Ár síðan samkomubann tók gildi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. mars 2021 08:56 Myndin er tekin á föstudagskvöldi síðasta vor þegar samkomubann hafði nýlega tekið gildi. Heldur fámennt var í bænum. Vísir/Vilhelm Í dag er ár síðan samkomubann vegna kórónuveirufaraldursins tók gildi hér á landi. Á miðnætti mánudaginn 16. mars 2020 tók gildi reglugerð þar sem kveðið var á um að ekki mættu fleiri en 100 manns koma saman, til dæmis á tónleikum, íþróttaviðburðum og við kirkjuathafnir. Við öll minni mannamót þurfti síðan að tryggja að nánd milli manna væri að minnsta kosti tveir metrar og að aðgengi að handþvotti og spritti væri gott. Háskólum og framhaldsskólum var lokað og lagt upp með fjarnám í þeim menntastofnunum. Starf leikskóla og grunnskóla var áfram heimilt en að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þetta var í fyrsta sinn í lýðveldissögunni sem samkomubann var sett á og átti það að gilda í fjórar vikur. Samkomubannið var hins vegar strax hert viku síðar þegar í mesta lagi tuttugu manns máttu koma saman í sama rými. Sundlaugum, líkamsræktarstöðvum, skemmtistöðum, spilasölum, spilakössum og söfnum var lokað sem og um starfsemi eða þjónustu sem krefst mikillar nálægðar. Þar undir féll allt íþróttastarf og einnig allar hárgreiðslustofur, snyrtistofur, nuddstofur og önnur sambærileg starfsemi. Framhaldið þekkjum við svo öll; síðan 16. mars 2020 hafa samkomutakmarkanir vegna faraldursins verið í gildi en misharðar þó. Mesti slakinn var gefinn síðasta sumar þegar 500 manns máttu koma saman þegar mest lét á tímabili. Þá var eins metra regla tekin upp. Svo kom þriðja bylgjan. Henni fylgdu hörðustu sóttvarnaaðgerðir sem yfirvöld hafa gripið til; í lok október tók tíu manna samkomubann gildi. Líkamsræktarstöðvum var lokað sem og sundlaugum, krám og skemmtistöðum. Í dag er 50 manna samkomubann í gildi, tveggja metra regla og grímuskylda. Þó mega allt að 200 manns koma saman á listviðburðum og íþróttaviðburðum en allir verða þá að sitja í merktum sætum. Hér fyrir neðan má nálgast umfjöllun Vísis þar sem stiklað er á stóru í sögu faraldursins hér á landi á síðasta ári. Umfjöllunin birtist á gamlársdag 2020. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira
Við öll minni mannamót þurfti síðan að tryggja að nánd milli manna væri að minnsta kosti tveir metrar og að aðgengi að handþvotti og spritti væri gott. Háskólum og framhaldsskólum var lokað og lagt upp með fjarnám í þeim menntastofnunum. Starf leikskóla og grunnskóla var áfram heimilt en að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þetta var í fyrsta sinn í lýðveldissögunni sem samkomubann var sett á og átti það að gilda í fjórar vikur. Samkomubannið var hins vegar strax hert viku síðar þegar í mesta lagi tuttugu manns máttu koma saman í sama rými. Sundlaugum, líkamsræktarstöðvum, skemmtistöðum, spilasölum, spilakössum og söfnum var lokað sem og um starfsemi eða þjónustu sem krefst mikillar nálægðar. Þar undir féll allt íþróttastarf og einnig allar hárgreiðslustofur, snyrtistofur, nuddstofur og önnur sambærileg starfsemi. Framhaldið þekkjum við svo öll; síðan 16. mars 2020 hafa samkomutakmarkanir vegna faraldursins verið í gildi en misharðar þó. Mesti slakinn var gefinn síðasta sumar þegar 500 manns máttu koma saman þegar mest lét á tímabili. Þá var eins metra regla tekin upp. Svo kom þriðja bylgjan. Henni fylgdu hörðustu sóttvarnaaðgerðir sem yfirvöld hafa gripið til; í lok október tók tíu manna samkomubann gildi. Líkamsræktarstöðvum var lokað sem og sundlaugum, krám og skemmtistöðum. Í dag er 50 manna samkomubann í gildi, tveggja metra regla og grímuskylda. Þó mega allt að 200 manns koma saman á listviðburðum og íþróttaviðburðum en allir verða þá að sitja í merktum sætum. Hér fyrir neðan má nálgast umfjöllun Vísis þar sem stiklað er á stóru í sögu faraldursins hér á landi á síðasta ári. Umfjöllunin birtist á gamlársdag 2020.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira