Fótbolti

Armenar líka án síns næstmarkahæsta leikmanns í dag

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Gevorg Ghazaryan.
Gevorg Ghazaryan. vísir/Getty

Armenía er andstæðingur Íslands í dag í undankeppni HM 2022 og þeir munu leika án tveggja mikilvægra leikmanna.

Langstærsta stjarna þjóðarinnar er óumdeilanlega Henrikh Mkhitaryan, leikmaður AS Roma og fyrrum leikmaður Arsenal, Man Utd og Borussia Dortmund. Hann var ekki í landsliðshóp Armena í þessari leikjatörn vegna meiðsla. Það var því löngu vitað að hann yrði ekki með í leiknum mikilvæga í dag.

Hins vegar hafa Armenar orðið fyrir öðru áfalli.

Mkhitaryan er markahæsti leikmaður armenska landsliðsins frá upphafi með 30 mörk en þar sem hann er ekki í hópnum er Gevorg Ghazaryan markahæsti leikmaður Armena af þeim sem eru í hópnum en hann hefur skorað fjórtán mörk í 73 landsleikjum.

Samkvæmt heimasíðu armenska knattspyrnusambandsins verður Ghazaryan ekki með Armenum í dag en hann hefur ekki náð að jafna sig af meiðslum eins og Armenar höfðu vonast til.

Leikur Íslands og Armeníu hefst klukkan 16:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.


Tengdar fréttir

Lars ekki með í Armeníu

Lars Lagerback, aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins, ferðaðist ekki með íslenska hópnum yfir til Armeníu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×