Svali Björgvins var leikmaður Vals þegar ÍR tapaði síðast á Hlíðarenda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2021 16:00 Pavel Ermolinskij, Kristófer Acox og Jón Arnór Stefánsson geta hjálpað Val að vinna ÍR á Hlíðarenda í fyrsta sinn síðan 1990. Vísir/Hulda Margrét Valsmenn hafa ekki unnið ÍR-inga á heimavelli sínum í meira en þrjátíu ár eða síðan í október 1990. Valsmenn taka á móti ÍR í kvöld í lokaleik þrettándu umferðar Domino´s deildar karla í körfubolta. Valsmenn hafa enn ekki unnið leik síðan að þeir urðu fullmannaðir því liðið hefur tapað báðum leikjum sínum eftir landsleikshlé, þeim fyrri með tólf stigum í Grindavík og þeim síðari með ellefu stigum á móti Stjörnunni í Garðabæ. Valsliðið situr nú í tíunda sæti og þarf að fara að vinna leiki ætli liðið sér að vera með í úrslitakeppninni í ár. Leikur Vals og ÍR hefst klukkan 20.15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Ætli Valsmenn að fá tvö stig á móti ÍR-liðinu í kvöld þá þurfa þeir að gera eitthvað sem leikmönnum félagsins hefur ekki tekist í meira en þrjá árartugi. ÍR-ingar hafa nefnilega unnið tíu síðustu leiki sína á Hlíðarenda í úrvalsdeild eða alla leiki undir Öskjuhlíðinni frá 30. október 1990. Tímabilið 1990-91 var sem dæmi Svali Björgvinsson, formaður Körfuknattleiksdeildar Vals, leikmaður Vals. Svali meiddist reyndar í leiknum á undan og var ekki með í umræddum leik eða meira á því tímabili. Sigurganga ÍR á Hlíðarenda hófst fjórum árum síðar, eða 13. nóvember 1994 með fimm stiga sigri, 81-86. Herbert S Arnarson skorað 43 stig fyrir ÍR í leiknum og Eggert Maríuson, einn aðstoðarþjálfara ÍR í dag var með 12 stig. Tveir leikir verða í beinni á Stöð 2 Sport því útsending frá leik Hauka og Njarðvíkur hefst klukkan 18.05. Strax á eftir leik Vals og ÍR verður síðan Domino´s Körfuboltakvöld á dagskrá þar sem farið verður yfir alla þrettándu umferðina. Síðustu leikir ÍR á Hlíðarenda í efstu deild : 15. janúar 2020: 10 stiga sigur ÍR (75-85) 8. febrúar 2019: 1 stigs sigur ÍR (82-83) 12. febrúar 2018: 6 stiga sigur ÍR (77-83) 7. febrúar 2014: 11 stiga sigur ÍR (79-90) 24. nóvember 2011: 7 stiga sigur ÍR (85-92) 28. nóvember 2022: 30 stiga sigur ÍR (85-115) 5. febrúar 1998: 5 stiga sigur ÍR (81-86) 7. janúar 1996: 20 stiga sigur ÍR (77-97) 16. febrúar 1995: 4 stiga sigur ÍR (82-86) 13. nóvember 1994: 5 stiga sigur ÍR (81-86) 30. október 1990: 6 stiga sigur Vals (96-90) Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Valur ÍR Dominos-deild karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Valsmenn taka á móti ÍR í kvöld í lokaleik þrettándu umferðar Domino´s deildar karla í körfubolta. Valsmenn hafa enn ekki unnið leik síðan að þeir urðu fullmannaðir því liðið hefur tapað báðum leikjum sínum eftir landsleikshlé, þeim fyrri með tólf stigum í Grindavík og þeim síðari með ellefu stigum á móti Stjörnunni í Garðabæ. Valsliðið situr nú í tíunda sæti og þarf að fara að vinna leiki ætli liðið sér að vera með í úrslitakeppninni í ár. Leikur Vals og ÍR hefst klukkan 20.15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Ætli Valsmenn að fá tvö stig á móti ÍR-liðinu í kvöld þá þurfa þeir að gera eitthvað sem leikmönnum félagsins hefur ekki tekist í meira en þrjá árartugi. ÍR-ingar hafa nefnilega unnið tíu síðustu leiki sína á Hlíðarenda í úrvalsdeild eða alla leiki undir Öskjuhlíðinni frá 30. október 1990. Tímabilið 1990-91 var sem dæmi Svali Björgvinsson, formaður Körfuknattleiksdeildar Vals, leikmaður Vals. Svali meiddist reyndar í leiknum á undan og var ekki með í umræddum leik eða meira á því tímabili. Sigurganga ÍR á Hlíðarenda hófst fjórum árum síðar, eða 13. nóvember 1994 með fimm stiga sigri, 81-86. Herbert S Arnarson skorað 43 stig fyrir ÍR í leiknum og Eggert Maríuson, einn aðstoðarþjálfara ÍR í dag var með 12 stig. Tveir leikir verða í beinni á Stöð 2 Sport því útsending frá leik Hauka og Njarðvíkur hefst klukkan 18.05. Strax á eftir leik Vals og ÍR verður síðan Domino´s Körfuboltakvöld á dagskrá þar sem farið verður yfir alla þrettándu umferðina. Síðustu leikir ÍR á Hlíðarenda í efstu deild : 15. janúar 2020: 10 stiga sigur ÍR (75-85) 8. febrúar 2019: 1 stigs sigur ÍR (82-83) 12. febrúar 2018: 6 stiga sigur ÍR (77-83) 7. febrúar 2014: 11 stiga sigur ÍR (79-90) 24. nóvember 2011: 7 stiga sigur ÍR (85-92) 28. nóvember 2022: 30 stiga sigur ÍR (85-115) 5. febrúar 1998: 5 stiga sigur ÍR (81-86) 7. janúar 1996: 20 stiga sigur ÍR (77-97) 16. febrúar 1995: 4 stiga sigur ÍR (82-86) 13. nóvember 1994: 5 stiga sigur ÍR (81-86) 30. október 1990: 6 stiga sigur Vals (96-90) Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Síðustu leikir ÍR á Hlíðarenda í efstu deild : 15. janúar 2020: 10 stiga sigur ÍR (75-85) 8. febrúar 2019: 1 stigs sigur ÍR (82-83) 12. febrúar 2018: 6 stiga sigur ÍR (77-83) 7. febrúar 2014: 11 stiga sigur ÍR (79-90) 24. nóvember 2011: 7 stiga sigur ÍR (85-92) 28. nóvember 2022: 30 stiga sigur ÍR (85-115) 5. febrúar 1998: 5 stiga sigur ÍR (81-86) 7. janúar 1996: 20 stiga sigur ÍR (77-97) 16. febrúar 1995: 4 stiga sigur ÍR (82-86) 13. nóvember 1994: 5 stiga sigur ÍR (81-86) 30. október 1990: 6 stiga sigur Vals (96-90)
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Valur ÍR Dominos-deild karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum