Valencia hafði unnið 13 af síðustu 14 leikjum sínum og hefur verið að spila vel. Það kom því virkilega á óvart þegar liðið steinlá gegn botnliði Gipuzkoa í dag, lokatölur 78-60 botnliðinu í vil.
Valencia er nú í fimmta sæti deildarinnar. Sigur í dag hefði gert mikið fyrir liðið því aðeins eru tvö stig í Tenerife sem er í fjórða sætinu og fjögur stig í Baskonia sem er sæti þar fyrir ofan.
Martin lék alls 26 mínútur í liði Valencia í dag. Hann skoraði þrjú stig, gaf fimm stoðsendingar og tók tvö fráköst.
Haukur Helgi átti fínan leik í liði MoraBanc Andorra í dag. Hann var næst stigahæstur í liði Andorra með tíu stig en það dugði ekki til þar sem Real Betis vann öruggan sigur, lokatölur 69-61.
Andorra er í 10. sæti með 20 stig.
Elvar Már Friðriksson tapaði svo enn einu sinni í Litáen þrátt fyrir að eiga frábæran leik sjálfur. Lið hans Šiauliai tapaði sannfærandi gegn toppliði Zalgiris í dag, lokatölur 96-60. Šiauliai er á botni deildarinnar með sex sigra og 18 töp.
Elvar Már skoraði 15 stig, gaf fimm stoðsendingar og tók tvö fráköst.