Þrír til að fylgjast með hjá Rússum: Markvörður Spartak og tveir samherjar Arnórs og Harðar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. mars 2021 07:01 Rússneska liðið kemur vel undirbúið til leiks gegn Íslandi enda vika síðan liðið kom saman til að hefja undirbúning fyrir EM U21 árs landsliða sem hefst í dag. Egor Slizyak Íslenska landsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri mætir Rússlandi í fyrsta leik Evrópumótsins í knattspyrnu klukkan 17.00 í dag. Vísir hefur tekið saman þrjá leikmenn sem vert er að fylgjast með í leik dagsins. Þó um sé að ræða EM U-21 árs landsliða þá eru þeir leikmenn sem við nefnum hér að neðan allir fæddir árið 1998. Leikmenn þurfa aðeins að vera undir 21 árs aldri þegar undankeppni mótsins fer af stað og því eru stjörnur flestra liða mótsins orðnar 22 eða 23 ára nú þegar lokakeppnin hefst. Blaðamaður væri að ljúga ef hann segðist þekkja alla leikmenn rússneska liðsins. Þeir spila allir í heimalandinu og þá koma 10 af 24 leikmönnum liðsins frá höfuðborg Rússlands, Moskvu. Á það við alla þrjá leikmennina hér að neðan. Þá eru tveir þeirra samherjar Harðar Björgvins Magnúsonar og Arnórs Sigurðssonar hjá CSKA Moskvu. Rússland var með Póllandi, Búlgaríu, Serbíu, Eistlandi og Lettlandi í riðli í undankeppninni. Rússneska liðið vann riðilinn með sjö sigra, tvö jafntefli og aðeins eitt tap. Þá skoraði liðið 22 mörk en fékk aðeins á sig fjögur. Aleksandr Vladimirovich Maksimenko [Spartak Moskva] Verandi fæddur árið 1998 þá er Maksimenko að sjálfsögðu númer 98 hjá Spartak Moskvu.Mikhail Japaridze/Getty Images Aleksandr Maksimenko ætti að verja mark Rússlands í leik dagsins nema honum takist að meiðast í upphitun. Þessi 22 ára gamli markvörður hefur varið mark Spartak um árabil og er orðinn ágætlega reynslumikill þrátt fyrir ungan aldur. Hann hefur alls spilað 75 leiki fyrir Spartak sem situr í 2. sæti rússnesku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir. Áður en hann varð aðalmarkvörður félagsins lék hann 24 leiki fyrir B-lið Spartak. Maksimenko er einnig þaulreyndur landsliðsmarkvörður þó hann hafi ekki enn leikið A-landsleik. Hann á að baki 10 leiki fyrir U21 landsliðið ásamt 35 leikjum til viðbótar fyrir U19, U18 og U17. Hann er nokkuð lágvaxinn, af markverði að vera, en hann er 1.87 metrar á hæð. Hans helstu styrkleikar eru góð viðbrögð, mikil snerpa og að verja skot utan af velli. Hans helsti veikleiki er hins vegar fyrirgjafir, eitthvað sem gæti hentað íslenska liðinu vel. Ivan Sergeyevich Oblyakov [CSKA Moskva] Oblyakov í leik gegn Roma í Meistaradeild Evrópu árið 2018. Verandi fæddur árið 1998 þá er Oblyakov að sjálfsögðu einnig númer 98.EPA-EFE/YURI KOCHETKOV Ivan Oblyakov er prímusmótorinn í rússneska liðinu. Hann spilar inn á miðri miðjunni að öllum líkindum og ber fyrirliðabandið, það ætti því að vera erfitt að taka ekki eftir honum. Líkt og Maksimenko er hann gríðarlega reynslumikill þrátt fyrir ungan aldur, þeir eru jafnaldrar. Eftir að hafa spilað 45 leiki fyrir FC Ufa var hann keyptur til CSKA Moskvu þar sem hann hefur nú leikið 71 leik. Á þessari leiktíð hefur hann aðallega leikið í stöðu djúps miðjumanns eða varnartengiliðs. Oblyakov á tvo A-landsleiki að baka sem og 27 leiki fyrir U21 liðið þar sem hann hefur skorað sex mörk. Einnig á hann að baki samtals tólf leiki fyrir U19 og U18 ára landslið Rússlands. Styrkleikar þessa lágvaxna miðjumanns – hann er 1.75 metrar á hæð – eru margir. Hann er með mjög öflugan vinstri fót. Sendingargetan er góð, hann getur skotið af löngu færi og þá er hann með góðar fyrirgjafir sem nýtast einkar vel í föstum leikatriðum. Það er því ljóst að ef Ísland ætlar sér eitthvað í leik dagsins þá þarf að stöðva Oblyakov á miðjunni. Fyodor Nikolayevich Chalov [CSKA Moskva] Íslenska vörnin þarf að hafa góðar gætur á Chalov í dag.Quality Sport Images/Getty Images Heimildir stemma ekki alveg hvort fyrsta nafn hans sé skrifað Fyodor eða Fedor en við höldum okkur við það fyrra hér. Um er að ræða lunkinn framherja sem hefur verið inn og út úr liðinu hjá CSKA Moskvu til þessa á leiktíðinni en allt í allt hefur hann spilað 115 leiki í rússnesku úrvalsdeildinni. Í þeim leikjum hefur Chalov skorað 40 mörk og lagt upp 26 til viðbótar. Chalov er markahæsti leikmaður rússneska liðsins með 10 mörk í 20 leikjum fyrir U21 landsliðið. Honum hefur ekki enn tekist að skora í þeim þremur A-landsleikjum sem hann hefur spilað en hann skoraði á sínum tíma tíu mörk í 26 leikjum fyrir U15-U19 ára landslið Rússlands. Sóknarmaðurinn er 1.80 metrar á hæð og ekki sterkur í loftinu. Hann er hins vegar góður að finna sér svæði og með þetta margumtalaða markanef. Það sem gæti þó hjálpað íslenska liðinu hvað mest er að hann er full latur að sinna varnarvinnunni og vonandi verður hann sem latastur í dag. Leikur Íslands og Rússlands hefst klukkan 17.00 í dag og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi. Fótbolti EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Sjá meira
Þó um sé að ræða EM U-21 árs landsliða þá eru þeir leikmenn sem við nefnum hér að neðan allir fæddir árið 1998. Leikmenn þurfa aðeins að vera undir 21 árs aldri þegar undankeppni mótsins fer af stað og því eru stjörnur flestra liða mótsins orðnar 22 eða 23 ára nú þegar lokakeppnin hefst. Blaðamaður væri að ljúga ef hann segðist þekkja alla leikmenn rússneska liðsins. Þeir spila allir í heimalandinu og þá koma 10 af 24 leikmönnum liðsins frá höfuðborg Rússlands, Moskvu. Á það við alla þrjá leikmennina hér að neðan. Þá eru tveir þeirra samherjar Harðar Björgvins Magnúsonar og Arnórs Sigurðssonar hjá CSKA Moskvu. Rússland var með Póllandi, Búlgaríu, Serbíu, Eistlandi og Lettlandi í riðli í undankeppninni. Rússneska liðið vann riðilinn með sjö sigra, tvö jafntefli og aðeins eitt tap. Þá skoraði liðið 22 mörk en fékk aðeins á sig fjögur. Aleksandr Vladimirovich Maksimenko [Spartak Moskva] Verandi fæddur árið 1998 þá er Maksimenko að sjálfsögðu númer 98 hjá Spartak Moskvu.Mikhail Japaridze/Getty Images Aleksandr Maksimenko ætti að verja mark Rússlands í leik dagsins nema honum takist að meiðast í upphitun. Þessi 22 ára gamli markvörður hefur varið mark Spartak um árabil og er orðinn ágætlega reynslumikill þrátt fyrir ungan aldur. Hann hefur alls spilað 75 leiki fyrir Spartak sem situr í 2. sæti rússnesku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir. Áður en hann varð aðalmarkvörður félagsins lék hann 24 leiki fyrir B-lið Spartak. Maksimenko er einnig þaulreyndur landsliðsmarkvörður þó hann hafi ekki enn leikið A-landsleik. Hann á að baki 10 leiki fyrir U21 landsliðið ásamt 35 leikjum til viðbótar fyrir U19, U18 og U17. Hann er nokkuð lágvaxinn, af markverði að vera, en hann er 1.87 metrar á hæð. Hans helstu styrkleikar eru góð viðbrögð, mikil snerpa og að verja skot utan af velli. Hans helsti veikleiki er hins vegar fyrirgjafir, eitthvað sem gæti hentað íslenska liðinu vel. Ivan Sergeyevich Oblyakov [CSKA Moskva] Oblyakov í leik gegn Roma í Meistaradeild Evrópu árið 2018. Verandi fæddur árið 1998 þá er Oblyakov að sjálfsögðu einnig númer 98.EPA-EFE/YURI KOCHETKOV Ivan Oblyakov er prímusmótorinn í rússneska liðinu. Hann spilar inn á miðri miðjunni að öllum líkindum og ber fyrirliðabandið, það ætti því að vera erfitt að taka ekki eftir honum. Líkt og Maksimenko er hann gríðarlega reynslumikill þrátt fyrir ungan aldur, þeir eru jafnaldrar. Eftir að hafa spilað 45 leiki fyrir FC Ufa var hann keyptur til CSKA Moskvu þar sem hann hefur nú leikið 71 leik. Á þessari leiktíð hefur hann aðallega leikið í stöðu djúps miðjumanns eða varnartengiliðs. Oblyakov á tvo A-landsleiki að baka sem og 27 leiki fyrir U21 liðið þar sem hann hefur skorað sex mörk. Einnig á hann að baki samtals tólf leiki fyrir U19 og U18 ára landslið Rússlands. Styrkleikar þessa lágvaxna miðjumanns – hann er 1.75 metrar á hæð – eru margir. Hann er með mjög öflugan vinstri fót. Sendingargetan er góð, hann getur skotið af löngu færi og þá er hann með góðar fyrirgjafir sem nýtast einkar vel í föstum leikatriðum. Það er því ljóst að ef Ísland ætlar sér eitthvað í leik dagsins þá þarf að stöðva Oblyakov á miðjunni. Fyodor Nikolayevich Chalov [CSKA Moskva] Íslenska vörnin þarf að hafa góðar gætur á Chalov í dag.Quality Sport Images/Getty Images Heimildir stemma ekki alveg hvort fyrsta nafn hans sé skrifað Fyodor eða Fedor en við höldum okkur við það fyrra hér. Um er að ræða lunkinn framherja sem hefur verið inn og út úr liðinu hjá CSKA Moskvu til þessa á leiktíðinni en allt í allt hefur hann spilað 115 leiki í rússnesku úrvalsdeildinni. Í þeim leikjum hefur Chalov skorað 40 mörk og lagt upp 26 til viðbótar. Chalov er markahæsti leikmaður rússneska liðsins með 10 mörk í 20 leikjum fyrir U21 landsliðið. Honum hefur ekki enn tekist að skora í þeim þremur A-landsleikjum sem hann hefur spilað en hann skoraði á sínum tíma tíu mörk í 26 leikjum fyrir U15-U19 ára landslið Rússlands. Sóknarmaðurinn er 1.80 metrar á hæð og ekki sterkur í loftinu. Hann er hins vegar góður að finna sér svæði og með þetta margumtalaða markanef. Það sem gæti þó hjálpað íslenska liðinu hvað mest er að hann er full latur að sinna varnarvinnunni og vonandi verður hann sem latastur í dag. Leikur Íslands og Rússlands hefst klukkan 17.00 í dag og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi.
Fótbolti EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Sjá meira