann fékk rautt spjald og var sendur af velli. Kavanagh eyddi bara örfáum sekúndum við VAR-skjáinn en hann var ekki að kíkja hvort þetta væri víti.“ „Hann og VAR-dómarinn Andre Marriner höfðu báðir sagt að þetta væri víti en hann kíkti hvort að Trent hefði átt að fá rautt spjald. Kavanagh ákvað að refsa ekki Liverpool og það ætti að breyta reglunum svo það verði ekki fleiri óréttlát rauð spjöld eins og Luiz fékk.“ Chris Kavanagh made the RIGHT call to give Everton a penalty for Trent Alexander-Arnold's challenge on Dominic Calvert-Lewin | @clattenburg1975 https://t.co/4JWACshAzU— MailOnline Sport (@MailSport) February 22, 2021
Enski boltinn Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Tottenham | Mikið í húfi hjá heimamönnum Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Sjá meira