Stjóri Atalanta segir dómarann hafa eyðilagt leikinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. febrúar 2021 16:01 Tobias Stieler gefur Remo Freuler rauða spjaldið í leik Atalanta og Real Madrid í Bergamo í gær. getty/Tullio Puglia Gian Piero Gasperini, knattspyrnustjóri Atalanta, segir að dómarinn Tobias Stieler hafi eyðilagt leik liðsins gegn Real Madrid í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Real Madrid vann leikinn, 0-1, með marki Ferlands Mendy á 86. mínútu. Atalanta var manni færri frá 17. mínútu þegar Remo Freuler var rekinn af velli fyrir brot á Mendy. Gasperini segir að leiknum hafi lokið þegar Freuler var rekinn út af. „Ég veit ekki hver úrslitin hefðu orðið en leikurinn var eyðilagður vegna atviks sem var oftúlkað,“ sagði Gasperini eftir leikinn. „Ég er nýbúinn að fá bann heima fyrir fyrir ummæli mín. Ef ég segi eitthvað núna dæmir UEFA mig í mánaðar bann. Þetta er fótboltasjálfsmorð. Við getum ekki verið með dómara sem hafa aldrei spilað leikinn og þekkja ekki muninn á tilraun í boltann og broti. Ef þeir þekkja ekki muninn ættu þeir að finna sér eitthvað annað að gera. Þeir ættu að fá fólk sem hefur spilað leikinn.“ Þrátt fyrir 0-1 tap var Gasperini nokkuð sáttur með frammistöðu sinna manna í leiknum í gær. „Við vörðumst vel og vorum nálægt því að gera markalaust jafntefli. En þetta hefði klárlega verið skemmtilegra ellefu á móti ellefu,“ sagði Gasperini. „Við hefðum getað tapað hvort sem er, ég er ekki að kvarta yfir úrslitunum, en við hefðum að minnsta kosti getað spilað okkar leik. Við erum samt sáttir og förum til Madrídar til að spila okkar leik.“ Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sjáðu hvernig Mendy fór með Atalanta og mörk City í Þýskalandi Ferland Mendy fiskaði mann af velli með rautt spjald og skoraði glæsilegt mark í sigri Real Madrid gegn Atalanta í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. 25. febrúar 2021 09:01 Þrumufleygur Mendy lykillinn gegn tíu mönnum Atalanta Real Madrid er með 1-0 forystu eftir fyrri leikinn gegn Atalanta í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld en liðin mættust í Bergamó. 24. febrúar 2021 21:54 Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira
Real Madrid vann leikinn, 0-1, með marki Ferlands Mendy á 86. mínútu. Atalanta var manni færri frá 17. mínútu þegar Remo Freuler var rekinn af velli fyrir brot á Mendy. Gasperini segir að leiknum hafi lokið þegar Freuler var rekinn út af. „Ég veit ekki hver úrslitin hefðu orðið en leikurinn var eyðilagður vegna atviks sem var oftúlkað,“ sagði Gasperini eftir leikinn. „Ég er nýbúinn að fá bann heima fyrir fyrir ummæli mín. Ef ég segi eitthvað núna dæmir UEFA mig í mánaðar bann. Þetta er fótboltasjálfsmorð. Við getum ekki verið með dómara sem hafa aldrei spilað leikinn og þekkja ekki muninn á tilraun í boltann og broti. Ef þeir þekkja ekki muninn ættu þeir að finna sér eitthvað annað að gera. Þeir ættu að fá fólk sem hefur spilað leikinn.“ Þrátt fyrir 0-1 tap var Gasperini nokkuð sáttur með frammistöðu sinna manna í leiknum í gær. „Við vörðumst vel og vorum nálægt því að gera markalaust jafntefli. En þetta hefði klárlega verið skemmtilegra ellefu á móti ellefu,“ sagði Gasperini. „Við hefðum getað tapað hvort sem er, ég er ekki að kvarta yfir úrslitunum, en við hefðum að minnsta kosti getað spilað okkar leik. Við erum samt sáttir og förum til Madrídar til að spila okkar leik.“ Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sjáðu hvernig Mendy fór með Atalanta og mörk City í Þýskalandi Ferland Mendy fiskaði mann af velli með rautt spjald og skoraði glæsilegt mark í sigri Real Madrid gegn Atalanta í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. 25. febrúar 2021 09:01 Þrumufleygur Mendy lykillinn gegn tíu mönnum Atalanta Real Madrid er með 1-0 forystu eftir fyrri leikinn gegn Atalanta í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld en liðin mættust í Bergamó. 24. febrúar 2021 21:54 Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira
Sjáðu hvernig Mendy fór með Atalanta og mörk City í Þýskalandi Ferland Mendy fiskaði mann af velli með rautt spjald og skoraði glæsilegt mark í sigri Real Madrid gegn Atalanta í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. 25. febrúar 2021 09:01
Þrumufleygur Mendy lykillinn gegn tíu mönnum Atalanta Real Madrid er með 1-0 forystu eftir fyrri leikinn gegn Atalanta í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld en liðin mættust í Bergamó. 24. febrúar 2021 21:54