Fjöldi starfsmanna Good Morning Britain kvartaði vegna ummæla Morgans Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. mars 2021 09:09 Piers Morgan hýr á brá á ferð um London í gær. Getty/MWE/GC Images Tugir starfsmanna sjónvarpsþáttarins Good Morning Britain, sem er á dagskrá ITV á morgnana, kvörtuðu til stjórnenda sjónvarpsstöðvarinnar vegna ummæla sem Piers Morgan lét falla um Meghan Markle, hertogaynjuna af Sussex, í þættinum á mánudaginn. Morgan var þá einn þáttastjórnenda en hann hætti svo í þættinum á þriðjudaginn. Breska eftirlitsaðilanum Ofcom höfðu þá borist yfir 40 þúsund kvartanir vegna orða Morgans í þættinum á mánudag. Kvaðst Morgan meðal annars ekki trúa orði sem Meghan segði og að árás hennar á konungsfjölskylduna væri fyrirlitleg. Greint var frá því í gær að Meghan sjálf hefði kvartað til ITV vegna Morgans. Kvörtunin hefði þó ekki snúið að persónulegum árásum Morgans á hana sjálfa heldur frekar hvaða áhrif ummælin kynnu að hafa á aðra og hvernig þau hefðu gert lítið úr mikilvægi geðheilbrigðismála. Guardian greinir svo frá kvörtunum starfsmanna Good Morning Britain í morgun og vísar í nafnlausa heimildarmenn sína, bæði á ritstjórn þáttarins og í framleiðsluteymi hans. „Allir eru vanir því að Piers segi hluti eins og þessa en Meghan hafði bókstaflega sagt að fjölmiðlar kæmu ekki fram við hana af sanngirni vegna þess hver hún er og hann var einfaldlega að gera það,“ segir einn heimildarmaður Guardian. Annar segir að viðhorf stjórnenda hafi breyst á þriðjudaginn í kjölfar þess að Morgan strunsaði út úr þættinum. Þá var líka ljóst að Ofcom ætlaði að hefja rannsókn vegna kvartananna sem stofnuninni höfðu borist vegna Morgan. „Þeim fannst eins og þeir þyrftu að vera réttu megin siðferðislega í málinu. Piers var ekki að fara að gefa eftir svo hann þurfti að fara.“ ITV neitaði að tjá sig um málið þegar Guardian leitaði eftir því. Morgan ræddi við fjölmiðla fyrir utan heimili sitt í gærmorgun og kvaðst standa við orð sín um Meghan. „Ég trúi nánast engu sem kemur út úr henni [Meghan] og ég held að skaðinn sem hún hafi valdið konungdæmin og drottningunni á meðan Filippus prins liggur á spítala sé gríðarlegur og hreinlega fyrirlitlegur. Ef ég á að falla á sverð mitt fyrir að hafa heiðarlega skoðun á Meghan Markle og þeim þvættingi og skammaryrðum sem hún fór með í þessu viðtali þá verður að hafa það,“ sagði Morgan. Harry og Meghan Fjölmiðlar Bretland Bíó og sjónvarp Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira
Morgan var þá einn þáttastjórnenda en hann hætti svo í þættinum á þriðjudaginn. Breska eftirlitsaðilanum Ofcom höfðu þá borist yfir 40 þúsund kvartanir vegna orða Morgans í þættinum á mánudag. Kvaðst Morgan meðal annars ekki trúa orði sem Meghan segði og að árás hennar á konungsfjölskylduna væri fyrirlitleg. Greint var frá því í gær að Meghan sjálf hefði kvartað til ITV vegna Morgans. Kvörtunin hefði þó ekki snúið að persónulegum árásum Morgans á hana sjálfa heldur frekar hvaða áhrif ummælin kynnu að hafa á aðra og hvernig þau hefðu gert lítið úr mikilvægi geðheilbrigðismála. Guardian greinir svo frá kvörtunum starfsmanna Good Morning Britain í morgun og vísar í nafnlausa heimildarmenn sína, bæði á ritstjórn þáttarins og í framleiðsluteymi hans. „Allir eru vanir því að Piers segi hluti eins og þessa en Meghan hafði bókstaflega sagt að fjölmiðlar kæmu ekki fram við hana af sanngirni vegna þess hver hún er og hann var einfaldlega að gera það,“ segir einn heimildarmaður Guardian. Annar segir að viðhorf stjórnenda hafi breyst á þriðjudaginn í kjölfar þess að Morgan strunsaði út úr þættinum. Þá var líka ljóst að Ofcom ætlaði að hefja rannsókn vegna kvartananna sem stofnuninni höfðu borist vegna Morgan. „Þeim fannst eins og þeir þyrftu að vera réttu megin siðferðislega í málinu. Piers var ekki að fara að gefa eftir svo hann þurfti að fara.“ ITV neitaði að tjá sig um málið þegar Guardian leitaði eftir því. Morgan ræddi við fjölmiðla fyrir utan heimili sitt í gærmorgun og kvaðst standa við orð sín um Meghan. „Ég trúi nánast engu sem kemur út úr henni [Meghan] og ég held að skaðinn sem hún hafi valdið konungdæmin og drottningunni á meðan Filippus prins liggur á spítala sé gríðarlegur og hreinlega fyrirlitlegur. Ef ég á að falla á sverð mitt fyrir að hafa heiðarlega skoðun á Meghan Markle og þeim þvættingi og skammaryrðum sem hún fór með í þessu viðtali þá verður að hafa það,“ sagði Morgan.
Harry og Meghan Fjölmiðlar Bretland Bíó og sjónvarp Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira