Svarar Tobbu og telur um pólitískt högg á ráðherra að ræða Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. mars 2021 20:55 Þorbjörg Marínósdóttir ritstjóri DV gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir ráðningu Jóns Steinars Gunnlaugssonar lögmanns. Samsett „Það verður lítið hlé á árásum á mig vegna fyrri starfa minna fyrra á tíð sem hæstaréttardómari. Tilgangurinn er að selja almenningi þá hugmynd að ég hafi verið sérstakur verndari kynferðisbrotamanna.“ Svona hefst grein Jóns Steinars Gunnlaugssonar sem birt var í kvöld en miklar deilur hafa orðið vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra að fá Jón Steinar til að aðstoða ráðuneytið við vinnu á umbótum í réttarkerfinu. Jón Steinar skrifar að hann sæti nú persónulegum árásum og virðist þær til þess gerðar að koma pólitísku höggi á dómsmálaráðherra. Þorbjörg Marinósdóttir, eða Tobba, ritstjóri DV, slóst í hóp þeirra sem gagnrýnt hafa ákvörðun dómsmálaráðherra og sagði hún í pistli sem birtist á Vísi í dag að Jón Steinar hafi í kynferðisbrotamáli, þar sem hún var þolandi, orðið þess valdandi að gerandinn fór úr landi og afplánaði aldrei dóm sinn. Jón Steinar segir ásakanir Tobbu fjarstæðu. Hann hafi aldrei misbeitt dómsvaldi sínu til að losa manninn úr farbanni. „Um var að ræða erlendan sakborning sem komst ekki heim til sín meðan farbannið hér á landi var í gildi. Í fyrri ákvörðun Hæstaréttar hafði verið lögð áhersla á að málinu gegn manninum væri hraðað meðan hann væri sviptur frelsi sínu með farbanninu og tímalengd þess miðuð við að það tækist,“ skrifar Jón Steinar. Jón Steinar sat í dómi sem dæmdi manninn í farbann á þeirri forsendur að málinu gegn manninum væri hraðað en það hafi ekki verið gert. Þegar farbannið hafi svo runnið úr gildi hafi verið óskað eftir framlengingu á því. „Við þessar aðstæður varð að taka afstöðu til þess enn á ný hvort kröfum laga fyrir farbanninu væri ennþá fullnægt. Ég taldi ekki að svo væri og rökstuddi afstöðu mína í sératkvæði mínu,“ skrifar Jón Steinar. Maðurinn var síðar sakfelldur fyrir brotið en sat hann aldrei af sér dóminn þar sem hann hafði farið úr landi og til síns heimalands. „Þetta lá auðvitað ekki fyrir þegar farbannið var fellt úr gildi. Þeir sem þurftu að úrskurða um það nutu ekki þeirra forréttinda að vita um niðurstöðu dómsmálsins, þar sem málið var ódæmt. Í forsendum dómsins yfir manninum er að finna yfirferð yfir ýmis gögn sem þar var fjallað um en lágu ekki fyrir þegar úrskurðað var um farbannið.“ Jón Steinar skrifar að hann sæti nú persónulegum árásum og virðist þær til þess gerðar að koma pólitísku höggi á dómsmálaráðherra. Alþingi Dómstólar Dómsmál Tengdar fréttir Persónuárásir Það verður lítið hlé á árásum á mig vegna fyrri starfa minna fyrr á tíð sem hæstaréttardómari. Tilgangurinn er að selja almenningi þá hugmynd að ég hafi verið sérstakur verndari kynferðisbrotamanna. Ekkert er fjær sanni. 11. mars 2021 20:01 Jón Steinar hafi boðið geranda hennar „út bakdyramegin korteri fyrir dómsuppkvaðningu“ Þorbjörg Marínósdóttir ritstjóri DV gagnrýnir ákvörðun dómsmálaráðherra um ráðningu Jóns Steinars Gunnlaugssonar harðlega í pistli sem hún birtir á Vísi í dag. Þar segir Þorbjörg frá aðkomu Jóns Steinars að kynferðisofbeldismáli, í hverju hún var þolandi, sem hafi orðið þess valdandi að gerandinn fór úr landi og afplánaði aldrei dóm sinn. 11. mars 2021 14:47 Ástæðan fyrir því að dæmdur nauðgari þarf ekki að sitja af sér Mikið hefur verið rætt um ráðningu Jóns Steinars Gunnlaugssonar, lögmanns og fyrrverandi hæstaréttardómara, í ráðgjafastarf við dómsmálaráðuneytið. Á Jón að veita ráðgjöf varðandi endurbætur á réttarkerfinu, þá sérstaklega með styttingu málsmeðferðar í huga. 11. mars 2021 14:01 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Svona hefst grein Jóns Steinars Gunnlaugssonar sem birt var í kvöld en miklar deilur hafa orðið vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra að fá Jón Steinar til að aðstoða ráðuneytið við vinnu á umbótum í réttarkerfinu. Jón Steinar skrifar að hann sæti nú persónulegum árásum og virðist þær til þess gerðar að koma pólitísku höggi á dómsmálaráðherra. Þorbjörg Marinósdóttir, eða Tobba, ritstjóri DV, slóst í hóp þeirra sem gagnrýnt hafa ákvörðun dómsmálaráðherra og sagði hún í pistli sem birtist á Vísi í dag að Jón Steinar hafi í kynferðisbrotamáli, þar sem hún var þolandi, orðið þess valdandi að gerandinn fór úr landi og afplánaði aldrei dóm sinn. Jón Steinar segir ásakanir Tobbu fjarstæðu. Hann hafi aldrei misbeitt dómsvaldi sínu til að losa manninn úr farbanni. „Um var að ræða erlendan sakborning sem komst ekki heim til sín meðan farbannið hér á landi var í gildi. Í fyrri ákvörðun Hæstaréttar hafði verið lögð áhersla á að málinu gegn manninum væri hraðað meðan hann væri sviptur frelsi sínu með farbanninu og tímalengd þess miðuð við að það tækist,“ skrifar Jón Steinar. Jón Steinar sat í dómi sem dæmdi manninn í farbann á þeirri forsendur að málinu gegn manninum væri hraðað en það hafi ekki verið gert. Þegar farbannið hafi svo runnið úr gildi hafi verið óskað eftir framlengingu á því. „Við þessar aðstæður varð að taka afstöðu til þess enn á ný hvort kröfum laga fyrir farbanninu væri ennþá fullnægt. Ég taldi ekki að svo væri og rökstuddi afstöðu mína í sératkvæði mínu,“ skrifar Jón Steinar. Maðurinn var síðar sakfelldur fyrir brotið en sat hann aldrei af sér dóminn þar sem hann hafði farið úr landi og til síns heimalands. „Þetta lá auðvitað ekki fyrir þegar farbannið var fellt úr gildi. Þeir sem þurftu að úrskurða um það nutu ekki þeirra forréttinda að vita um niðurstöðu dómsmálsins, þar sem málið var ódæmt. Í forsendum dómsins yfir manninum er að finna yfirferð yfir ýmis gögn sem þar var fjallað um en lágu ekki fyrir þegar úrskurðað var um farbannið.“ Jón Steinar skrifar að hann sæti nú persónulegum árásum og virðist þær til þess gerðar að koma pólitísku höggi á dómsmálaráðherra.
Alþingi Dómstólar Dómsmál Tengdar fréttir Persónuárásir Það verður lítið hlé á árásum á mig vegna fyrri starfa minna fyrr á tíð sem hæstaréttardómari. Tilgangurinn er að selja almenningi þá hugmynd að ég hafi verið sérstakur verndari kynferðisbrotamanna. Ekkert er fjær sanni. 11. mars 2021 20:01 Jón Steinar hafi boðið geranda hennar „út bakdyramegin korteri fyrir dómsuppkvaðningu“ Þorbjörg Marínósdóttir ritstjóri DV gagnrýnir ákvörðun dómsmálaráðherra um ráðningu Jóns Steinars Gunnlaugssonar harðlega í pistli sem hún birtir á Vísi í dag. Þar segir Þorbjörg frá aðkomu Jóns Steinars að kynferðisofbeldismáli, í hverju hún var þolandi, sem hafi orðið þess valdandi að gerandinn fór úr landi og afplánaði aldrei dóm sinn. 11. mars 2021 14:47 Ástæðan fyrir því að dæmdur nauðgari þarf ekki að sitja af sér Mikið hefur verið rætt um ráðningu Jóns Steinars Gunnlaugssonar, lögmanns og fyrrverandi hæstaréttardómara, í ráðgjafastarf við dómsmálaráðuneytið. Á Jón að veita ráðgjöf varðandi endurbætur á réttarkerfinu, þá sérstaklega með styttingu málsmeðferðar í huga. 11. mars 2021 14:01 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Persónuárásir Það verður lítið hlé á árásum á mig vegna fyrri starfa minna fyrr á tíð sem hæstaréttardómari. Tilgangurinn er að selja almenningi þá hugmynd að ég hafi verið sérstakur verndari kynferðisbrotamanna. Ekkert er fjær sanni. 11. mars 2021 20:01
Jón Steinar hafi boðið geranda hennar „út bakdyramegin korteri fyrir dómsuppkvaðningu“ Þorbjörg Marínósdóttir ritstjóri DV gagnrýnir ákvörðun dómsmálaráðherra um ráðningu Jóns Steinars Gunnlaugssonar harðlega í pistli sem hún birtir á Vísi í dag. Þar segir Þorbjörg frá aðkomu Jóns Steinars að kynferðisofbeldismáli, í hverju hún var þolandi, sem hafi orðið þess valdandi að gerandinn fór úr landi og afplánaði aldrei dóm sinn. 11. mars 2021 14:47
Ástæðan fyrir því að dæmdur nauðgari þarf ekki að sitja af sér Mikið hefur verið rætt um ráðningu Jóns Steinars Gunnlaugssonar, lögmanns og fyrrverandi hæstaréttardómara, í ráðgjafastarf við dómsmálaráðuneytið. Á Jón að veita ráðgjöf varðandi endurbætur á réttarkerfinu, þá sérstaklega með styttingu málsmeðferðar í huga. 11. mars 2021 14:01