Watford upp í annað sætið eftir stórsigur á meðan Brentford missteig sig Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. mars 2021 21:17 Leikmenn Watford fagna einu af fjórum mörkum sínum í kvöld. Richard Sellers/Getty Images Það voru sviptingar í toppbaráttunni í ensku B-deildinni í kvöld. Brenford henti frá sér tveggja marka forystu gegn Derby County og Watford komst upp í annað sæti deildarinnar eftir 4-1 útisigur á Rotherham. Efstu tvö lið ensku B-deildarinnar fara beint upp í ensku úrvalsdeildina á meðan liðin í þriðja til sjötta sæti fara í umspil. Norwich City tróna á toppi deildarinnar en Watford, Swansea City og Brentford heyja hatramma baráttu um annað sætið og þar með farseðil í deild þeirra bestu. Brentford brjaði leikinn gegn Derby County vel en Ivan Toney kom gestunum yfir með marki úr vítaspyrnu á áttundu mínútu. Fimmtán mínútum síðar tvöfaldaði Sergi Canos forystu gestanna og þeir í góðum málum. Lee Gregory og Louie Sibley jöfnuðu metin fyrir lærisveina Wayne Rooney í síðari hálfleik og lokatölur því 2-2 á Pride Park. Úrslit sem gera rosalega lítið fyrir Brentford en liðið er nú í 4. sæti með 67 stig. Watford stökk upp í 2. sæti deildarinnar með 4-1 sigri gegn Rotherham. Þar situr liðið með 72 stig. Sigurinn var aldrei í hættu en staðan var 3-0 í hálfleik. Heimamenn klúðruðu víti áður en þeir minnkuðu muninn í 3-1. Gestirnir bættu þó við fjórða markinu strax í næstu sókn, staðan orðin 4-1 og reyndust það lokatölur. Your Boys #ROTWAT pic.twitter.com/Ha1WSIrO3j— Watford Football Club (@WatfordFC) March 16, 2021 Leikur Bournemouth og Swansea City er nú í gangi. Staðan er 2-0 fyrir Bournemouth sem þarf á sigri að halda til að eygja von á að komast í umspilið. Swansea myndi með sigri jafna Watford að stigum ásamt því að eiga leik til góða. Önnur úrslit Cardiff City 0-0 Stoke City Luton Town 2-0 Coventry City Middlesbrough 2-0 Preston North End Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Sjá meira
Efstu tvö lið ensku B-deildarinnar fara beint upp í ensku úrvalsdeildina á meðan liðin í þriðja til sjötta sæti fara í umspil. Norwich City tróna á toppi deildarinnar en Watford, Swansea City og Brentford heyja hatramma baráttu um annað sætið og þar með farseðil í deild þeirra bestu. Brentford brjaði leikinn gegn Derby County vel en Ivan Toney kom gestunum yfir með marki úr vítaspyrnu á áttundu mínútu. Fimmtán mínútum síðar tvöfaldaði Sergi Canos forystu gestanna og þeir í góðum málum. Lee Gregory og Louie Sibley jöfnuðu metin fyrir lærisveina Wayne Rooney í síðari hálfleik og lokatölur því 2-2 á Pride Park. Úrslit sem gera rosalega lítið fyrir Brentford en liðið er nú í 4. sæti með 67 stig. Watford stökk upp í 2. sæti deildarinnar með 4-1 sigri gegn Rotherham. Þar situr liðið með 72 stig. Sigurinn var aldrei í hættu en staðan var 3-0 í hálfleik. Heimamenn klúðruðu víti áður en þeir minnkuðu muninn í 3-1. Gestirnir bættu þó við fjórða markinu strax í næstu sókn, staðan orðin 4-1 og reyndust það lokatölur. Your Boys #ROTWAT pic.twitter.com/Ha1WSIrO3j— Watford Football Club (@WatfordFC) March 16, 2021 Leikur Bournemouth og Swansea City er nú í gangi. Staðan er 2-0 fyrir Bournemouth sem þarf á sigri að halda til að eygja von á að komast í umspilið. Swansea myndi með sigri jafna Watford að stigum ásamt því að eiga leik til góða. Önnur úrslit Cardiff City 0-0 Stoke City Luton Town 2-0 Coventry City Middlesbrough 2-0 Preston North End Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Sjá meira