Svarar Tobbu og telur um pólitískt högg á ráðherra að ræða Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. mars 2021 20:55 Þorbjörg Marínósdóttir ritstjóri DV gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir ráðningu Jóns Steinars Gunnlaugssonar lögmanns. Samsett „Það verður lítið hlé á árásum á mig vegna fyrri starfa minna fyrra á tíð sem hæstaréttardómari. Tilgangurinn er að selja almenningi þá hugmynd að ég hafi verið sérstakur verndari kynferðisbrotamanna.“ Svona hefst grein Jóns Steinars Gunnlaugssonar sem birt var í kvöld en miklar deilur hafa orðið vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra að fá Jón Steinar til að aðstoða ráðuneytið við vinnu á umbótum í réttarkerfinu. Jón Steinar skrifar að hann sæti nú persónulegum árásum og virðist þær til þess gerðar að koma pólitísku höggi á dómsmálaráðherra. Þorbjörg Marinósdóttir, eða Tobba, ritstjóri DV, slóst í hóp þeirra sem gagnrýnt hafa ákvörðun dómsmálaráðherra og sagði hún í pistli sem birtist á Vísi í dag að Jón Steinar hafi í kynferðisbrotamáli, þar sem hún var þolandi, orðið þess valdandi að gerandinn fór úr landi og afplánaði aldrei dóm sinn. Jón Steinar segir ásakanir Tobbu fjarstæðu. Hann hafi aldrei misbeitt dómsvaldi sínu til að losa manninn úr farbanni. „Um var að ræða erlendan sakborning sem komst ekki heim til sín meðan farbannið hér á landi var í gildi. Í fyrri ákvörðun Hæstaréttar hafði verið lögð áhersla á að málinu gegn manninum væri hraðað meðan hann væri sviptur frelsi sínu með farbanninu og tímalengd þess miðuð við að það tækist,“ skrifar Jón Steinar. Jón Steinar sat í dómi sem dæmdi manninn í farbann á þeirri forsendur að málinu gegn manninum væri hraðað en það hafi ekki verið gert. Þegar farbannið hafi svo runnið úr gildi hafi verið óskað eftir framlengingu á því. „Við þessar aðstæður varð að taka afstöðu til þess enn á ný hvort kröfum laga fyrir farbanninu væri ennþá fullnægt. Ég taldi ekki að svo væri og rökstuddi afstöðu mína í sératkvæði mínu,“ skrifar Jón Steinar. Maðurinn var síðar sakfelldur fyrir brotið en sat hann aldrei af sér dóminn þar sem hann hafði farið úr landi og til síns heimalands. „Þetta lá auðvitað ekki fyrir þegar farbannið var fellt úr gildi. Þeir sem þurftu að úrskurða um það nutu ekki þeirra forréttinda að vita um niðurstöðu dómsmálsins, þar sem málið var ódæmt. Í forsendum dómsins yfir manninum er að finna yfirferð yfir ýmis gögn sem þar var fjallað um en lágu ekki fyrir þegar úrskurðað var um farbannið.“ Jón Steinar skrifar að hann sæti nú persónulegum árásum og virðist þær til þess gerðar að koma pólitísku höggi á dómsmálaráðherra. Alþingi Dómstólar Dómsmál Tengdar fréttir Persónuárásir Það verður lítið hlé á árásum á mig vegna fyrri starfa minna fyrr á tíð sem hæstaréttardómari. Tilgangurinn er að selja almenningi þá hugmynd að ég hafi verið sérstakur verndari kynferðisbrotamanna. Ekkert er fjær sanni. 11. mars 2021 20:01 Jón Steinar hafi boðið geranda hennar „út bakdyramegin korteri fyrir dómsuppkvaðningu“ Þorbjörg Marínósdóttir ritstjóri DV gagnrýnir ákvörðun dómsmálaráðherra um ráðningu Jóns Steinars Gunnlaugssonar harðlega í pistli sem hún birtir á Vísi í dag. Þar segir Þorbjörg frá aðkomu Jóns Steinars að kynferðisofbeldismáli, í hverju hún var þolandi, sem hafi orðið þess valdandi að gerandinn fór úr landi og afplánaði aldrei dóm sinn. 11. mars 2021 14:47 Ástæðan fyrir því að dæmdur nauðgari þarf ekki að sitja af sér Mikið hefur verið rætt um ráðningu Jóns Steinars Gunnlaugssonar, lögmanns og fyrrverandi hæstaréttardómara, í ráðgjafastarf við dómsmálaráðuneytið. Á Jón að veita ráðgjöf varðandi endurbætur á réttarkerfinu, þá sérstaklega með styttingu málsmeðferðar í huga. 11. mars 2021 14:01 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Svona hefst grein Jóns Steinars Gunnlaugssonar sem birt var í kvöld en miklar deilur hafa orðið vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra að fá Jón Steinar til að aðstoða ráðuneytið við vinnu á umbótum í réttarkerfinu. Jón Steinar skrifar að hann sæti nú persónulegum árásum og virðist þær til þess gerðar að koma pólitísku höggi á dómsmálaráðherra. Þorbjörg Marinósdóttir, eða Tobba, ritstjóri DV, slóst í hóp þeirra sem gagnrýnt hafa ákvörðun dómsmálaráðherra og sagði hún í pistli sem birtist á Vísi í dag að Jón Steinar hafi í kynferðisbrotamáli, þar sem hún var þolandi, orðið þess valdandi að gerandinn fór úr landi og afplánaði aldrei dóm sinn. Jón Steinar segir ásakanir Tobbu fjarstæðu. Hann hafi aldrei misbeitt dómsvaldi sínu til að losa manninn úr farbanni. „Um var að ræða erlendan sakborning sem komst ekki heim til sín meðan farbannið hér á landi var í gildi. Í fyrri ákvörðun Hæstaréttar hafði verið lögð áhersla á að málinu gegn manninum væri hraðað meðan hann væri sviptur frelsi sínu með farbanninu og tímalengd þess miðuð við að það tækist,“ skrifar Jón Steinar. Jón Steinar sat í dómi sem dæmdi manninn í farbann á þeirri forsendur að málinu gegn manninum væri hraðað en það hafi ekki verið gert. Þegar farbannið hafi svo runnið úr gildi hafi verið óskað eftir framlengingu á því. „Við þessar aðstæður varð að taka afstöðu til þess enn á ný hvort kröfum laga fyrir farbanninu væri ennþá fullnægt. Ég taldi ekki að svo væri og rökstuddi afstöðu mína í sératkvæði mínu,“ skrifar Jón Steinar. Maðurinn var síðar sakfelldur fyrir brotið en sat hann aldrei af sér dóminn þar sem hann hafði farið úr landi og til síns heimalands. „Þetta lá auðvitað ekki fyrir þegar farbannið var fellt úr gildi. Þeir sem þurftu að úrskurða um það nutu ekki þeirra forréttinda að vita um niðurstöðu dómsmálsins, þar sem málið var ódæmt. Í forsendum dómsins yfir manninum er að finna yfirferð yfir ýmis gögn sem þar var fjallað um en lágu ekki fyrir þegar úrskurðað var um farbannið.“ Jón Steinar skrifar að hann sæti nú persónulegum árásum og virðist þær til þess gerðar að koma pólitísku höggi á dómsmálaráðherra.
Alþingi Dómstólar Dómsmál Tengdar fréttir Persónuárásir Það verður lítið hlé á árásum á mig vegna fyrri starfa minna fyrr á tíð sem hæstaréttardómari. Tilgangurinn er að selja almenningi þá hugmynd að ég hafi verið sérstakur verndari kynferðisbrotamanna. Ekkert er fjær sanni. 11. mars 2021 20:01 Jón Steinar hafi boðið geranda hennar „út bakdyramegin korteri fyrir dómsuppkvaðningu“ Þorbjörg Marínósdóttir ritstjóri DV gagnrýnir ákvörðun dómsmálaráðherra um ráðningu Jóns Steinars Gunnlaugssonar harðlega í pistli sem hún birtir á Vísi í dag. Þar segir Þorbjörg frá aðkomu Jóns Steinars að kynferðisofbeldismáli, í hverju hún var þolandi, sem hafi orðið þess valdandi að gerandinn fór úr landi og afplánaði aldrei dóm sinn. 11. mars 2021 14:47 Ástæðan fyrir því að dæmdur nauðgari þarf ekki að sitja af sér Mikið hefur verið rætt um ráðningu Jóns Steinars Gunnlaugssonar, lögmanns og fyrrverandi hæstaréttardómara, í ráðgjafastarf við dómsmálaráðuneytið. Á Jón að veita ráðgjöf varðandi endurbætur á réttarkerfinu, þá sérstaklega með styttingu málsmeðferðar í huga. 11. mars 2021 14:01 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Persónuárásir Það verður lítið hlé á árásum á mig vegna fyrri starfa minna fyrr á tíð sem hæstaréttardómari. Tilgangurinn er að selja almenningi þá hugmynd að ég hafi verið sérstakur verndari kynferðisbrotamanna. Ekkert er fjær sanni. 11. mars 2021 20:01
Jón Steinar hafi boðið geranda hennar „út bakdyramegin korteri fyrir dómsuppkvaðningu“ Þorbjörg Marínósdóttir ritstjóri DV gagnrýnir ákvörðun dómsmálaráðherra um ráðningu Jóns Steinars Gunnlaugssonar harðlega í pistli sem hún birtir á Vísi í dag. Þar segir Þorbjörg frá aðkomu Jóns Steinars að kynferðisofbeldismáli, í hverju hún var þolandi, sem hafi orðið þess valdandi að gerandinn fór úr landi og afplánaði aldrei dóm sinn. 11. mars 2021 14:47
Ástæðan fyrir því að dæmdur nauðgari þarf ekki að sitja af sér Mikið hefur verið rætt um ráðningu Jóns Steinars Gunnlaugssonar, lögmanns og fyrrverandi hæstaréttardómara, í ráðgjafastarf við dómsmálaráðuneytið. Á Jón að veita ráðgjöf varðandi endurbætur á réttarkerfinu, þá sérstaklega með styttingu málsmeðferðar í huga. 11. mars 2021 14:01