„Af hverju vill heilbrigðisráðherra ekki þetta ferli?“ spyrja fæðinga- og kvensjúkdómalæknar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. mars 2021 15:02 Stjórn FÍFK spyr að því hvort öryggis- og áhættumat hafi verið gert þegar skimunarferlinu var breytt. Vísir/Getty „Ef leghálsskimunarsýni íslenskra kvenna væru unnin hérlendis myndu þau vera send beint inn á rannsóknarstofu Landspítalans frá sýnatökuaðilanum. Svarið við HPV fengist á 1-2 dögum og færist þá beint inn í rafræna skrá þar sem sýnatökuaðili sér svarið.“ Þetta segir stjórn Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna í opnu bréfi til heilbrigðisráðherra sem birtist á Vísi í dag. „Rannsóknarstofan ynni áfram þau sýni sem þyrfti með frumurannsókn og svarið myndi færast inn í sama kerfi þar sem sýnatökuaðilinn sér það um leið og svarið er tilbúið. Sýni konunnar myndi geymast í íslenskum lífsýnabanka sem hefði tilskilin leyfi hér á landi og enginn vafi á hvaða reglur væru í gildi um meðferð sýnisins. Hér væri enginn milliliður, engin flugferð, engin tilfærsla frá erlendum gagnabanka yfir í íslenskan, engin töf á svartíma til konunnar eða sýnatökuaðila,“ segir í bréfinu. „Af hverju vill heilbrigðisráðherra ekki þetta ferli?“ Stjórn FÍFK sendi ráðherra bréf 13. desember þar sem bent var á að mikið vantaði upp á að það kerfið væri tilbúið sem taka ætti við skimunum krabbameina frá Krabbameinsfélagi Íslands. Það sé enn ekki komið í gagnið. Stjórn FÍFK spyr að því hvenær kerfið verði eiginlega tilbúið. Svör hafi ekki borist vegna þeirra sýna sem tekin voru í byrjun janúar. Rannsóknarstofan danska sem sér um rannsóknir sýnanna sé búin að svara en svörin bíði hjá heilsugæslunni þar sem unnið sé að því að koma þeim inn í íslenskt kerfi. Þá spyr hún einnig að því hvort öryggis- og áhættumat hafi verið gert þegar skimunarferlinu var breytt. „Áður voru eðlileg sýni voru geymd í 10 ár og óeðlilegum sýnum var ekki fargað heldur geymd í lífsýnabanka Krabbameinsfélags Íslands sem hafði tilskilin leyfi frá heilbrigðisráðuneyti okkar. Hvaða lífsýnabanki mun geyma sýni íslenskra kvenna ? Hve lengi verða sýni íslenskra kvenna geymd í þeim lífsýnabanka ? Hvaða lög gilda um rétt íslenskra kvenna þar sem mistök verða við greiningu á sýni ? Hvaða lög gilda fyrir sýni íslenskra kvenna sem geymd eru í erlendum lífsýnabanka?“ Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Tengdar fréttir Rannsóknir á leghálssýnum útboðsskyldar en engin útboðsvinna í gangi Fulltrúar Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu funduðu með Ríkiskaupum í júní síðastliðnum vegna rannsókna á leghálssýnum. Á fundinum voru þeir upplýstir um að verkefnið væri útboðsskylt en það var metið á um 140 milljónir króna. 24. mars 2021 07:30 Ráðuneytið óskar eftir frekari upplýsingum frá Landspítala og afhendir ekki svörin þangað til „Ráðuneytið er að yfirfara bréf Landspítalans og telur ljóst að óska þurfi eftir frekari upplýsingar frá spítalanum varðandi málið. Ráðuneytið mun á næstu dögum óska eftir viðbótarupplýsingum frá Landspítala um þessi efni og mun ekki afhenda umrætt bréf fyrr en nánari upplýsingar liggja fyrir.“ 17. mars 2021 20:04 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Þetta segir stjórn Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna í opnu bréfi til heilbrigðisráðherra sem birtist á Vísi í dag. „Rannsóknarstofan ynni áfram þau sýni sem þyrfti með frumurannsókn og svarið myndi færast inn í sama kerfi þar sem sýnatökuaðilinn sér það um leið og svarið er tilbúið. Sýni konunnar myndi geymast í íslenskum lífsýnabanka sem hefði tilskilin leyfi hér á landi og enginn vafi á hvaða reglur væru í gildi um meðferð sýnisins. Hér væri enginn milliliður, engin flugferð, engin tilfærsla frá erlendum gagnabanka yfir í íslenskan, engin töf á svartíma til konunnar eða sýnatökuaðila,“ segir í bréfinu. „Af hverju vill heilbrigðisráðherra ekki þetta ferli?“ Stjórn FÍFK sendi ráðherra bréf 13. desember þar sem bent var á að mikið vantaði upp á að það kerfið væri tilbúið sem taka ætti við skimunum krabbameina frá Krabbameinsfélagi Íslands. Það sé enn ekki komið í gagnið. Stjórn FÍFK spyr að því hvenær kerfið verði eiginlega tilbúið. Svör hafi ekki borist vegna þeirra sýna sem tekin voru í byrjun janúar. Rannsóknarstofan danska sem sér um rannsóknir sýnanna sé búin að svara en svörin bíði hjá heilsugæslunni þar sem unnið sé að því að koma þeim inn í íslenskt kerfi. Þá spyr hún einnig að því hvort öryggis- og áhættumat hafi verið gert þegar skimunarferlinu var breytt. „Áður voru eðlileg sýni voru geymd í 10 ár og óeðlilegum sýnum var ekki fargað heldur geymd í lífsýnabanka Krabbameinsfélags Íslands sem hafði tilskilin leyfi frá heilbrigðisráðuneyti okkar. Hvaða lífsýnabanki mun geyma sýni íslenskra kvenna ? Hve lengi verða sýni íslenskra kvenna geymd í þeim lífsýnabanka ? Hvaða lög gilda um rétt íslenskra kvenna þar sem mistök verða við greiningu á sýni ? Hvaða lög gilda fyrir sýni íslenskra kvenna sem geymd eru í erlendum lífsýnabanka?“
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Tengdar fréttir Rannsóknir á leghálssýnum útboðsskyldar en engin útboðsvinna í gangi Fulltrúar Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu funduðu með Ríkiskaupum í júní síðastliðnum vegna rannsókna á leghálssýnum. Á fundinum voru þeir upplýstir um að verkefnið væri útboðsskylt en það var metið á um 140 milljónir króna. 24. mars 2021 07:30 Ráðuneytið óskar eftir frekari upplýsingum frá Landspítala og afhendir ekki svörin þangað til „Ráðuneytið er að yfirfara bréf Landspítalans og telur ljóst að óska þurfi eftir frekari upplýsingar frá spítalanum varðandi málið. Ráðuneytið mun á næstu dögum óska eftir viðbótarupplýsingum frá Landspítala um þessi efni og mun ekki afhenda umrætt bréf fyrr en nánari upplýsingar liggja fyrir.“ 17. mars 2021 20:04 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Rannsóknir á leghálssýnum útboðsskyldar en engin útboðsvinna í gangi Fulltrúar Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu funduðu með Ríkiskaupum í júní síðastliðnum vegna rannsókna á leghálssýnum. Á fundinum voru þeir upplýstir um að verkefnið væri útboðsskylt en það var metið á um 140 milljónir króna. 24. mars 2021 07:30
Ráðuneytið óskar eftir frekari upplýsingum frá Landspítala og afhendir ekki svörin þangað til „Ráðuneytið er að yfirfara bréf Landspítalans og telur ljóst að óska þurfi eftir frekari upplýsingar frá spítalanum varðandi málið. Ráðuneytið mun á næstu dögum óska eftir viðbótarupplýsingum frá Landspítala um þessi efni og mun ekki afhenda umrætt bréf fyrr en nánari upplýsingar liggja fyrir.“ 17. mars 2021 20:04