Stjórnvöld styrkja Eurovison-safn og heimildaþætti Jóhannesar um faraldurinn Eiður Þór Árnason skrifar 26. febrúar 2021 13:28 Gamanmyndin Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga kom Húsavík á kortið í hugum Eurovison-aðdáenda. Jóhannes Kr. Kristjánsson hefur unnið lengi að nýjum heimildaþáttum um heimsfaraldurinn. Netflix/Vísir Ríkisstjórnin hyggst styrkja gerð heimildaþátta um Covid-19 faraldurinn á Íslandi um fimm milljónir króna. Þá ætlar hún styðja við uppbyggingu Eurovision-safns á Húsavík fyrir tvær milljónir króna. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í morgun. Blaðamaðurinn Jóhannes Kr. Kristjánsson og Sævar Guðmundsson leikstjóri standa að gerð þáttanna sem er ætlað að skrásetja útbreiðslu og áhrif faraldursins á íslensku þjóðina sem og viðbrögð stjórnvalda við honum. Vonir standa til að sex þættir verði tilbúnir til sýningar næsta haust. Jóhannes greindi frá því í sumar að þeir Sævar hafi fylgt þríeykinu svokallaða síðasta vor og fengið að vera fluga á vegg að tjaldabaki. Í viðtali við Sölva Tryggvason sagði Jóhannes að hann hafi meðal annars myndað það þegar faraldurinn náði hámarki á Vestfjörðum. „Ég sá lík borið út af hjúkrunarheimilinu. Þú ert kominn alveg að kjarnanum þarna og það tók dálítinn tíma fyrir samfélagið að endurræsa sig eftir þetta,“ sagði Jóhannes, sem hefur einnig tekið viðtöl við ástvini þeirra sem létust og fylgt eftir þeirri atburðarás sem átti sér stað. „Ég ætlaði að vera þarna í þrjá sólarhringa, en endaði á að vera í sautján daga.“ Jóhannes sagði fyrr í samtali við upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna að hann og Sævar hafi sömuleiðis skrásett sögu hinnar 102 ára gömlu Helgu Guðmundsdóttur í Bolungarvík. Helga komst í fréttirnar í vor þegar hún fagnaði því að vera laus við Covid-19 en hún hafði áður upplifað Spænsku veikina og berklafaraldur á sínum yngri árum. Ætla að nýta sér Eurovision-frægð bæjarins Fram kemur á vef Stjórnarráðsins að stefnt sé að opnun Eurovision-safnsins í maí á 65 ára afmæli Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Könnunarsögusafnið á Húsavík stendur fyrir opnun Eurovision-safnsins í samstarfi við Húsavíkurstofu, RÚV, Samband evrópskra sjónvarpsstöðva og Netflix. Húsvíkingar voru ekki lengi að nýta sér nýorðna frægð bæjarins vegna Eurovision-myndar Wills Ferrell sem kom út á síðasta ári en bærinn er helsta sögusvið myndarinnar. Síðasta sumar var þar opnaður Jaja Ding Dong-bar nefndur eftir einu helsta lagi myndarinnar og sett upp lítil álfabyggð í anda þeirrar sem kom við sögu í ræmunni. „Við sjáum eiginlega ekkert nema tækifæri í myndinni. Húsavík er svo skemmtilegur karakter í myndinni og fær að njóta sín svo vel,“ sagði hótelstjórinn Örlygur Hnefill Örlygsson, sem átti frumkvæðið að safninu, í fréttum Stöðvar 2 síðasta sumar. Hann taldi myndina gefa sóknarfæri inn í Evrópu og að aðdáendur Eurovision, sem hafi séð á eftir keppninni í fyrra, hafi fengið myndina í staðinn. „Og eru núna að skoða Húsavík og vilja koma hér næsta sumar og næstu tvö þrjú ár, held ég.“ Norðurþing Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kvikmyndagerð á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Fleiri fréttir Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Sjá meira
Blaðamaðurinn Jóhannes Kr. Kristjánsson og Sævar Guðmundsson leikstjóri standa að gerð þáttanna sem er ætlað að skrásetja útbreiðslu og áhrif faraldursins á íslensku þjóðina sem og viðbrögð stjórnvalda við honum. Vonir standa til að sex þættir verði tilbúnir til sýningar næsta haust. Jóhannes greindi frá því í sumar að þeir Sævar hafi fylgt þríeykinu svokallaða síðasta vor og fengið að vera fluga á vegg að tjaldabaki. Í viðtali við Sölva Tryggvason sagði Jóhannes að hann hafi meðal annars myndað það þegar faraldurinn náði hámarki á Vestfjörðum. „Ég sá lík borið út af hjúkrunarheimilinu. Þú ert kominn alveg að kjarnanum þarna og það tók dálítinn tíma fyrir samfélagið að endurræsa sig eftir þetta,“ sagði Jóhannes, sem hefur einnig tekið viðtöl við ástvini þeirra sem létust og fylgt eftir þeirri atburðarás sem átti sér stað. „Ég ætlaði að vera þarna í þrjá sólarhringa, en endaði á að vera í sautján daga.“ Jóhannes sagði fyrr í samtali við upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna að hann og Sævar hafi sömuleiðis skrásett sögu hinnar 102 ára gömlu Helgu Guðmundsdóttur í Bolungarvík. Helga komst í fréttirnar í vor þegar hún fagnaði því að vera laus við Covid-19 en hún hafði áður upplifað Spænsku veikina og berklafaraldur á sínum yngri árum. Ætla að nýta sér Eurovision-frægð bæjarins Fram kemur á vef Stjórnarráðsins að stefnt sé að opnun Eurovision-safnsins í maí á 65 ára afmæli Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Könnunarsögusafnið á Húsavík stendur fyrir opnun Eurovision-safnsins í samstarfi við Húsavíkurstofu, RÚV, Samband evrópskra sjónvarpsstöðva og Netflix. Húsvíkingar voru ekki lengi að nýta sér nýorðna frægð bæjarins vegna Eurovision-myndar Wills Ferrell sem kom út á síðasta ári en bærinn er helsta sögusvið myndarinnar. Síðasta sumar var þar opnaður Jaja Ding Dong-bar nefndur eftir einu helsta lagi myndarinnar og sett upp lítil álfabyggð í anda þeirrar sem kom við sögu í ræmunni. „Við sjáum eiginlega ekkert nema tækifæri í myndinni. Húsavík er svo skemmtilegur karakter í myndinni og fær að njóta sín svo vel,“ sagði hótelstjórinn Örlygur Hnefill Örlygsson, sem átti frumkvæðið að safninu, í fréttum Stöðvar 2 síðasta sumar. Hann taldi myndina gefa sóknarfæri inn í Evrópu og að aðdáendur Eurovision, sem hafi séð á eftir keppninni í fyrra, hafi fengið myndina í staðinn. „Og eru núna að skoða Húsavík og vilja koma hér næsta sumar og næstu tvö þrjú ár, held ég.“
Norðurþing Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kvikmyndagerð á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Fleiri fréttir Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Sjá meira