Víkingur áfram í 8-liða úrslit, Leiknir vann Þrótt í markasúpu og Fram gerði jafntefli við Kórdrengi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. mars 2021 23:31 Víkingar unnu stórsigur á Þór Akureyri í kvöld og unnu þar með riðil sinn í Lengjubikarnum. Vísir/Vilhelm Þrír leikir fóru fram í Lengjubikar karla í knattspyrnu í kvöld. Víkingur tryggði sér toppsætið í sínum riðli með 5-0 sigri á Þór Akureyri. Leiknir Reykjavík vann 5-2 sigur á Þrótt Reykjavík, þá gerðu Fram og Kórdrengir 1-1 jafntefli. Víkingur tryggði sér sigur í riðli 2 í A-deild með þægilegum sigri á Þór Akureyri á útivelli. Lokatölur 5-0 en markaskorarar hafa ekki enn skilað sér inn á vef KSÍ. Á Twitter segir þó að Einar Guðnason – aðstoðarþjálfari Víkings – hafi skorað fimmta og síðasta mark leiksins. Virkilega áhugavert ef satt reynist. Einar Guðnason henti bara í eitt gegn Þór — Sæbjörn Steinke (@saebjornth) March 12, 2021 Víkingur endar því á toppi riðils 2 með 13 stig en KR var í öðru sæti með 11 stig. Bæði lið fara áfram í 8-liða úrslit. Þór Akureyri endaði á botni riðilsins án stiga. Í fyrri leik kvöldsins í sama riðli gerðu Fram og Kórdrengir 1-1 jafntefli. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Albert Brynjar Ingason gestunum yfir en Aron Snær Ingason jafnaði metin fyrir Fram undir lok leiks. Í riðli 4 í A-deild vann Leiknir R. sigur á Þrótti R. í leik sem bauð upp á mikla skemmtun. Sævar Atli Magnússon kom heimamönnum í Leikni yfir snemma leiks og Ágúst Leó Björnsson – fyrrum leikmaður Þróttar – tvöfaldaði forystuna skömmu síðar. Þróttur minnkaði muninn áður en Emil Berger kom heimamönnum í 3-1 á 40. mínútu. Þróttur minnkaði muninn í 3-2 með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks. Nær komust þeir þó ekki en Leiknir skoraði tvö mörk í síðari hálfleik. Sævar Atli bætti við öðru marki sínu og Daníel Finns Matthíasson tryggði 5-2 sigur Leiknismanna í kvöld. Sigurinn þýðir að Leiknir R. endar með níu stig og gæti það dugað Leikni inn í 8-liða úrslitin. Eins og staðan er núna er Fylkir í 2. sæti með níu stig – líkt og Leiknir – en Árbæingar eru með betri markatölu. Þeir eiga hins vegar Breiðablik á morgun og tapist sá leikur þá fara Leiknismenn áfram þar sem þeir væru með betri markatölu sem og innbyrðisviðureign. Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Leiknir Reykjavík Þróttur Reykjavík Fram Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Víkingur tryggði sér sigur í riðli 2 í A-deild með þægilegum sigri á Þór Akureyri á útivelli. Lokatölur 5-0 en markaskorarar hafa ekki enn skilað sér inn á vef KSÍ. Á Twitter segir þó að Einar Guðnason – aðstoðarþjálfari Víkings – hafi skorað fimmta og síðasta mark leiksins. Virkilega áhugavert ef satt reynist. Einar Guðnason henti bara í eitt gegn Þór — Sæbjörn Steinke (@saebjornth) March 12, 2021 Víkingur endar því á toppi riðils 2 með 13 stig en KR var í öðru sæti með 11 stig. Bæði lið fara áfram í 8-liða úrslit. Þór Akureyri endaði á botni riðilsins án stiga. Í fyrri leik kvöldsins í sama riðli gerðu Fram og Kórdrengir 1-1 jafntefli. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Albert Brynjar Ingason gestunum yfir en Aron Snær Ingason jafnaði metin fyrir Fram undir lok leiks. Í riðli 4 í A-deild vann Leiknir R. sigur á Þrótti R. í leik sem bauð upp á mikla skemmtun. Sævar Atli Magnússon kom heimamönnum í Leikni yfir snemma leiks og Ágúst Leó Björnsson – fyrrum leikmaður Þróttar – tvöfaldaði forystuna skömmu síðar. Þróttur minnkaði muninn áður en Emil Berger kom heimamönnum í 3-1 á 40. mínútu. Þróttur minnkaði muninn í 3-2 með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks. Nær komust þeir þó ekki en Leiknir skoraði tvö mörk í síðari hálfleik. Sævar Atli bætti við öðru marki sínu og Daníel Finns Matthíasson tryggði 5-2 sigur Leiknismanna í kvöld. Sigurinn þýðir að Leiknir R. endar með níu stig og gæti það dugað Leikni inn í 8-liða úrslitin. Eins og staðan er núna er Fylkir í 2. sæti með níu stig – líkt og Leiknir – en Árbæingar eru með betri markatölu. Þeir eiga hins vegar Breiðablik á morgun og tapist sá leikur þá fara Leiknismenn áfram þar sem þeir væru með betri markatölu sem og innbyrðisviðureign.
Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Leiknir Reykjavík Þróttur Reykjavík Fram Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Sjá meira