Áfram gert ráð fyrir að gos muni hefjast Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. mars 2021 11:50 Kristín Jónsdóttir náttúruvárfræðingur segir að niðurstaðna úr gervihnattamyndatöku sé nú beðið. Vísir/Vilhelm Áfram er mikil skjálftavirkni á Reykjanesskaganum þó eitthvað hafi dregið úr óróapúlsi í nótt. Þó er enn gert ráð fyrir að eldgos muni hefjast, að sögn Kristínar Jónsdóttur náttúruvársérfræðings. Stór skjálfti reið yfir í morgun en hann er sá stærsti í rúma tvo sólarhringa. Um 2500 jarðskjálftar mældust í gær, og frá miðnætti eru þeir um 800 talsins. Í heildina hafa ríflega átján þúsund skjálftar síðan hrinan hófst fyrir um viku síðan. Órói og skjálftavirkni minnkaði aðeins um miðja nótt en jókst aftur um fimm leytið. Þá mældist skjálfti af stærðinni 4,5 um klukkan 8.54 í morgun við Fagradalsfjall en hann fannst vel á suðvesturhorni landsins. „Staðan núna er sú að það hefur kannski aðeins dregið úr ákafanum í þessari skjálftahrinu en hún er samt enn þá í gangi. Og hún er dálítið hviðótt þannig að það koma svona mjög öflugar hviður, stundum með stærri skjálftum og svo koma svona smá hlé inn á milli,“ segir Kristín. Í miðjum atburði akkúrat núna „Núna er búið að vera frekar rólegt síðustu tvo klukkutímana en þegar við horfum aftur í tímann þá sjáum við að það eru klukkutímar, jafnvel tveir til þrír klukkutímar, á milli sem eru frekar rólegir en svo tekur þetta sig alltaf upp aftur. Þannig að við erum bara inni í miðjum atburði akkúrat núna,“ bætir hún við. Kristín segir að viðbúið sé að fleiri öflugir skjálftar verði. „Þessum umbrotum fylgja greinilega sterkir skjálftar eða sæmilega sterkir skjálftar og við verðum bara að vera í þeim gírnum að þetta geti haldið eitthvað áfram,“ segir Kristín og bætir við að helstu breytingarnar í nótt hafi verið að virknin hafi fært sig til suðvesturs en sé áfram bundin við Fagradalsfjall. Þá sé enn búist við að eldgos muni hefjast. „Á meðan hrinan stendur enn yfir að þá verðum við að gera ráð fyrir þeim möguleika. Ég held að flestir jarðvísindamenn séu sammála þeirri túlkun að þessi jarðskjálftavirkni og óróahviða sem kemur í gær að hún sé líklega til marks um kvikuhreyfingar. Og kvikan er á ferð þarna á þessu svæði. Á meðan kvikan er á ferð þá er auðvitað hætt við því að hún komi ofar í jarðskorpuna og komi upp. Þannig að við erum með þá sviðsmynd enn þá á borðinu, já.“ Vonir stóðu til að niðurstöður úr gervihnattamyndatöku lægju fyrir um hádegisbil í dag. Það hefur hins vegar frestast og að sögn Kristínar verða niðurstöðurnar að líkindum klárar seint í kvöld eða á morgun. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Reykjavík Reykjanesbær Grindavík Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Um 2500 jarðskjálftar mældust í gær, og frá miðnætti eru þeir um 800 talsins. Í heildina hafa ríflega átján þúsund skjálftar síðan hrinan hófst fyrir um viku síðan. Órói og skjálftavirkni minnkaði aðeins um miðja nótt en jókst aftur um fimm leytið. Þá mældist skjálfti af stærðinni 4,5 um klukkan 8.54 í morgun við Fagradalsfjall en hann fannst vel á suðvesturhorni landsins. „Staðan núna er sú að það hefur kannski aðeins dregið úr ákafanum í þessari skjálftahrinu en hún er samt enn þá í gangi. Og hún er dálítið hviðótt þannig að það koma svona mjög öflugar hviður, stundum með stærri skjálftum og svo koma svona smá hlé inn á milli,“ segir Kristín. Í miðjum atburði akkúrat núna „Núna er búið að vera frekar rólegt síðustu tvo klukkutímana en þegar við horfum aftur í tímann þá sjáum við að það eru klukkutímar, jafnvel tveir til þrír klukkutímar, á milli sem eru frekar rólegir en svo tekur þetta sig alltaf upp aftur. Þannig að við erum bara inni í miðjum atburði akkúrat núna,“ bætir hún við. Kristín segir að viðbúið sé að fleiri öflugir skjálftar verði. „Þessum umbrotum fylgja greinilega sterkir skjálftar eða sæmilega sterkir skjálftar og við verðum bara að vera í þeim gírnum að þetta geti haldið eitthvað áfram,“ segir Kristín og bætir við að helstu breytingarnar í nótt hafi verið að virknin hafi fært sig til suðvesturs en sé áfram bundin við Fagradalsfjall. Þá sé enn búist við að eldgos muni hefjast. „Á meðan hrinan stendur enn yfir að þá verðum við að gera ráð fyrir þeim möguleika. Ég held að flestir jarðvísindamenn séu sammála þeirri túlkun að þessi jarðskjálftavirkni og óróahviða sem kemur í gær að hún sé líklega til marks um kvikuhreyfingar. Og kvikan er á ferð þarna á þessu svæði. Á meðan kvikan er á ferð þá er auðvitað hætt við því að hún komi ofar í jarðskorpuna og komi upp. Þannig að við erum með þá sviðsmynd enn þá á borðinu, já.“ Vonir stóðu til að niðurstöður úr gervihnattamyndatöku lægju fyrir um hádegisbil í dag. Það hefur hins vegar frestast og að sögn Kristínar verða niðurstöðurnar að líkindum klárar seint í kvöld eða á morgun.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Reykjavík Reykjanesbær Grindavík Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira