Fyrrverandi stjóri Newcastle og West Ham látinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. mars 2021 14:30 Glenn Roeder átti langan feril í fótboltanum. getty/Laurence Griffiths Glenn Roeder, fyrrverandi knattspyrnustjóri Newcastle United og West Ham United, lést í gær, 65 ára að aldri. Roader, sem var vel spilandi miðvörður, lék lengst af með QPR og Newcastle og var fyrirliði beggja liða. Hann var í liði QPR sem komst í úrslit ensku bikarkeppninnar 1982 en tapaði fyrir Tottenham í endurteknum leik. Roader lék sjö leiki fyrir enska B-landsliðið. Þjálfaraferilinn hófst hjá Gillingham þar sem hann var spilandi þjálfari. Roeder stýrði svo Watford í þrjú ár (1993-96) og var svo í þjálfaraliði Glenns Hoddle með enska landsliðið. Roeder tók við West Ham 2001 og undir hans stjórn endaði liðið í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar tímabilið 2001-02. Næsta tímabilið gekk ekki jafn vel og West Ham féll. Vorið 2003 greindist Roeder með heilaæxli og stýrði West Ham ekki í síðustu þremur leikjum tímabilsins. Hann var rekinn frá West Ham um haustið. We are deeply saddened to learn of the passing of our former manager Glenn Roeder at the age of 65. The thoughts of everyone at the Club are with Glenn s family and friends.Rest in peace, Glenn pic.twitter.com/hmlnzYkWtI— West Ham United (@WestHam) February 28, 2021 Roeder stýrði Newcastle á árunum 2006-07 og undir hans stjórn vann liðið InterToto bikarinn 2006. We are deeply saddened to learn of the passing of our former player and manager, Glenn Roeder at the age of 65.The thoughts of everybody at #NUFC are with his family and friends. Rest in peace, Glenn. pic.twitter.com/Oo8JWIOhao— Newcastle United FC (@NUFC) February 28, 2021 Hann stýrði Norwich City í ensku B-deildinni 2007-09. Síðasta starf hans í fótboltanum var ráðgjafi knattspyrnustjóra hjá Stevenage. „Glenn var frábær náungi sem elskaði fótbolta og var mikill fjölskyldumaður,“ sagði Chris Waddle sem lék með Roeder hjá Newcastle. „Þú sérð á að viðbrögðunum hvað öllum fannst um hann. Hann var mikill fagmaður en hafði góðan húmor. Hann var einn af fyrstu vel spilandi miðvörðunum, ekki ósvipaður Rio Ferdinand. Hann vildi ekki bara standa í vörninni og skalla og hreinsa boltann í burtu. Hann vildi spila.“ Alan Shearer minntist líka Roeders í Match of the Day á BBC í gær. „Ég var heppinn að vinna með honum hjá Newcastle. Frábær leikmaður, fyrirliði og stjóri Newcastle. Umhyggjusamur og indæll. Frábær manneskja og mikill fagmaður sem verður sárt saknað. Við sendum fjölskyldu hans samúðarkveðjur,“ sagði Shearer. "Caring, kind, considerate. A brilliant person."@alanshearer's tribute to Glenn Roeder. pic.twitter.com/7zuFcoTLHC— Match of the Day (@BBCMOTD) March 1, 2021 Enski boltinn Andlát Bretland Mest lesið Stjórnarmennirnir gátu ekki horft í augun á Frey Fótbolti Heimsmeistarinn frá 2023 úr leik Sport Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Enski boltinn „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Enski boltinn Uppgjörið: LASK - Víkingur 1-1 | Víkingar fara í umspilseinvígi eftir áramót Fótbolti Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Handbolti Störðu á hvor annan í ellefu mínútur Sport Víkingar í flugi þegar dregið verður í Sambandsdeildinni: „Gæti ekki verið stoltari“ Fótbolti „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ Körfubolti „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ Körfubolti Fleiri fréttir „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Mudryk í áfalli eftir að hafa fallið á lyfjaprófinu United hefur áhuga á framherja sem er í frystinum hjá PSG Vill að Liverpool kaupi vinstri bakvörð Bournemouth Draumurinn að spila fyrir Liverpool Mudryk féll á lyfjaprófi Stuðningsmaður City lést á leiknum gegn United Handtekin vegna andláts barnabarns Steve Bruce Stríddu leikmanni Man. City með því kjósa hann mann leiksins Frábær aukaspyrna Unal tryggði Bournemouth stig Ekkert lið fengið færri stig en City Nunes valinn maður leiksins hjá BBC Keane segir Rashford að fara: „Lítur ekki vel út“ Úlfarnir búnir að finna manninn sem á að bjarga þeim Sendi Walker pillu: „Óskarinn fer til ...“ Segja að Alexander-Arnold hafi hafnað þremur tilboðum frá Liverpool Þórir vildi Haaland í handboltann Sjá meira
Roader, sem var vel spilandi miðvörður, lék lengst af með QPR og Newcastle og var fyrirliði beggja liða. Hann var í liði QPR sem komst í úrslit ensku bikarkeppninnar 1982 en tapaði fyrir Tottenham í endurteknum leik. Roader lék sjö leiki fyrir enska B-landsliðið. Þjálfaraferilinn hófst hjá Gillingham þar sem hann var spilandi þjálfari. Roeder stýrði svo Watford í þrjú ár (1993-96) og var svo í þjálfaraliði Glenns Hoddle með enska landsliðið. Roeder tók við West Ham 2001 og undir hans stjórn endaði liðið í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar tímabilið 2001-02. Næsta tímabilið gekk ekki jafn vel og West Ham féll. Vorið 2003 greindist Roeder með heilaæxli og stýrði West Ham ekki í síðustu þremur leikjum tímabilsins. Hann var rekinn frá West Ham um haustið. We are deeply saddened to learn of the passing of our former manager Glenn Roeder at the age of 65. The thoughts of everyone at the Club are with Glenn s family and friends.Rest in peace, Glenn pic.twitter.com/hmlnzYkWtI— West Ham United (@WestHam) February 28, 2021 Roeder stýrði Newcastle á árunum 2006-07 og undir hans stjórn vann liðið InterToto bikarinn 2006. We are deeply saddened to learn of the passing of our former player and manager, Glenn Roeder at the age of 65.The thoughts of everybody at #NUFC are with his family and friends. Rest in peace, Glenn. pic.twitter.com/Oo8JWIOhao— Newcastle United FC (@NUFC) February 28, 2021 Hann stýrði Norwich City í ensku B-deildinni 2007-09. Síðasta starf hans í fótboltanum var ráðgjafi knattspyrnustjóra hjá Stevenage. „Glenn var frábær náungi sem elskaði fótbolta og var mikill fjölskyldumaður,“ sagði Chris Waddle sem lék með Roeder hjá Newcastle. „Þú sérð á að viðbrögðunum hvað öllum fannst um hann. Hann var mikill fagmaður en hafði góðan húmor. Hann var einn af fyrstu vel spilandi miðvörðunum, ekki ósvipaður Rio Ferdinand. Hann vildi ekki bara standa í vörninni og skalla og hreinsa boltann í burtu. Hann vildi spila.“ Alan Shearer minntist líka Roeders í Match of the Day á BBC í gær. „Ég var heppinn að vinna með honum hjá Newcastle. Frábær leikmaður, fyrirliði og stjóri Newcastle. Umhyggjusamur og indæll. Frábær manneskja og mikill fagmaður sem verður sárt saknað. Við sendum fjölskyldu hans samúðarkveðjur,“ sagði Shearer. "Caring, kind, considerate. A brilliant person."@alanshearer's tribute to Glenn Roeder. pic.twitter.com/7zuFcoTLHC— Match of the Day (@BBCMOTD) March 1, 2021
Enski boltinn Andlát Bretland Mest lesið Stjórnarmennirnir gátu ekki horft í augun á Frey Fótbolti Heimsmeistarinn frá 2023 úr leik Sport Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Enski boltinn „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Enski boltinn Uppgjörið: LASK - Víkingur 1-1 | Víkingar fara í umspilseinvígi eftir áramót Fótbolti Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Handbolti Störðu á hvor annan í ellefu mínútur Sport Víkingar í flugi þegar dregið verður í Sambandsdeildinni: „Gæti ekki verið stoltari“ Fótbolti „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ Körfubolti „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ Körfubolti Fleiri fréttir „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Mudryk í áfalli eftir að hafa fallið á lyfjaprófinu United hefur áhuga á framherja sem er í frystinum hjá PSG Vill að Liverpool kaupi vinstri bakvörð Bournemouth Draumurinn að spila fyrir Liverpool Mudryk féll á lyfjaprófi Stuðningsmaður City lést á leiknum gegn United Handtekin vegna andláts barnabarns Steve Bruce Stríddu leikmanni Man. City með því kjósa hann mann leiksins Frábær aukaspyrna Unal tryggði Bournemouth stig Ekkert lið fengið færri stig en City Nunes valinn maður leiksins hjá BBC Keane segir Rashford að fara: „Lítur ekki vel út“ Úlfarnir búnir að finna manninn sem á að bjarga þeim Sendi Walker pillu: „Óskarinn fer til ...“ Segja að Alexander-Arnold hafi hafnað þremur tilboðum frá Liverpool Þórir vildi Haaland í handboltann Sjá meira