Þurfa ekki að skrá sig atvinnulausa á Íslandi mánaðarlega Heimir Már Pétursson skrifar 25. mars 2021 19:20 Forstjóri Vinnumálastofnunar segir útlendinga á atvinnuleysisbótum eiga rétt á því að leita að vinnu annars staðar á evrópska efnahagssvæðinu í þrjá mánuði. Kári Stefánsson vill fjölga dögum milli fyrstu og annarrar sýnatöku ferðamanna sem koma til landsins. Kári Stefánsson forstjóri íslenskrar erfðagreiningar segir breska afbrigði covid 19 veirunnar sleppa hingað til lands í gegnum landamæri víða að. „Frá austur Evrópu, Bretlandi, Bandaríkjunum og Skandinavíu. Þetta kemur víða að,“ segir Kári. Hann vilji afnema þá reglu að útlendingar á atvinnuleysisbótum þurfi að staðfesta hér á landi að þeir séu í atvinnuleit til að halda bótum. Kári Stefánsson vill fjölga sóttkvíardögum milli á milli fyrri og síðari sýnatöku ferðamanna úr fimm í að minnsta kosti sjö.stöð 2 Mikill fjöldi Pólverja býr á Íslandi en í heimalandi þeirra er covid ástandið mjög alvarlegt. Þar var slegið met í fyrradag þegar þrjátíu þúsund greindust með veiruna og sex hundruð létust. „Það eina sem við þurfum að gera er að taka af þeim skylduna til að koma hingað. Hún er íþyngjandi ekki bara fyrir þá heldur er hún hættuleg fyrir íslenskt samfélag,“ segir Kári. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir það ekki bara skyldu heldur rétt útlendinga sem hafa verið á fullum atvinnuleysisbótum í einn mánuð að dvelja í allt að þrjá mánuði í heimalandinu eða öðru EES ríki og leita sér þar að vinnu án þess að þurfa að skrá sig mánaðrlega á Íslandi. Þeir fái þá svo kallað U-2 vottorð. „Þetta eru evrópureglur, evrópu tilskipun.“ Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir að á meðan landinu sé ekki alveg lokað muni covid veiran sleppa inn í landið. Atvinnuleitendur séu ekki í meirihluta þeirra sem komi til landsins.Stöð 2/Egill Væri hægt að hafa þetta tímabil lengra í ljósi þess hvað þessi pest er búin að ganga lengi yfir? „Þá þarf lagabreytingu til. En samkvæmt evróputilskipuninni má hafa þetta upp í allt að sex mánuði. Þetta tímabil sem þú ert í atvinnuleit annars staðar,“ segir Unnur. Frá áramótum hafi rúmlega sex hundruð erlendir atvinnuleitendur fengið U-2 vottorð . Flestir þeirra séu Pólverjar enda fjölmennastir útlendinga hér á landi. Atvinnuleitendur séu hins vegar ekki meirihluti þeirra tæplega sex þúsund ferðamanna sem komi til landsins í hverjum mánuði. „En á grundvelli U-vottorða til dæmis núna í mars, það er kannski hluti þeirra sem fóru út í desember og janúar, eru þetta kannski tvö hundruð og fimmtíu manns. Þetta eru fjögur prósent. Þannig að ég er ekki að sjá að það séu endilega atvinnuleitendur sem eru endilega að bera smitið til landsins. Veiran kemur inn í landið með ferðamönnum. Á meðan við lokum ekki alveg landinu þá er þessi hætta bara fyrir hendi,“ segir Unnur. Kári vill fjölga sóttkvíardögunum milli sýnataka hjá þeim sem koma til landsins. „Vegna þess að við vitum nokkur dæmi þess að menn hafa komið til landsins og verið neikvæðir á landamærum. Verið neikvæðir eftir fimm daga og orðið síðan jákvæðir síðar. Þannig að ég held að ein af einföldu aðferðunum sé að lengja sóttkvíartímann um tvo til þrjá daga,“ segir Kári Stefánsson. Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Tengdar fréttir Telur af og frá að bætur dragi fjölda smitaðra til landsins Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir ummæli Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, þess efnis að hingað streymi fólk frá Póllandi til að sækja atvinnuleysisbætur, með Covid í farteskinu, ekki standast neina skoðun. 25. mars 2021 17:03 Kári vill fjölga sóttkvíardögum milli skimana á landamærum Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar vill fjölga sóttkvíardögum á milli fyrri og seinni sýnatöku á landamærunum. Þá ætti að afnema með öllu skyldu útlendinga á atvinnulaysisbótum til að koma reglulega til landsins til að staðfesta að þeir séu enn atvinnulausir. 25. mars 2021 11:57 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Kári Stefánsson forstjóri íslenskrar erfðagreiningar segir breska afbrigði covid 19 veirunnar sleppa hingað til lands í gegnum landamæri víða að. „Frá austur Evrópu, Bretlandi, Bandaríkjunum og Skandinavíu. Þetta kemur víða að,“ segir Kári. Hann vilji afnema þá reglu að útlendingar á atvinnuleysisbótum þurfi að staðfesta hér á landi að þeir séu í atvinnuleit til að halda bótum. Kári Stefánsson vill fjölga sóttkvíardögum milli á milli fyrri og síðari sýnatöku ferðamanna úr fimm í að minnsta kosti sjö.stöð 2 Mikill fjöldi Pólverja býr á Íslandi en í heimalandi þeirra er covid ástandið mjög alvarlegt. Þar var slegið met í fyrradag þegar þrjátíu þúsund greindust með veiruna og sex hundruð létust. „Það eina sem við þurfum að gera er að taka af þeim skylduna til að koma hingað. Hún er íþyngjandi ekki bara fyrir þá heldur er hún hættuleg fyrir íslenskt samfélag,“ segir Kári. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir það ekki bara skyldu heldur rétt útlendinga sem hafa verið á fullum atvinnuleysisbótum í einn mánuð að dvelja í allt að þrjá mánuði í heimalandinu eða öðru EES ríki og leita sér þar að vinnu án þess að þurfa að skrá sig mánaðrlega á Íslandi. Þeir fái þá svo kallað U-2 vottorð. „Þetta eru evrópureglur, evrópu tilskipun.“ Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir að á meðan landinu sé ekki alveg lokað muni covid veiran sleppa inn í landið. Atvinnuleitendur séu ekki í meirihluta þeirra sem komi til landsins.Stöð 2/Egill Væri hægt að hafa þetta tímabil lengra í ljósi þess hvað þessi pest er búin að ganga lengi yfir? „Þá þarf lagabreytingu til. En samkvæmt evróputilskipuninni má hafa þetta upp í allt að sex mánuði. Þetta tímabil sem þú ert í atvinnuleit annars staðar,“ segir Unnur. Frá áramótum hafi rúmlega sex hundruð erlendir atvinnuleitendur fengið U-2 vottorð . Flestir þeirra séu Pólverjar enda fjölmennastir útlendinga hér á landi. Atvinnuleitendur séu hins vegar ekki meirihluti þeirra tæplega sex þúsund ferðamanna sem komi til landsins í hverjum mánuði. „En á grundvelli U-vottorða til dæmis núna í mars, það er kannski hluti þeirra sem fóru út í desember og janúar, eru þetta kannski tvö hundruð og fimmtíu manns. Þetta eru fjögur prósent. Þannig að ég er ekki að sjá að það séu endilega atvinnuleitendur sem eru endilega að bera smitið til landsins. Veiran kemur inn í landið með ferðamönnum. Á meðan við lokum ekki alveg landinu þá er þessi hætta bara fyrir hendi,“ segir Unnur. Kári vill fjölga sóttkvíardögunum milli sýnataka hjá þeim sem koma til landsins. „Vegna þess að við vitum nokkur dæmi þess að menn hafa komið til landsins og verið neikvæðir á landamærum. Verið neikvæðir eftir fimm daga og orðið síðan jákvæðir síðar. Þannig að ég held að ein af einföldu aðferðunum sé að lengja sóttkvíartímann um tvo til þrjá daga,“ segir Kári Stefánsson.
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Tengdar fréttir Telur af og frá að bætur dragi fjölda smitaðra til landsins Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir ummæli Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, þess efnis að hingað streymi fólk frá Póllandi til að sækja atvinnuleysisbætur, með Covid í farteskinu, ekki standast neina skoðun. 25. mars 2021 17:03 Kári vill fjölga sóttkvíardögum milli skimana á landamærum Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar vill fjölga sóttkvíardögum á milli fyrri og seinni sýnatöku á landamærunum. Þá ætti að afnema með öllu skyldu útlendinga á atvinnulaysisbótum til að koma reglulega til landsins til að staðfesta að þeir séu enn atvinnulausir. 25. mars 2021 11:57 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Telur af og frá að bætur dragi fjölda smitaðra til landsins Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir ummæli Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, þess efnis að hingað streymi fólk frá Póllandi til að sækja atvinnuleysisbætur, með Covid í farteskinu, ekki standast neina skoðun. 25. mars 2021 17:03
Kári vill fjölga sóttkvíardögum milli skimana á landamærum Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar vill fjölga sóttkvíardögum á milli fyrri og seinni sýnatöku á landamærunum. Þá ætti að afnema með öllu skyldu útlendinga á atvinnulaysisbótum til að koma reglulega til landsins til að staðfesta að þeir séu enn atvinnulausir. 25. mars 2021 11:57