Enginn mætti á blaðamannafund stjóra Porto eftir leikinn gegn Juventus Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. mars 2021 16:30 Sérgio Conceicao fagnar eftir leik Porto og Juventus í gær. getty/Jonathan Moscrop Framlengja þurfti leik Juventus og Porto í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Blaðamannafundur knattspyrnustjóra Porto, Sérgio Conceicao, tók hins vegar enga stund. Bókstaflega. Juventus vann leikinn í Tórínó í gær, 3-2, en Porto komst áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Portúgalska liðið vann fyrri leikinn á Drekavöllum, 2-1. Afrek Porto er stórt og mikið en liðið var manni færri í leiknum í gær frá því í upphafi seinni hálfleiks þegar íranski framherjinn Mehdi Taremi fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir að sparka boltanum í burtu eftir að dómarinn var búinn að flauta. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 2-1, Juventus í vil, og því þurfti að framlengja. Þegar fimm mínútur voru eftir af framlengingunni jafnaði Sérgio Oliveira með skoti beint úr aukaspyrnu. Adrien Rabiot kom yfir skömmu síðar en nær komust ítölsku meistararnir ekki. Conceicao fagnaði vel og innilega með sínum mönnum eftir leikinn. Þegar hann var búinn að ná sér niður þurfti hann að mæta á blaðamannafund. Þangað mætti hins vegar enginn blaðamaður. Þegar blaðafulltrúinn spurði hvort einhverjar spurningar biðu Conceicaos tók við nokkuð vandræðaleg þögn. Skömmu síðar var blaðamannafundinum lokið án þess að Conceicao þyrfti að svara nokkurri einustu spurningu eftir sennilega stærstu stundina á þjálfaraferli sínum. Klippa: Stuttur blaðamannafundur stjóra Porto Conceicao tók við Porto 2017 og hefur gert liðið að portúgölskum meisturum í tvígang. Á síðasta tímabili vann Porto bæði deild og bikar heima fyrir. Ljóst er að Porto endurtekur ekki leikinn í ár en liðið er úr leik í bikarkeppninni og er tíu stigum á eftir toppliði Sporting í portúgölsku úrvalsdeildinni. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sjáðu dramatíkina í Tórínó, mistök Ronaldos og VAR-fíaskóið í Dortmund Ekki vantaði dramatíkina í leiki gærkvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Níu mörk voru skoruð í þeim, eitt rautt spjald fór á loft og myndbandsdómgæslan kom mikið við sögu. 10. mars 2021 09:00 Sagði ófyrirgefanlegt að Ronaldo hafi verið hræddur við boltann Cristiano Ronaldo var harðlega gagnrýndur fyrir tilburði sína í öðru marki Porto gegn Juventus í Meistaradeild Evrópu í gær. Fabio Capello sagði að varnarleikur Ronaldos hafi verið ófyrirgefanlegur. 10. mars 2021 08:02 Juventus úr leik eftir framlengdan leik gegn Porto á heimavelli Juventus er dottið úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir ótrúlegt 3-2 tap í framlengdum leik gegn Porto á heimavelli. Porto vann fyrri leik liðanna 2-1 og fer því áfram þökk sé fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 9. mars 2021 22:45 Mest lesið „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Íslenski boltinn „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Íslenski boltinn „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Körfubolti Daði leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótboltamaður lést eftir samstuð inn á vellinum „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Ancelotti: Mbappé er ekki ofbeldisfullur en þetta var augljóst rautt spjald Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Sjá meira
Juventus vann leikinn í Tórínó í gær, 3-2, en Porto komst áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Portúgalska liðið vann fyrri leikinn á Drekavöllum, 2-1. Afrek Porto er stórt og mikið en liðið var manni færri í leiknum í gær frá því í upphafi seinni hálfleiks þegar íranski framherjinn Mehdi Taremi fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir að sparka boltanum í burtu eftir að dómarinn var búinn að flauta. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 2-1, Juventus í vil, og því þurfti að framlengja. Þegar fimm mínútur voru eftir af framlengingunni jafnaði Sérgio Oliveira með skoti beint úr aukaspyrnu. Adrien Rabiot kom yfir skömmu síðar en nær komust ítölsku meistararnir ekki. Conceicao fagnaði vel og innilega með sínum mönnum eftir leikinn. Þegar hann var búinn að ná sér niður þurfti hann að mæta á blaðamannafund. Þangað mætti hins vegar enginn blaðamaður. Þegar blaðafulltrúinn spurði hvort einhverjar spurningar biðu Conceicaos tók við nokkuð vandræðaleg þögn. Skömmu síðar var blaðamannafundinum lokið án þess að Conceicao þyrfti að svara nokkurri einustu spurningu eftir sennilega stærstu stundina á þjálfaraferli sínum. Klippa: Stuttur blaðamannafundur stjóra Porto Conceicao tók við Porto 2017 og hefur gert liðið að portúgölskum meisturum í tvígang. Á síðasta tímabili vann Porto bæði deild og bikar heima fyrir. Ljóst er að Porto endurtekur ekki leikinn í ár en liðið er úr leik í bikarkeppninni og er tíu stigum á eftir toppliði Sporting í portúgölsku úrvalsdeildinni. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sjáðu dramatíkina í Tórínó, mistök Ronaldos og VAR-fíaskóið í Dortmund Ekki vantaði dramatíkina í leiki gærkvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Níu mörk voru skoruð í þeim, eitt rautt spjald fór á loft og myndbandsdómgæslan kom mikið við sögu. 10. mars 2021 09:00 Sagði ófyrirgefanlegt að Ronaldo hafi verið hræddur við boltann Cristiano Ronaldo var harðlega gagnrýndur fyrir tilburði sína í öðru marki Porto gegn Juventus í Meistaradeild Evrópu í gær. Fabio Capello sagði að varnarleikur Ronaldos hafi verið ófyrirgefanlegur. 10. mars 2021 08:02 Juventus úr leik eftir framlengdan leik gegn Porto á heimavelli Juventus er dottið úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir ótrúlegt 3-2 tap í framlengdum leik gegn Porto á heimavelli. Porto vann fyrri leik liðanna 2-1 og fer því áfram þökk sé fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 9. mars 2021 22:45 Mest lesið „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Íslenski boltinn „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Íslenski boltinn „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Körfubolti Daði leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótboltamaður lést eftir samstuð inn á vellinum „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Ancelotti: Mbappé er ekki ofbeldisfullur en þetta var augljóst rautt spjald Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Sjá meira
Sjáðu dramatíkina í Tórínó, mistök Ronaldos og VAR-fíaskóið í Dortmund Ekki vantaði dramatíkina í leiki gærkvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Níu mörk voru skoruð í þeim, eitt rautt spjald fór á loft og myndbandsdómgæslan kom mikið við sögu. 10. mars 2021 09:00
Sagði ófyrirgefanlegt að Ronaldo hafi verið hræddur við boltann Cristiano Ronaldo var harðlega gagnrýndur fyrir tilburði sína í öðru marki Porto gegn Juventus í Meistaradeild Evrópu í gær. Fabio Capello sagði að varnarleikur Ronaldos hafi verið ófyrirgefanlegur. 10. mars 2021 08:02
Juventus úr leik eftir framlengdan leik gegn Porto á heimavelli Juventus er dottið úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir ótrúlegt 3-2 tap í framlengdum leik gegn Porto á heimavelli. Porto vann fyrri leik liðanna 2-1 og fer því áfram þökk sé fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 9. mars 2021 22:45