Mikilvægt að fólk sé vel upplýst ef rýma þurfi á höfuðborgarsvæðinu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. febrúar 2021 19:04 Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir margt geta orðið tilefni til þess að grípa þyrfti til rýminga á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir mikilvægt að fólk fái traustar upplýsingar og ani ekki af stað, ef til rýminga kæmi. Þetta kom fram í máli Jóns Viðars í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir fleira en bara snarpa jarðskjálfta eða eldgos geta orðið tilefni til rýminga. „Það er náttúrulega bara bæði, og getur verið margt, margt annað. Það getur verið bruni, eiturefnaslys, það getur verið margt sem getur komið upp á sem krefst þess að þurfi að flytja fólk á milli svæða,“ segir Jón Viðar. Hann segir þá líklegt að grípa þyrfti til þess ráðs að opna fjöldahjálparstöðvar, jafnvel fyrir höfuðborgarsvæðið allt. „Fólk kannski leitar þangað. Ef það fær einhverja viðvörun getur það þess vegna leitað þangað snemma og ef það er að leita þangað eftir að atburðurinn er búinn að eiga sér stað þurfum við að treysta á það að fólk komi þangað eða fylgist mjög vel með fjölmiðlum, því þaðan koma upplýsingarnar. Það er ekki gott að fólk ani af stað, það þarf að vita hvert á að fara,“ segir Jón Viðar. Hann segir þá að ekki sé gert ráð fyrir að allt höfuðborgarsvæðið yrði undir í einu. „Þannig að við flytjum þá fólk á milli svæða, og þetta þarf að gera mjög skipulega.“ Slökkvilið Almannavarnir Reykjavík Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Skjálfti að stærð 3,5 fannst á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi Jarðskjálfti að stærðinni 3,5 fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi klukkan 14:35 í dag. Upptök skjálftans voru rétt fyrir norðan Fagradalsfjall og var hann sá stærsti sem mælst hefur síðan á fjórða tímanum í nótt. Þá er um að ræða fjórða skjálftann sem mælist að stærðinni 3 eða stærri frá því á miðnætti. 25. febrúar 2021 15:26 Segir bæjarbúum líða illa vegna jarðskjálftanna Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, segir ekki góða stemningu í bænum í þeirri jarðskjálftahrinu sem nú gengur yfir Reykjanesið. Fólki líði illa og hafi í einhverjum tilfellum farið heim úr vinnu. 24. febrúar 2021 11:01 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira
Þetta kom fram í máli Jóns Viðars í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir fleira en bara snarpa jarðskjálfta eða eldgos geta orðið tilefni til rýminga. „Það er náttúrulega bara bæði, og getur verið margt, margt annað. Það getur verið bruni, eiturefnaslys, það getur verið margt sem getur komið upp á sem krefst þess að þurfi að flytja fólk á milli svæða,“ segir Jón Viðar. Hann segir þá líklegt að grípa þyrfti til þess ráðs að opna fjöldahjálparstöðvar, jafnvel fyrir höfuðborgarsvæðið allt. „Fólk kannski leitar þangað. Ef það fær einhverja viðvörun getur það þess vegna leitað þangað snemma og ef það er að leita þangað eftir að atburðurinn er búinn að eiga sér stað þurfum við að treysta á það að fólk komi þangað eða fylgist mjög vel með fjölmiðlum, því þaðan koma upplýsingarnar. Það er ekki gott að fólk ani af stað, það þarf að vita hvert á að fara,“ segir Jón Viðar. Hann segir þá að ekki sé gert ráð fyrir að allt höfuðborgarsvæðið yrði undir í einu. „Þannig að við flytjum þá fólk á milli svæða, og þetta þarf að gera mjög skipulega.“
Slökkvilið Almannavarnir Reykjavík Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Skjálfti að stærð 3,5 fannst á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi Jarðskjálfti að stærðinni 3,5 fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi klukkan 14:35 í dag. Upptök skjálftans voru rétt fyrir norðan Fagradalsfjall og var hann sá stærsti sem mælst hefur síðan á fjórða tímanum í nótt. Þá er um að ræða fjórða skjálftann sem mælist að stærðinni 3 eða stærri frá því á miðnætti. 25. febrúar 2021 15:26 Segir bæjarbúum líða illa vegna jarðskjálftanna Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, segir ekki góða stemningu í bænum í þeirri jarðskjálftahrinu sem nú gengur yfir Reykjanesið. Fólki líði illa og hafi í einhverjum tilfellum farið heim úr vinnu. 24. febrúar 2021 11:01 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira
Skjálfti að stærð 3,5 fannst á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi Jarðskjálfti að stærðinni 3,5 fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi klukkan 14:35 í dag. Upptök skjálftans voru rétt fyrir norðan Fagradalsfjall og var hann sá stærsti sem mælst hefur síðan á fjórða tímanum í nótt. Þá er um að ræða fjórða skjálftann sem mælist að stærðinni 3 eða stærri frá því á miðnætti. 25. febrúar 2021 15:26
Segir bæjarbúum líða illa vegna jarðskjálftanna Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, segir ekki góða stemningu í bænum í þeirri jarðskjálftahrinu sem nú gengur yfir Reykjanesið. Fólki líði illa og hafi í einhverjum tilfellum farið heim úr vinnu. 24. febrúar 2021 11:01