Luis Suárez kom heimamönnum í Atlético yfir með einkar snyrtilegu marki snemma leiks en Karim Benzema - hver annar - kom Real Madrid til bjargar undir lok leiks. Ekki í fyrsta sinn á leiktíðinni.
Mörkin tvö voru stórglæsileg þó ólík hafi verið. Þau má sjá hér að neðan.

Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.